Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 20
Eyðni og siðferðisleg ábyrgð Grein eftir Björn Björnsson Mönnum er að verða ljóst að þvílíkum vágesti sem eyðni er, verður að mæta með samstilltu átaki margra fræðasviða. Eðlilega vænta menn mikils af læknavísind- unum, en áreiðanlegt er að hlutur annarra mannvísinda og félagsvís- inda, og þá ekki síst siðfræðinnar, á eftir að stóraukast. Það á reyndar við um fleiri sjúkdóma en eyðni. Viðhorf til sjúkdóma og heilsu- fars hafa breyst. Æ meiri áhersla er nú lögð á að koma í veg fyrir sjúk- dóma og heilsutjón með markvissu forvamarstarfi. Sú áherslubreyting gefur glöggt til kynna að samband sé á milli sjúkdóma og félagslegra þátta, t.d. lifnaðarhátta. Þá er orðið skammt yfir í spumingar um þá ábyrgð, siðferðislega umfram allt en jafnvel lagalega einnig, sem menn bera á sínum eigin lifnaðar- háttum og afleiðingum þeirra fyrir aðra. Ekki síst vegna þessara nýju við- horfa telja heilbrigðisstéttir nú eðli- legt að leita út fyrir sínar raðir til eflingar á vömum gegn sjúkdóm- um. Þar koma margir við sögu, og þegar grannt er skoðað er enginn undanskilinn sem kominn er til vits og ára. Öflugusta vöm gegn sjúk- dómum kann að reynast hver sá einstaklingur sem hefur til að bera heilbrigða siðferðislega dóm- greind. Líkamlegt heilbrigði er ekki svo lítið undir því komið. Dómgreind byggir á þekkingu. Það er á ábyrgð opinberra aðila, í þessu tilviki fyrst og fremst starfs- manna heilbrigðis- og mennta- kerfisins, að miðla þeirri þekkingu. Það fer eftir eðli þess sjúkdóms sem um er að ræða hverju sinni, á hvaða þætti þekkingar helst ber að leggja áherslu til þess að forvarnar- starf skili sem bestum árangri. Eyðni hefur þá sérstöðu, að smit- leiðir eru í ríkum mæli með kyn- mökum. Þess vegna beinist þekk- ingarmiðlunin að því að upplýsa fólk um nauðsyn þess að nota gúmmíverjur. Ekki skal dregið úr gildi þessarar fræðslu. Þó hygg ég að lang stærsta fræðsluátakið er hafi varanlegt forvarnargildi sitji enn á hakanum, eins og það hefur löngum gert varðandi kynfræðslu. Hér er átt við að fræða alla, ekki bara börn og unglinga, um þá sið- ferðislegu ábyrgð sem fylgir því að lifa lífinu sem manneskja í sam- skiptum við aðra. Úr eyðniskýrslu bandaríska landlæknisins í lok októbermánaðar lagði C. Everett Koop, landlæknir Bandaríkjanna, fram 36 síðna skýrslu um eyðni og hefur hún vakið mikla athygli. Hann segir að tilgangur skýrslunnar sé að bjarga lífi fólks sem er í smit- hættu vegna hegðunar sinnar. Hér verða nefnd nokkur atriði sem fram koma í skýrslunni. • Ótvíræð þörf er á fræðslu til nemenda bæði um kynlíf sam- kynhneigðra og gagnkyn- hneigðra. Leggja verður áherslu á hvemig hægt er að verjast eyðni og öðrum kynsjúkdómum. • Enda þótt eyðniveiran hafi fundist í ýmsum vessum líkam- ans smitar hún eingöngu ef hún kemst í blóðrás fólks, til dæmis gegnum örsmá og ósýnileg sár á slímhúð kynfæra. • Þeir sem teljast ekki vera í hættu þurfa að uppfylla þau skil- yrði að hvorki viðkomandi né rekkjunautur hans (hennar) hafi átt kynmök við fleiri en einn síð- ustu fimm árin og að hvorugur aðilinn hafi notað fíkniefni sem sprautað er í æð. Öllum öðrum er ráðlagt að nota verjur við kynmök. • Því fleiri rekkjunautar, karlar eða konur, því meiri smithætta. • Vændiskonur eru líklegir smit- berar, m.a. vegna þess að margar þeirra eru einnig fíkniefnaneyt- endur. • Enginn ætti að sprauta sig með fíkniefnum. Þeir sem hafa ánetj- ast fíkniefnum og sprauta sig í æð ættu einungis að nota einnota sprautur og nálar, til að forðast eyðnismit. • Þeir sem gefa blóð smitast ekki af eyðni við blóðgjöfina. Ekki á að gefa blóð í nokkur ár eftir að fólk hefur hegðað sér þannig að það hafi getað leitt til eyðni- smitunar. • Eyðni smitast ekki við snert- ingu, handtök, faðmlög, venju- lega kossa, grát, hósta eða hnerra. Fólk smitast ekki af eyðni í sundi, við nudd, af salernum, símtólum, húsgögnum eða búsá- höldum. • Böm geta fæðst með eyðni ef annað hvort foreldra hefur verið smitað. Böm hafa ekki smitast af öðmm bömum í skólum eða á bamaheimilum. • Ekki þarf að einangra eyðni- sjúklinga, nema þá sem ekki fylgja fyrirmælum um að forðast að smita aðra. Time, 3. nóv. 1986. 20 HEILBRIGÐISMÁL 4/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.