Heilbrigðismál - 01.09.1981, Side 23

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Side 23
Hjólreiðar eru heilsubót Reiðhjólum hefur fjölgað mikið að undanförnu, einkum vegna lœkkunar á aðflutningsgjöldum og vegna orkukreppunnar. Það sakar heldur ekki að hjólreiðar hafa verið taldar geta bœtt heilsuna. Um pað var fjallað i þessu tímariti fyrir níu árttm. Verður hér birtur útdráttur úr þeirri grein, sem Bjarni Bjarnason lœknir þýddi. —j. Þeir sem fara daglega á reiðhjóli fá jafnframt alhliða hreyfingu fyrir líkamann, en það er mikilvægt hcilsunnar vegna. Hjólreiðum má haga þannig að þær séu við hæfi hvers og eins og svari þörfum þeirra til áreynslu og hreyfinga. Þess vegna er reiðhjólið eitt hið besta tæki til að halda líkamanum virkum. Ungu fólki getur verið mjög hollt að iðka hreyfingar og útilíf, sem gerir kröfur til þreks og krafta. En það sem við þörfnumst öll er nægj- anleg áreynsla og hreyfing til þess að halda blóðrásinni í góðum gangi með tiltölulega lítilli áreynslu. Hin æskilega hreyfing má ekki vera of erfið eða þreytandi og heldur ekki of einhliða. Auk þess má hún ekki taka um of huga þess sem hreyfir sig, vegna þess að það er athyglis- verð, eðlisfræðileg staðreynd að of mikil einbeiting hugans getur verið eins þreytandi og mikil vöðva- áreynsla. Hjólreiðar hafa þá kosti að þær eru ekki of einhliða. Þó þær krefjist eftirtektar og aðgæslu af hálfu hjólreiðamannsins eru þær ekki mikið álag á orku hans. Sé hjól- reiðamaðurinn á nýtísku hjóli, eyðir hann miklu minna þreki í hundrað metra akstur en í að ganga sömu vegalengd. Þó áreynslan við hjólreiðar megi heita lítil, eru hreyfingar fótanna hraðari en þó gengið sé eldhratt. Sannanir fyrir því hvað hjólreiðamaðurinn reynir lítið á sig fást með því að mæla hraða andardráttarins. Hann er næstum eins rólegur og í hvíld. Það eru hreyfingarnar en ekki áreynsl- an sem örva blóðrásina. Blóð hjól- reiðamannsins berst hratt gegnum æðakerfið, án þess að hann verði andstuttur. Lungu hans fyllast og tæmast ört, og vegna þess að hann andar þvingunarlaust síast loftið sem hann andar að sér eðlilega út í blóðrásina. Hinn hófsami hjólreiðamaður þjálfar ekki aðeins vöðvana í fót- unum, en jafnframt bak-, kvið-, handleggja- og brjóstvöðva. Auk þess sem hjartað slær jafnt og áreynslulítið, styrkist það og stælist af hreyfingunni, sem er heilsu- og lífgjafi. Lungu hans starfa eins og best verður á kosið og um blóð hans streymir raunverulega meira lífg- andi súrefni en líkaminn strangt tekið þarfnast. Vegna hinnar takmörkuðu áreynslu sem hjólreiðarnar krefj- ast, borið saman við hina miklu hreyfingu sem þær veita, verður þreytan af þeim smávægileg. Þvert á móti eru flestir vel upplagðir eftir sprettinn. Samkvæmt kenningum fjölda þekktra hjartasérfræðinga eru reiðhjólakaup eitthvað það besta sem kyrrsetumaður getur tekið sér fyrir hendur. Þegar hann svo hefur ráðfært sig við lækninn sinn á hann að hefja hjólreiðarnarog byrja með stuttum áfanga á sléttum og halla- lausum vegi. Þar sem hann er þjálfunarlaus, verður hann að gæta sín að ofreyna sig ekki og forðast að verða mæðinn og andstuttur. Haldi hann áfram hóflegum hjólreiðum kemst hann sennilega fljótt að raun um að hann verður betur fyrirkall- aður, sama hvað aldri hans líður. Smám saman getur hann aukið hraðann, eftir því sem hann styrk- ist, og aukið áreynslu vöðvanna. Hjartað lætur sér álagið vel líka og mótmælir því ekki, ef hreyfingin eykst hæfilega, smátt og smátt og er ekki vanrækt. Læknavísindin hafa löngu komist að raun um að hjól- reiðar eru mjög heppileg hreyfing og afbragð fyrir miðaldra menn. Sá sem fer að iðka hjólreiðar að staðaldri, finnur að öllum líkind- um, að hann er orðinn eins og nýr maður eftir nokkra mánuði. □ Teikning af fyrsta reiðhjólinu sem kom til Reykjavíkur (um 1890), en það er nú geymt í Þjóðminjasafninu. Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 3/1981 23

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.