Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 5
HEILBRJGÐISMÁL / Jónas Ragnarsson Skipuleg röntgenmyndun brjósta hefst næsta haust Á fjárlögum ríkisins fyrir árið 1987, sem samþykkt voru á Alþingi í desember 1986, eru veittar 5 millj- ónir króna til að hefja skipulega leit að brjóstakrabbameini með rönt- genmyndatöku (mammógrafíu). Þar með hefur verið staðið við lof- Táknmynd jyrir brjóstaskoðun. Eitt af þremur listaverkum Steinunnar Mar- teinsdóttur í biðstofu leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. orð sem Matthías Bjarnason, þáver- andi heilbrigðisráðherra, gaf á Al- þingi í maí 1985, við umræður um þingsályktunartillögu frá Kvenna- listanum. Samkvæmt tillögum læknahóps sem starfaði á vegum landlæknis- embættisins er gert ráð fyrir að röntgenrannsóknimar hefjist næsta haust. Á fyrstu tveimur árunum verður reynt að ná til kvenna á aldr- inum frá 40 ára til 69 ára, auk 35 ára kvenna, eða alls um 33 þúsund kvenna. Konur á þessum aldri verða síðan skoðaðar á tveggja ára fresti. Brjóstaþreifing verður gerð hjá þeim konum sem óska sérstak- lega eftir því. Stefnt er að því að sameina þessar rannsóknir legháls- krabbameinsleitinni eftir mætti, en leit að leghálskrabbameini hefst eft- ir sem áður við 25 ára aldur. Læknahópurinn telur að sjúkra- hús muni geta annað þeirri fjölgun skurðaðgerða sem leitin hefur í för með sér, aðstaða til lyfjameðferðar og eftirlits sjúklinga sé viðunandi, en óvíst hvort unnt verði að veita geislameðferð fyrr en línuhraðall verður tekinn í notkun á Landspít- alanum snemma árs 1988. Krabbameinsfélagið hefur skipu- lagt brjóstaþreifingu kvenna á aldr- inum frá 25 ára til 69 ára síðan 1974. Við grun um krabbamein hefur konunum verið vísað í röntgen- myndatöku á Landspítalanum, en síðan í maí 1985 hafa flestar þeirra farið í myndatöku í hinni nýju röntgendeild Krabbameinsfélags- ins. Árið 1985 greindist brjósta- krabbamein í 99 konum hér á landi. Fyrstu árin eftir að hópskoðun með röntgenmyndatöku hefst er talið að ár hvert muni um 100 krabbamein greinast í leit og innan við 80 á annan hátt. Með röntgenrannsókn er hægt að greina mun minni hnúta en með öðrum aðferðum. Ef æxlið er ekki orðið of stórt (innan við tveir senti- metrar í þvermál) er hægt að kom- ast hjá því að taka allt brjóstið. Hópskoðanimar munu því leiða til þess að unnt verður að beita minni háttar skurðaðgerð oftar en nú tíðkast. Niðurstöður sænskra rannsókna á gildi skipulegrar leitar að brjósta- krabbameini með röntgenmynda- töku sýna að hægt er að lækka dán- artíðni úr þessum sjúkdómi um þriðjung. -jr. HEILBRIGÐISMÁL 4/1986 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.