Heilbrigðismál - 01.06.1981, Page 23

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Page 23
Um heilbrigði Grein eftir Skúla G. Johnsen Allir eru sammála um að gott al- mennt heilsufar sé ein mikilvæg- asta undirstaða nútímaþjóðfélags. Heilbrigði er skilyrði eðlilegs lífs og hver einstaklingur telur góða heilsu meðal þeirra gjafa sem Guð gefur bestar, en þannig er gjarnan komist að orði. Sá sem góðrar heilsu nýtur hefur sérstaka aðstöðu í lífsbarátt- unni umfram vanheila. Eins er um þau þjóðfélög sem búa þegnum sínum góð skilyrði, að þau eru talin standa öðrum framar í sókn til framfara og þróunar. Sá sem býr við fötlun eða annan heilsubrest, missir flugs og er sem vængbrotinn. Hann fær ei notið gjafa lífsins og verður þess í stað oft öðrum háður, ef til vill sviptur hamingju og lífsfyllingu. Allt frá upphafi hafa heilbrigði, lífshamingja, sjúkdómar og dauði skipað sess meðal hinna óumflýj- anlegu raka tilverunnar. Eru þau svo djúpstæð að enn í dag, í tækni- væddu þjóðfélagi, er viðurkennt að þau standi oftast ofar mannlegu valdi, en forlögin ráði. Héðan er því ávallt stutt í hjátrú og hindur- vitni. Samband trúarbragða og lækninga á sér enn ríkan sess í menningu vestrænna þjóða og ekki eru liðin nema tvö til þrjú hundruð ár síðan galdrar riðu húsum hér á iandi sem þriðji þáttur samstæð- unnar hjátrú, hindurvitni og galdratrú. Samband sálar og lík- ama var höfuðviðfangsefni trúar- bragða, galdra og lækninga árþús- undum saman. Enn eigum við langt í land til skilnings á þessum þætti mannlegs eðlis. Sállíkamleg fyrirbæri, sem svo eru kölluð, hafa þó nýlega verið tekin í tölu viður- kenndra vísinda innan læknis- og sálarfræði. En hvað telja menn að felist í hugtakinu heilbrigði, hvenær er maður heilbrigður og hvenær ekki? Þessu er enginn leikur að svara og er illt að hér leiki nokkur vafi á, því að öðrum kosti vitum við tæpast full skil á því markmiði sem svo margir sækjast eftir, jafnt einstakl- ingar sem þjóðir. Einn hinna merkari áfanga í sögu heilbrigðismála er sá, að þjóðir heims komu sér eitt sinn saman um skilgreiningu á hugtak- inu heilbrigði. Þetta gerðist við upphaf Alþjóða heilbrigðisstofn- unarinnar árið 1946. Skilgreiningin varð hluti af stofnskránni og hljóð- ar þannig (í þýðingu Vilmundar Jónssonar, fyrrum landlæknis): „Heilbrigði er fullkomið líkam- legt, andlegt og félagslegt velferli, en ekki einungis firrð sjúkdóma og vanheilinda. Fagnaður fyllslu auð- innar heilbrigði telst til frumréttinda allra manna án tillits til kynflokks, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, fjárhags eða þjóðfélagsstöðu. Heil- brigði allra þjóða er frumskilyrði þess, að höndlað verði hnoss friðar og öryggis og er komið undir fyllstu samvinnu einstaklinga og rikja. “ Ekki er að efa að höfundarnir, sem sátu á rökstólum og undir- bjuggu stofnskrá hinna nýju sam- taka hafa gert sér ljóst, hvað fólst i skilgreiningu þeirra á heilbrigði og hversu víðtæk hún er. I þessari skilgreiningu á heilbrigði er markið sett hátt, og hafa margir sagt að því verði aldrei náð, heldur sé það hilling sem fjarlægist þegar nær er komið. Ljóst er að skilgreiningin tekur til allra þátta mannlegs lífs og má vissulega af henni ráða að öll viðleitni mannsins til þróunar og framfara, hvort sem er efnahagsleg uppbygging, rækt menntunar, menningar og lista svo og allt starf til uppbyggingar anda og efnis Öll mannanna verk sem fram á við horfa eiga sér þann tilgang að efla heilhrigði og vellíðan Fréttabróf um HEILBRIGÐISMÁL 2/1981 23

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.