Heilbrigðismál - 01.06.1981, Page 24

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Page 24
hljóti að vera í þágu bættrar heil- brigði. Öll mannanna verk sem fram á við horfa, fyrst myndun samfélaga og þjóða og síðan sókn ríkja í framfaraátt, eiga sér í raun þann eina tilgang að efla heilbrigði og vellíðan. Ekki verður þó skilið við skil- greiningu á heilbrigði án þess að nefna þau sterku innbyrðis tengsl, sem eru milli áðurnefndra þriggja þátta í mannlegri tilveru. Þannig hefur hver þessara þátta grund- vallarþýðingu fyrir báða hina. Fé- lagsástæður geta verið ákvarðandi um líkamlegt og andlegt heilsufar, og líkamleg bágindi fatlaðra. Slæmt andlegt heilsufar hindrar eðlilega félagslega velferð og brýt- ur niður líkamlegan viðnámsþrótt. Hér skal tilgreint eitt dæmi um tengsl milli líkamlegra sjúkdóma og félagslegra aðstæðna. Allt þar til fyrir hálfri öld voru smitsjúkdómar skaðvænlegastir allra sjúkdóma. Við bættar félagslegar aðstæður, sem leiddu af bættu húsnæði, klæðaburði, húsahitun og matar- æði, sem allt leiddi að sjálfsögðu af bættum efnahag, dró mjög úr tíðni smitsjúkdóma og afleiðingar þeirra urðu stórum mildari. Þannig má nefna að dauðsföllum af völdum berkla tók að fækka verulega all- löngu áður en opinberar ráðstaf- anir til að hefta sjúkdóminn kom- ust á skrið og um það leyti sem fyrstu virku lyf gegn berklaveiki komu fram, árið 1948, var dánar- talan af völdum sjúkdómsins að- eins fjórðungur þess sem mest varð milli 1925 og 1930. Þannig má segja, að mikilvægasta atriðið til vamar þessum sjúkdómi hafi verið sú efnahagslega uppbygging sem varð eftir að þjóðin hafði rétt sig við eftir áföll kreppunnar miklu. Nú, þegar rætt er um lausn á vandamálum aldraðra, er rétt að hafa í huga það sem hér hefur verið sagt um tengsl heilbrigðisástands og félagslegra aðstæðna. Úrbætur á félagslega sviðinu koma heilbrigð- ismálunum til góða, og öfugt. Skúli G. Johnsen er borgarlœknir í Reykjavík. Góó feeilsa er gæfa fevers maRRS Tiutancv GRANOLA K n a s e nHe'S p rod,e^ -den ideclle I- jncxgenmad nlj Tlutancv Síðan 1949 hefur Krabbameinsfélagið gefið lil FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL og kemur það mi lil fjórum sinnum ú ári. Efni limariisins fjallar um ýmis svið heilbrigðismála en megin áherslan er lögð á upplýsingar um livernig unnl er að koma i vegfyrir sjúkdóma eða greina þá á bvrjunarstigi. Askriftargjaldið árið I9SI er 70 krónur og verður innheimt með gíróseðli. Nafn Nalnnúmer Fæömgardagur og ár Heimili Póstnúmer Staöur Fréttabréf um hcílbrígðismál Pósthólf523 12lReykjavik Undirritaður óskar hér með eftir að gerast áskrifandi að Fréttabréfi um heilbrigðismál 24 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 2/1981

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.