Heilbrigðismál - 01.03.1986, Síða 15

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Síða 15
sóknum að því leyti að þær konur sem fengið höfðu krabbamein voru hærri á E-kvarðanum en konur sem ekki höfðu fengið krabbamein.8 Eysenck hefur sett fram þá til- gátu að sumum manngerðum sé hættara en öðrum við að fá krabba- mein vegna viðbragða þeirra fyrr- nefndu við streitu. Hann telur að streita hafi áhrif á þróun krabba- meinsfruma, annað hvort vegna beinna áhrifa á frumurnar sjálfar eða gegnum ónæmiskerfið sem streita hefur líka áhrif á.9 Hjá tii- raunadýrum eykur óvænt og óvið- ráðanleg streita vöxt krabba- meinsfruma en samfelld streita ger- Myndin sýnir tvær afþremur víddum á persónuleikaprófi Eysencks.13 Lóðrétti kvarðinn sýnir mikið eða lítið tilfinn- inganæmi, allt frá jafnlyndu fólki (stable) og til fólks sem er skapbrigðult (unstable). Lárétti ásinn táknarþá inn- hverfu (introverted) og úthverfu (extra- verted). Algengast er að vera nálægt miðju á þessum kvörðum. Krabba- meinssjúklingar skera sig úr fyrir það að þeir eru úthverfir og jafnlyndir. ir dýrin aftur á móti ónæm fyrir skaðlegum áhrifum streitunnar.9 Bent hefur verið á að krabba- meins verði oft vart í kjölfar ýmis konar erfiðleika á borð við skyndi- legan ástvinamissi eða atvinnu- missi.10 Rannsóknum ber þó ekki saman hvað það snertir því stund- um virðast slíkir atburðir engin áhrif hafa á myndun krabba- meins.11 I þessum rannsóknum er ekki tekið tillit til þess hvernig fólk bregst við erfiðleikunum. Rólegt og áhyggjulaust fólk sem dags dag- lega er blessunarlega laust við streitu, eins og t.d. þeir sem eru lágir á N-kvarða EPI-prófsins, er illa undir það búið að mæta skyndi- Iegum og þungum áföllum, að mati Eysenck. Petta fólk skortir nokkurs konar bólusetningu gegn skað- legum áhrifum streitu og þar með tilhneigingu hennar til að valda krabbameini. Loks má geta þess að krabba- meins gætir sjaldnar hjá fólki með geðklofa en hjá þjóðinni í heild,12 en geðklofa fylgir einmitt tilfinn- ingarót og mikil spenna sem getur varað árum saman. Skapbrigðull Mislyndur Viðkvæmur Kvíðinn Eirðarlaus Osveigjanlegur Árásargjarn Alvörugefinn Bráður Svartsýnn Síbreytilegur Fálátur Hvatvís Ofélagslyndur Bjartsýnn Pögull Virkur Ovirkur Félagslyndur Varkár Vingjarnlegur íhugull Skrafhreyfinn Rólegur Viðbragðsskjótur Yfirvegaður Léttlyndur Areiðanlegur Fjörugur Jafnlyndur Áhyggjulaus Gætinn Fallinn til forystu Jafnlyndur Sem niðurstöðu af ofangreindum rannsóknum má segja, að svo virð- ist sem einhver tengsl séu á milli krabbameins og sálrænna þátta. Enn er þó of snemmt að fullyrða hvort skapgerð hafi áhrif á mynd- un krabbameins. Fleiri langtíma- rannsóknir gætu Ieitt okkur nær réttu svari. Tilvitnanir: 1. D. M. Kissen, H. J. Eysenck: Persona- lity in male lung cancer patients. J Psycho- som Res 1962,6:123-37. 2. H. Berndt, H. Gunther, G. Rothe: Persönlichkeits struktur nach Eysenck bei Kranken mit Brustdrusen und Bronchize- krebs und Diagnoseverzögerung durch den Patienten. Archiev fiir Gewulstforsch- ung 1980,50:359-68. 3. A. Coppen, M. Metcalfe: Cancer and extraversion. Br Med J 1963,2:18-19. 4. S. Greer, J. Morris: Psychological attri- butes of women who develop breast canc- er: a controlled study. J Psychosom Res 1975,19:147-53. 5. D. M. Kissen: Relationship between lung cancer, cigarette smoking, inhalation and personality. Br J Med Psychol 1964,37:203-312. 6. T. Morris, S. Greer, K. W. Pettingale, M. Watson: Patterns of expression of anger and their psychological correlates in wom- en with breast cancer. J Psychosom Res 1981,25:111-7. 7. S. J. Newman, H. H. Hansen: Fre- quency, diagnosis and treatment of brain metastasis in 247 consecutive patients with bronchogenic carcinoma. Cancer 1974,33:492-6. 8. O. Hagnell: The premorbid persona- lity of persons who develop cancer in a total population investigated in 1947 and 1957. Ann NY Acad Sci 1966,125:846-55. 9. S. L. SKlar, H. Anisman: Stress and ' coping factors influence tumor growth. Science 1979,205:513-5. 10. L. L. LeShan: An emotional life hist- ory pattern associated with neoplastic dise- ase. Ann NY Acad Sci 1966,125:780-93. 11. S. Graham, L. M. Snell, J. B. Gra- ham, L. Ford: Social trauma in the epidem- iology of cancer in the cervix. J Chronic Dis 1971,24:711-25. 12. C. B. Bahnson, M. B. Bahnson: Canc- er as an alternative to psychosis, í: D. M. Kissen, L. L. LeShan (ritstj.) Psychoso- matic Aspects of Neoplastic Disease. Phila- delphia, Lippincott, 1964. 13. H. J. Eysenck: Fact and fiction in psychology. Middlesex England. Penguin Books, 1965. Margrét Ólafsdóttir er sálfræð- ingur og s tarfar á Kópa vogshælin u. Við framhaldsnám í Svíþjóð vann j hún að rannsóknum á áhrifum kra bbam ein sm eðferða r. HEILBRIGÐISMÁL 1/1986 15

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.