Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 27
ur efnið verið viðurkennt í Dan- mörku og Svíþjóð. í Danmörku má nota asesúlfam sem borðsætuefni og sem sætuefni í gosdrykki, en í Svíþjóð sem borðsætuefni og sætu- efni í munntóbak. Líklegt er að Danir veiti fljótlega leyfi til að nota asesúlfam í fleiri neysluvörur. Hér á landi hófst kynning á ase- súlfami meðal matvælaframleið- enda árið 1986, en neysluvörur með þessu efni eru ekki til sölu hérlendis þar sem heimild til not- kunar þess hefur enn ekki verið veitt. Nú hefur hins vegar verið sótt um leyfi til að nota þetta sætu- efni í ákveðnar tegundir sælgætis. Sykuralkóhólar í meðfylgjandi töflu má sjá þá sykuralkóhóla sem algengastir eru sem sætuefni í neysluvörum. Megin munurinn á sykuralkóhól- um og þeim gervisætuefnum sem hér hefur verið fjallað um er sá að sykuralkóhólar hafa lítinn sætu- styrk og gefa auk þess jafn mikla orku og sykur. Öll gervisætuefnin hafa hins vegar mikinn sætustyrk og að undanskildu aspartami (Nutra Sweet) gefa þau enga orku. Aspartam gefur sömu orku og syk- ur og sykuralkóhólar eða 4 kkal/g, en þar sem sætustyrkur aspartams er mikill þarf einungis að nota lítið af efninu og orkan sem það gefur í neysluvörum er því óveruleg. Sérfræðinefnd EBE hefur ekki séð ástæðu til að setja markgildi varðandi neyslu sykuralkóhóla, en bendir á að taka verði tillit til þess að mikil neysla þeirra geti haft hægðalosandi áhrif. JECFA hefur ekki metið notkun maltitóls, en hefur komist að sömu niðurstöðu og sérfræðinefnd EBE hvað varðar sorbitól og xýlitól. Hins vegar hefur JECFA ákvarðað markgildi fyrir mannitól og er það 50 mg/kg/dag. Astæðan fyrir því að sykuralkó- hólar geta haft hægðalosandi áhrif, sé þeirra neytt í miklu magni, er sú að þeir frásogast hægt og í sumum tilvikum lítið og binda þá vatn í þörmum. Telur sérfræðinefnd EBE að ólíklegt sé að hægðalosandi áhrif komi fram ef neysla sykur- alkóhóla verður ekki meiri en 20 grömm á dag, en efnin hafa mis- munandi áhrif í þessu tilliti. Af sykuralkóhólum er hætta á hægða- losandi áhrifum mest fyrir manni- tól, sem frásogast lítið, en minnst fyrir xýlitól. Sykuralkóhólar eru mikið notaðir sem sætuefni í ýmsar sælgætis- vörur svo sem tyggigúmmi, brjóst- sykur og sælgætistöflur og einnig í ýmsar vörur sem ætlaðar eru syk- ursjúkum. í mörgum tilvikum eru vörur þessar merktar „sykur- lausar" þar sem efnin eru notuð í Sætuefni. í meðfylgjandi töflu er gefið yfirlit yfir algengustu sætuefnin, og kemur par fram heiti peirra, sætustyrk- ur miðað við sykur, markgildi og orku- gildi (til samanburðar er orkugildi syk- urs 4 kkallg). Sætustyrkur hvers efnis getur verið nokkuð breytilegur og er ástæðan sú að margir pættir hafa áhrif á hann. Sem dæmi má nefna að sýru- stig hefur áhrif á sætustyrk og einnig getur bragðskyn fólks verið nokkuð mis- jafnt. Sjá nátwri umfjöllun í megin- málstexta. stað sykurs, en merking umbúða á þennan hátt getur verið nokkuð villandi þar sem margir gera sér ekki grein fyrir að sykuralkóhólar gefa sömu orku og sykur. Því er rétt að geta þess að ef fólk er í megrun er engin hjálp í því að velja „sykurlausar" neysluvörur sem innihalda sykur- alkóhóla í stað sykurs. Áhrif sorbitóls, xýlitóls og ann- arra sykuralkóhóla á tannheilsu eru ekki þau sömu og sykurs og frá því sjónarhomi má segja að efni þessi henti vel í sælgæti. Hins vegar er það nokkuð umdeilt að sælgæti og aðrar neysluvörur sem innihalda sykuralkóhóla séu merktar þannig að þær séu sérstaklega ætlaðar syk- ursjúkum. Sykursjúkir verða að taka tillit til þess að sykuralkóhólar gefa jafn mikla orku og sykur þó svo að áhrif þeirra á blóðsykur séu lítil, sé þeirra neytt einna sér. Á þetta ekki síst við um þá sem fá sykursýki vegna offitu og verða að fara í megrun af þeim sökum. Einn- ig má benda á að athuganir á áhrif- Sætuefni Sætustyrkur (sykur=l) Markgildi (mg/kg/dag) Orka (kkal/g) Gervisætuefni: Sýklamat 30-80 11 0 Aspartam 100-200 40 - Asesúlfam 130-200 9 0 Sakkarín 200-700 2,5 0 Sykuralkóhólar: Sorbitól 0,5-0,7 * 4 Mannitól 0,6-0,7 50 4 Maltitól 0,9 * * 4 Xýlitól 0,9-1,3 * 4 Sætuefni unnin úr plöntum: Glýkyrrisín 50-100 * * 0 Stevíósíð 300 ** 0 Neóhesperidín 1000-1500 * * 0 Mónellín 1500-2000 * * - Támatín 2000-2500 * - Mirakúlín 42000-44000 * * - * Ekki talin ástæða til að setja markgildi ** Ekki metið - Efnin gefa óverulega orku í neysluvörum HEILBRIGÐISMÁL 4/1986 27

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.