Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 22
Sykursnautt Spur ertu komínn á nýja bragðið ? Þegar eldurinn logar í mannlegum samskiptum Úr rœðu eftir Halldór J. Hansen Allir sem að geðheilbrigðismál- um vinna finna fljótt að litið er á geðsjúklinga allt öðrum augum en þá sem eru líkamlega veikir. Allur þorri manna lítur á geðsjúklinga með óttablandinni tortryggni og veit ekki hvernig á að bregðast við þeim. En innst inni fyrir finna samt allir menn sem hafa eða hafa haft náin samskipti við geðsjúklinga að það er sjaldnast neitt í fari hins geðsjúka sem við þekkjum ekki allvel, jafnvel náið úr eigin fari eða fari þeirra sem við umgöngumst daglega. Munurinn er miklu frem- ur stigmunur en eðlismunur. Og mig grunar að flest fólk finni innra með sér einhvern óljósan ótta í návist geðsjúkra um að geta auð- veldlega farið sömu leið. Og ef til vill er þetta ástæðan fyrir því hversu mjög flestum okkar hættir til að vilja draga skarpa markalínu á milli geðsjúkdóma og andlegrar heilbrigði — línu, sem er ekki til í raun og veru. Og ef til vill skýrir það að verulegu leyti hvers vegna flestum hættir til að vilja sniðganga og útiloka hinn geðsjúka og koma honum fyrir þar sem hann er ólík- legastur til að verða á vegi okkar. Óhjákvæmilega erum við tengd og háð hvert öðru og enginn er fær um að standa fyllilega á eigin fótum í tilverunni án aðstoðar annarra — ekki einu sinni í blóma lífsins. Að þessu leyti er heldur ekki nema stigmunur á hinum svokallaða heilbrigða og geðsjúkl- ingnum. En það er alvarlegt mál þegar samfélag þeirra sem taldir eru heilbrigðir verður beint eða óbeint til að ýta þeim, sem höllum fæti standa, yfir mörkin, brjóta niður sjálfsvirðingu, lífsþrótt og jafnvel lífslöngun þess eða þeirra sem veikbyggðari eru. Aðstandendur geðsjúkra er sá hópur manna og kvenna sem sárast hefur fundið fyrir vanköntum geð- heilbrigðisþjónustunnar á eigin skinni, að geðsjúklingunum sjálf- um undanskildum. Það er einnig sá hópur sem sárast finnur fyrir for- dómum eða sinnuleysi hins al- menna borgara og ráðamanna þjóðfélagsins — enn að geðsjúkl- ingum undanskildum. Þetta er hópurinn sem hefur orðið að sætta sig við það svar, þegar geðræn vandamál náins ást- vinar hafa náð þeirri stærðargráðu að allt í kring riðar til falls og engrar úrlausnar von í heima- húsum, að því miður sé ekkert sjúkrahúspláss til fyrir viðkomandi að sinni og ómögulegt að vita hvort hægt verði að sinna vandanum fyrr en eftir daga, vikur eða mánuði. Ef kviknað væri í heima hjá okkur og farið að loga glatt, mundi flestum okkar sennilega þykja súrt í broti að frétta að slökkviliðið mundi að vísu koma, en ekki fyrr en á morgun, hinn daginn eða jafnvel í næstu viku. Og þó væri væntanlega ekki um annað að ræða en eyðileggingu á dauðum hlutum. En þegar eldurinn logar í mann- legum samskiptum Íátum við okkur fátt um finnast og leyfum okkur að gleyma að brunarústir mannlegra tilfinninga og sálarlífs er snöggtum alvarlegra fyrirbæri en brunarústir hluta sem eru for- gengilegir í eðli sínu. Halldór J. Hansen er yfirlœknir barnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík. Hann var formaður Geð- verndarfélags íslands frá 1975 til 1980. Meðfylgjandi grein er hluti úr rœðu sem hann flutti á aðalfundi félagsins í fyrra. 22 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 2/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.