Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 28

Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 28
HEILBRIGÐISMÁL / Jóhannes Long um sorbitóls og annarra kolvetna á blóðsykur eftir neyslu blandaðs fæðis benda ekki til þess að sykur- sjúkir hagnist á því að velja neyslu- vörur sem innihalda sorbitól í stað sykurs. Sætuefni úr plöntum Stöðugt er unnið að því að finna ný sætuefni. Nokkur þeirra efna sem fram hafa komið á síðari árum má sjá í meðfylgjandi töflu, ásamt efnum eins og glýkyrrisín sem lengi hefur verið notað sem sætu- og bragðefni í neysluvörum. Af þeim sætuefnum sem unnin eru úr plöntum er það einungis támatín sem hefur hlotið viður- kenningu JECFA og sérfræðinefnd- ar EBE. Ekki hefur þó verið talin ástæða til að ákvarða markgildi fyrir efnið, enda má gera ráð fyrir að neysla þess verði aldrei mikil Frá pökkuti á sykurskertum ávaxta- graut. vegna hins mikla sætustyrks. Tá- matín er prótein og er því óstöðugt við hitun og ekki hægt að nota til bökunar. Efnið hefur verið viður- kennt til notkunar í neysluvörur í Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan og Sviss. Mirakúlín og mónellín eru óstöð- ug efni auk þess sem rannsóknir varðandi eituráhrif þeirra eru ekki fullnægjandi. Efni þessi hafa því ekki enn verið leyfð til notkunar í neysluvörur. Steviosíð er hins veg- ar notað sem sætuefni í margar teg- undir neysluvara í Japan og neó- hesperidín tvíhydrókalkón er viðurkennt sem sætuefni í Belgíu. Sérfræðinefnd EBE komst hins veg- ar að þeirri niðurstöðu árið 1984 að ekki liggi fyrir nægjanlegar rann- sóknir varðandi eituráhrif stevios- íðs og neohesperidíns til að hægt sé að mæla með notkun efnanna. Glýkyrrisín er unnið úr lakkrísrót og auk sætustyrks gefur þetta efni því sterkt lakkrísbragð. Efnið hefur lengi verið notað í lakkrís og sæl- gætistöflur og er viðurkennt m.a. í Bandaríkjunum, Japan og Frakk- landi. Einnig er glýkyrrisín notað í mörgum öðrum löndum þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld og alþjóð- legar sérfræðinefndir hafi ekki viðurkennt efnið til notkunar í neysluvörur. I töflunni yfir sætuefni er ekki gefið upp orkugildi fyrir þau sætu- efni sem unnin eru úr plöntum og að byggingu eru prótein. Astæðan fyrir þessu er sú að efni þessi verða einungis notuð í óverulegu magni í neysluvörur vegna mikils sætu- styrks. Reglur um notkun Sætuefni má ekki nota í matvæli eða aðrar neysluvörur nema notk- un hafi verið heimiluð samkvæmt gildandi aukefnalista eða með sér- stöku bráðabirgðaleyfi. Eiturefna- nefnd, Manneldisráð íslands og Ffollustuvemd ríkisins fjalla um umsóknir um leyfi til notkunar aukefna, en endanleg ákvörðun er tekin af heilbrigðisráðherra. Heil- brigðisyfirvöld ákvarða þannig hvaða sætuefni má nota í ákveðna matvælaflokka eða tilteknar teg- undir neysluvara. Jafnframt eru sett ákvæði varðandi það magn efnanna sem heimilt er að nota við framleiðslu og reglur um merkingu umbúða. A árinu 1987 er gert ráð fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um notkun aukefna og að út komi nýr aukefnalisti. Verða þá gerðar aukn- ar kröfur um merkingu umbúða fyrir neysluvörur sem innihalda sætuefni. f aukefnalista verða einn- ig gerðar nokkrar breytingar varð- andi notkun gervisætuefna og sykuralkóhóla. Sætuefni sem unn- in em úr plöntum verða þó ekki leyfð hér á landi að svo komnu máli, enda hefur enginn óskað eftir heimild til notkunar þeirra. Neytendum til glöggvunar skal hér gerð grein fyrir þeim hug- tökum sem notuð em við umbúða- merkingar fyrir neysluvömr sem innihalda sætuefni, en þau eru eft- irfarandi: Sykurskert: Hlutfall sykurs í vör- unni er 10—50% af innihaldi sykurs í sambærilegri vöm. I 28 HEILBRIGÐISMÁL 4/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.