Heilbrigðismál - 01.06.1981, Síða 32

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Síða 32
KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLAADS 30ÁRA anna veitti félaginu 100 þúsund dala styrk til tveggja ára. Fénu var varið til verkefna í tengslum við Krabbameinsskrána og m. a. keypt tölva til að auðvelda og flýta fyrir úrvinnslu gagna. • Þá tvo áratugi sem Krabba- meinsskráin nær yfir hafa verið greind krabbamein í um 4000 körl- um og 4500 konum. 1976 • Ný sókn hófst í baráttunni gegn reykingum. Krabbameinsfélag Reykjavíkur jók verulega fræðslu í grunnskólum og beitti nýjum að- ferðum. Hafin útgáfa á blaðinu „Takmark", og því dreift í tugþús- undum eintaka til nemenda. • f tilefni af 25 ára afmæli Krabbameinsfélags fslands hélt félagið ráðstefnu um framtíðar- skipulag lyfja- og geislameðferðar illkynja æxla. • Nemar í frumugreiningu í fyrsta sinn þjálfaðir hér á landi, en áður var námið stundað í Noregi. Frumurannsóknastofa félagsins fór að sinna meira en áður öðrum sýn- um en úr leitarstöð B. 1977 • Breytingar gerðar á útliti og efnisvali Fréttabréfs um heil- brigðismál. 1978 • Birtar niðurstöður úr rannsókn á áhrifum barnafjölda og aldurs við fyrstu fæðingu á líkur á brjósta- krabbameini. Því yngri sem konan er þegar hún á sitt fyrsta barn, þeim mun meiri líkur eru á að hún fái brjóstakrabbamein. Því fleiri börn, því minni líkur. Mesti munur á áhættunni er meira en fimmfaldur. 1979 • Miklar breytingar hafa orðið á tíðni krabbameina þann aldar- fjórðung sem Krabbameinsskráin spannar. Tíðni magakrabbameins er nú minni en helmingur af því sem áður var (miðað við sambæri- legan íbúafjölda), brjóstkrabba- mein er algengasta krabbamein meðal kvenna, og krabbamein í blöðruhálskirtli er orðið algengasta meinið hjá körlum. • Eftir fimmtán ára starfrækslu leitarstöðvar B var árangurinn athugaður. Fundist hafði krabba- mein í leghálsi hjá 123 konum en forstigsbreytingar hjá 650. Önnur krabbamein sem greind hafa verið í leitarstöðinni eru 105 brjósta- krabbamein og 66 í legbol og eggja- kerfum. Mætingar þessi fimmtán ár voru 154 þúsund. Nýgengi og dánartíðni leghálskrabbameins hefur lækkað verulega og er jafnvel talið að tekist hafi að bjarga 70—80 konum frá því að deyja úr þessum sjúkdómi. Þess má geta að leitar- stöðin hefur verið tölvuvædd, með styrk frá Frakklandi. 1980 • Þrenn samtök sjúklinga hafa á síðustu árum verið stofnuð í sam- vinnu við Krabbameinsfélagið: „Stómasamtökin“ (fólk með til- búna þarfaganga), „Samhjálp kvenna“ (konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein) og „Ný rödd“ (fólk sem misst hefur raddböndin vegna krabbameins). • Fyrirliggjandi niðurstöður úr rannsóknum á ættgengi brjósta- krabbameins. Sem dæmi má nefna að kona sem á systur sem fengið Adildarfélög 1. Krabbameinsfélag Reykjavíkur ................ 8. 3. 1949 2. Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar*..............10. 4. 1949 3. Krabbavörn, Vestmannaeyjum* ................ 25. 4. 1949 4. Krabbameinsfélag Akureyrar ................. 12. 1952 5. Krabbameinsvöm Keflavíkur og nágrennis .....15.11. 1953 6. Krabbameinsfélag Skagafjarðar............... 22. 6. 1966 7. Krabbameinsfélag Suður-Þingeyinga .......... 28. 8. 1968 8. Krabbameinsfélag Hvammstangalæknishéraðs* .13.10. 1968 9. Krabbameinsfélag Austur-Húnavatnssýslu ..... 2.11. 1968 10. Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis ...... 9. 2. 1969 11. Krabbameinsfélag Siglufjarðar ...............11. 6. 1969 12. Krabbameinsfélag Snæfellinga ............... 20.11. 1969 13. Krabbameinsfélag Borgarfjarðar ..............14. 2. 1970 14. Krabbameinsfélag Breiðfirðinga* ............ 24. 3. 1970 15. Krabbameinsfélag Austurlands ............... 20. 4. 1970 16. Krabbameinsfélag Austfjarða .................21. 4. 1970 17. Krabbameinsfélag Suð-Austurlands ............21. 4. 1970 18. Krabbameinsfélag Norð-Austurlands* ..........18. 8. 1970 19. Krabbameinsfélag ísafjarðarsýslna ......... 23.11. 1970 20. Krabbameinsfélag Barðastrandarsýslu* ...... 30.11. 1970 21. Krabbameinsfélag Vestur-Skaftafellssýslu ..... 6. 5. 1971 22. Krabbameinsfélag Rangárvallasýslu ............ 7. 5. 1971 23. Krabbameinsfélag Árnessýslu ................ 29. 5. 1971 24. Krabbameinsfélag Strandasýslu .............. 1973 •Félagið hefur ekki starfað síðustu árin. ( 1951 - 27. JIJNÍ -1981 32 Fréttabróf um HEILBRIGÐISMÁL 2/1981

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.