Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 10
Hugleiðingar um forvarnir Grein eftir Bjarna Þjóðleifsson og Sigurð Björnsson Heilbrigðisvandamál samtímans og framtíðarinnar einkennast af sjúkdómum sem tengjast lífsstíl og umhverfi. Virðist því liggja beint við að forvamir geti komið að gagni, enda oft miklar vonir bundnar við þær í opinberri um- ræðu. Sívaxandi kostnaður við heilbrigðisþjónustu hefur valdið mörgum áhyggjum og það sjónar- mið hefur komið fram að með því að beina fé til forvama sé hægt að snúa þessari þróun við. Líta má svo á að á sumum heilbrigðisvandamál- um fortíðarinnar hafi verið sigrast með forvömum. Berklum var út- rýmt með því að bæta kjör og út- rýma skorti, með löggjöf sem fól í sér leit, eftirlit og einangrun sjúkl- inga og virka meðferð. Allt þetta má flokka undir forvarnir. Pað virðist nærtækt að halda að lífsstíls- sjúkdómar nútímans, sem margir tengjast frekar velferð en skorti, liggi vel við forvörnum. En hvað eru forvarnir og hvers má vænta af þeim? Hvað eru forvarnir? Forvamir snúast um að koma í veg fyrir sjúkdóma og að stuðla að heilbrigði, og í því skyni er hægt að beita margs konár aðgerðum. Nú þegar eru byggðir inn í heilbrigðis- kerfið með lögum og reglum veigamiklir þættir sem flokkast undir forvamir eða heilsuvernd. Má þar t. d. nefna lagaákvæði um ungbamaeftirlit og mæðravemd, sem vafalítið eiga mikinn þátt í þeim einstæða árangri sem náðst hefur við að vemda heilsu ung- bama. Bólusetning hefur nær út- rýmt helstu smitsjúkdómum bama. Einnig má nefna lög um hollustuvemd og vinnueftirlit, skólaeftirlit og lög um smitsjúk- dóma og lög um málefni aldraðra. Áfengislöggjöf og óskrifuð áfengis- stefna hefur leitt til þess að heildarneysla áfengis er sú lægsta í Evrópu og tíðni skorpulifrar er hvergi lægri, en hún er notuð sem mælikvarði á líkamlega skaðsemi áfengis. Greinilega eru nokkur svið þar sem Iögum er ábótavant að því er varðar forvamir og má þar nefna umferðarlög og lög um öryggismál sjómanna. Af þessu ætti að vera ljóst að ákvarðanir um forvamir eru oft pólitískar og kosta fjárútlát. Margir þættir í umhverfinu og samfélaginu, sem valda slysum eða heilsuleysi eru utan verksviðs eða ábyrgðar heilbrigðiskerfisins, en það kemur til kasta þess að fást við afleiðingarnar. Ábyrgð heilbrigðis- kerfisins liggur í því að upplýsa og leiðbeina og ef til vill í að vera sam- viska samfélagsins. Heilbrigðisfræðsla er mjög mik- ilvæg til að koma í veg fyrir sjúk- dóma og bæta heilsu. Hér er ekki um nýtt fyrirbrigði að ræða á ís- landi. Fræðsla af þessu tagi hefur verið iðkuð að minnsta kosti í heila öld. Raunar takmarkaðist heilbrigð- isfræðsla til skamms tíma mest af því að það var ekki með vissu vitað hvað var heilsusamlegt. Til að sjá þetta í víðara samhengi þarf að líta til þriðja heimsins, þar sem ólæsi er ein aðalhindmnin í vegi fyrir þróun heilbrigðismála. Hið almenna læsi íslendinga strax á nítjándu öld á vafalítið sinn þátt í hröðum fram- fömm í heilbrigðismálum á þessari öld. Nú em vandamálin annars eðlis. Það er vel vitað að neysluþjóðfé- lagið stuðlar á margan hátt að heilsuspillandi lifnaðarháttum fólks. í nýlegri bandarískri skýrslu segir að um það bil helmingur allra dauðsfalla af völdum tíu al- gengustu sjúkdómanna þar í Iandi tengist greinilega lífsvenjum fólks. En þekkingin ein virðist ekki nægja. Pað er langur vegur frá því að öðlast vitneskju yfir í að breyta atferli sínu varanlega í samræmi við þekkinguna. Nú er verið að þróa nýjar fræðsluaðferðir, sem byggja á uppeldisfræðilegri þekk- ingu. Lögð er áhersla á að heilbrigðisfræðsla verði samofin annarri fræðslu og er litið á skóla og heimili sem lykilaðila í miðlun fræðslu. Heilbrigðisstarfsmenn em ekki alltaf bestir til að miðla fróðleik af þessu tagi. Fordæmi er betra en fræðsla. Leikmenn hafa oft náð góðum árangri, eins og sannast best á fræðslustarfi Krabbameinsfé- lagsins, Slysavamafélagsins, Hjarta- vemdar og S.Á.Á. Heilbrigðis- fræðsla á vinnustöðum kemst oft betur til skila ef hún er flutt af vinnu- félögum en utanaðkomandi aðilum. Hlutverk hins opinbera er að út- búa fræðsluefni og hafa forgöngu um og skipuleggja fræðslu. Petta verkefni er mjög vandasamt, en leggja þarf áherslu á nokkur atriði: □ Forðast hræðsluáróður, draga fram það sem er jákvætt. □ Forðast kreddur, nútíma heil- brigðisfræðsla stendur á þokka- legum þekkingargrunni. □ Forðast þá gildru að heilbrigði tengist aðeins því sem er leiðinlegt og lítt spennandi. □ Forðast siðavendni. □ Veita fræðslu á þeim tíma sem nemendur em móttækilegir. □ Fræðsla sé veitt jafnt og þétt, ekki með snöggu átaki. □ Nemendur taki virkan þátt. □ Hlutverk leiðbeinandans sé að benda á leiðir og styðja til sjálfs- bjargar. □ Ekki má slæva vitund um að bág kjör og heilsuleysi tengt þeim krefj- ast annars konar aðgerða en fræðslu. Sjúkdómaleit miðar að því að finna sjúkdóma á forstigi meðan þeir eru enn læknanlegir og hafa ekki valdið heilsutjóni. Nokkur dæmi eru um að slíkar aðgerðir hafi gert mikið gagn og má þar nefna leit að leghálskrabbameini og einn- ig hópskoðanir í Ieit að áhættuþátt- um hjarta- og æðasjúkdóma, en þar var einnig beitt heilbrigðis- fræðslu. Sjúkdómaleit er iðkuð í töluverðum mæli ýmist innan heil- brigðiskerfisins eða hjá frjálsum fé- lagasamtökum eins og Hjartavemd 10 HEILBRIGÐISMÁL 4/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.