Heilbrigðismál - 01.03.1986, Síða 11

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Síða 11
Þjóðarátak þín vegna: Fræðsla og fjársöfnun Krabbameinsfélagið efndi til „Fræðsluviku 86" að Kjarvalsstöð- um dagana 25. janúar til 2. febrúar. A sýningarsvæði í austurhluta Kjarvalsstaða var komið fyrir fræðslusýningu um krabbamein, sem unnin var í samvinnu við nem- endur á þriðja ári í auglýsingadeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Fjallað var um hvað krabba- mein væri, hvað valdi því og hvernig það er greint og meðhöndl- að. Þá var frætt um starfsemi Vigdts Finnbogadóttir opnaði „Fræðsluviku 86" að Kjarvalsstöðum í janúar. A annað þúsund manns sdu sýninguna þar og síðan hcfur hún verið sett upp d Akranesi, í Keflavík, Borgar- nesi, Isafirði, Akureyri og víðar. Krabbameinsfélagsins og framtíð- arverkefni þess. Einnig voru sýndar hundrað teikningar eftir 10—12 ára skóla- börn sem voru beðin að teikna myndir af einhverju sem þeim dytti í hug þegar þau heyrðu talað um krabbamein. Auk þess voru sýndar kvik- myndir um krabbamein, reykingar og brjóstamyndatökur, og lit- skyggnur um starfsemi Krabba- meinsfélagsins. Alla sýningardagana voru fyrir- lestrar um krabbamein, og í tengsl- um við suma þeirra var kynning á stuðningshópum krabbameins- sjúklinga. Prisvar í þessari fræðslu- viku voru leiðbeiningar fyrir þá sem vilja hætta að reykja, og nem- endur Tónlistarskólans léku fyrir sýningargesti. Sýning þessi markaði upphaf að undirbúningi Iandssöfnunar undir kjörorðinu „Þjóðarátak þín vegnn", sem fram fer dagana 12. og 13. apríl. Þá verður gengið í hús og safnað fé til aukinna rannsókna, aukins leitarstarfs og aukins stuðn- j ings við krabbameinssjúklinga. Fram að söfnunardögunum munu fjölmiðlar fjalla um krabbamein, sýningin frá Kjarvalsstöðum verð- ur sett upp víða um land og bækl- ingi verður dreift á öll heimili nokkrum dögum fyrir söfnunina. Þetta tvíþætta krabbameinsátak — fræðsla og fjársöfnun — er að frum- kvæði Norðurlandaráðs. Hliðstætt átak verður í öllum norrænu lönd- unum á sama tíma. -jr. HEILBRIGÐISMAL 10986 1 1

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.