Heilbrigðismál - 01.06.1981, Síða 34

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Síða 34
KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLAADS 30ÁRA Félagslög Lög Krabbameinsfélags fslands 1. gr. Félagið heitir Krabbameinsfélag Is- lands. Virkir félagar eru starfandi krabbameinsfélög hér á landi, er skipuð séu eigi færri en 20 meðlimum, starfi í samræmi við lög Krabbameinsfélags íslands og hafi hlotið staðfestingu stjórnar þess. Stofnanir, félög og ein- staklingar geta orðið styrktarfélagar þess, [með frjálsum framlögum.]2 2. gr. Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík. 3. gr. Tilgangur félagsins er að styðja í hví- vetna baráttu gegn krabbameini. Þess- um tilgangi hyggst félagið fyrst og fremst ná með því: 1. Að fræða almenning í ræðu og riti og með kvikmyndum um [orsakir og]2 helstu byrjunareinkenni krabbameins, eftir því sem henta þykir. 2. Að stuðla að aukinni menntun Iækna í greiningu og meðferð krabbameins. 3. Að stuðla að útvegun eða kaupum á fullkomnustu lækningatækjum á hverjum tíma og nægu sjúkrarúmi fyrir krabbameinssjúklinga. 4. Að hjálpa krabbameinssjúklingum til þess að fá fullkomnustu sjúkra- meðferð sem völ er á, [meðal annars með skipulagsbundinni leit að sjúklingum.]2 5. Að stuðla að krabbameinsrann- sóknum hér á landi. 6. Að vinna að stofnun krabbameins- félaga í bæjum og héruðum landsins og hafa nána samvinnu við þau. [7. Að sjá um skráningu allra krabba- meinssjúklinga í landinu og fylgjast með þeim eftir því sem unnt er.]2 4. gr. [Hvert krabbameinsfélag innan Krabbameinsfélags Islands skal greiða a. m. k. 50% af árstekjum sínum til Krabbameinsfélags fslands, þó aldrei minna en kr. 1.000.*]2 [Stjórn Krabba- meinsfélags íslands getur þó heimilað einstökum starfandi krabbameinsfélög- um að nota meira en 50% af heildar- tekjum þess félags, ef stjórn viðkomandi félags telur rétt að stofna til sérstakrar söfnunar vegna einstakra framkvæmda félagsins I samræmi við tilgang þess, og að fengnu samþykki meirihluta lækna innan stjórnar Krabbameinsfélags Is- lands og viðkomandi félags.]1 5. gr. Æðsta vald í öllum málefnum félags- ins er í höndum aðalfundar. Skal aðal- fundur haldinn fyrir maílok ár hvert. Boðar stjórn félagsins til hans [bréflega með a. m. k. mánaðar fyrirvara.]3 Hverju skuldlausu krabbameins- félagi er heimilt að senda einn fulltrúa, og auk þess einn fulltrúa fyrir hverja 200 félagsmenn fram yfir 300 . . .2 Heimilt er félagi að senda utanfélags- menn sem fulltrúa. 6. gr. Stjórn félagsins skal skipuð 8 mönn- um, og skal hún kosin á aðalfundi. Formaður skal kosinn skriflega til tveggja ára í senn, en meðstjórnendur skriflega eftir uppástungum. Árlega vikja [tveir meðstjórnendur úr stjórn,]2 þeir er lengst hafa setið. Auk þess skal kjósa fjóra menn í varastjórn.. ,2 Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum, kýs sér varaformann og velur úr sínum hópi þriggja manna framkvæmda- nefnd, er stendur fyrir framkvæmdum félagsins. Skulu framkvæmdanefndar- menn vera búsettir í Reykjavík eða ná- grenni. Stjórnendur félagsins hafa full- trúarétt á aðalfundi. 7. gr. [Tillögur um lagabreytingar skulu berast formanni í tæka tið þannig að hann geti sent þær stjórnum krabba- 1951 - 27. JIJNÍ 1981 meinsfélaganna mánuði fyrir aðal- fund.]3 8. gr. Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál: 1. Skýrsla stjórnarinnar um starf síð- astliðins árs. 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir liðið ár, lagðir fram til sam- þykkis og úrskurðar. 3. Kosin stjórn [og varastjórn.]2 4. Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara. 5. Önnur mál sem upp kunna að vera borin. 9. gr. Hverju félagi er skylt að tilkynna stjórn Krabbameinsfélags Islands um fulltrúa sína ekki síðar en tveim dögum fyrir aðalfund. Er fundurinn [lögmæt- ur,]2 hvort sem fleiri eða færri mæta, svo framarlega sem löglega er til hans boð- að. Formaður setur aðalfund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara. 10. gr. Á aðalfundi og stjórnarfundi ræður afl atkvæða úrslitum. Stjórnarfundi boðar formaður hvenær sem hann telur henta, og skylt er honum að halda stjórnarfund ef 3 stjórnendur beiðast þess. Stjórnarfundur er ályktunarfær ef 5 af stjórnendum sækja fundinn. 11. gr. Reikningsár félagsins skal vera [al- manaksárið.]2 Allir reikningar og skýrslur frá sambandsfélögum skulu vera komnir í hendur stjórnarinnar [minnst mánuði fyrir aðalfund.]3 12. gr. Til breytinga á lögum félagsins þarf 3/5 greiddra atkvæða á aðalfundi. 13. gr. Til þess að leggja félagið niður, þarf samþykki tveggja aðalfunda, og séu félagsslit samþyíckt [með a. m. k.]2 4/5 greiddra atkvæða á hvorum fundi. Geta skal sérstaklega áforms um félagsslit I fundarboðinu. Verði félagið lagt niður skal eignum þess ráðstafað til líknar- starfa [í samráði við heilbrigðisráðu- neytið. Aldrei má breyta ákvæðum 13. gr. um ráðstöfun eigna félagsins né heldur breyta 3. gr. þannig að raskað verði megin tilgangi félagsins.]3 Lögin eru aö stofni til frá 27. júni 1951. 1) Breyling samþykkt á aðalfundi 29. maí 1963. 2) Breyting 6. maí 1964. 3) Breyting 5. mal 1978. *) Nú 10 nýkr. 34 Fróttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 2/1981

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.