Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 12
Ragnarsson og hættulegra efna, svo sem áfeng- is og tóbaks. Skattlagning á sykur og sælgæti getur dregið úr tann- skemmdum. Lækkun aðflutnings- gjalda á ávexti getur bætt mat- aræði. Pótt stefnumörkun komi frá stjórnvöldum er æskilegt að fram- kvæmd ýmissa af þessum verkefn- um sé í höndum annarra. Aukin ábyrgð Margt mótar viðhorf fólks til heilbrigðis, svo sem fjölskyldan, skólar, fjölmiðlar, heilbrigðiskerfið og kirkjan. Upplýsingar, sem þjóð- in fær um hvað er hollt og hvað óhollt, stangast þó oft á, þannig að fólk veit ekki hverju skal trúa. Með markvissri heilbrigðisfræðslu er unnt að auka ábyrgð og áhuga fólks á eigin heilbrigði. í því sam- bandi má benda á eftirtalda þætti: □ Mikilvægt er að örva áhuga fólks á heilsusamlegum lifnaðarháttum og benda á þann ávinning sem slík- ur lífsmáti leiðir af sér í vellíðan og hreysti. □ Sérstaka áherslu þarf að leggja á ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks og kennara að sýna gott fordæmi og skipuleggja þarf nám þessara hópa með þetta fyrir augum. □ Auka þarf umræðu um sam- ábyrgð manna á heilbrigði sínu og annarra, ekki síst ábyrgð foreldra á uppeldi bama sinna. Nauðsynlegt er að fólk fylgist betur með kostn- aði vegna reksturs heilbrigðisþjón- ustu. Gera má ráð fyrir að á næstu árum muni koma fram nýjar að- gerðir til að örva heilbrigðan lífsstíl, og hafa raunar nokkrar nú þegar skotið upp kollinum, bæði hér á landi og erlendis. Má þar nefna: □ Auglýst er eftir starfsfólki, sem hvorki reykir né ofnotar áfengi. □ Vinnuveitendur lengja vinnuhlé starfsmanna, sem nýta þau til heilsuræktar. □ Tryggingafélög veita afslátt af ið- gjöldum (einkum líftryggingum) til þeirra sem lifa heilbrigðu lífi. Fjölmiðlar og lífsstíll Fjölmiðlar gegna afar mikilvægu hlutverki við mótun lífsstíls. Þeir eru gluggi samfélagsins og greina frá því sem gerist og því sem al- mennt telst mikilvægt og eftirsókn- arvert. Einnig geta hlutir orðið mik- ilvægir og eftirsóknarverðir við það að fá umfjöllun í fjölmiðlum. Áhrif fjölmiðla á lífsstíl fólks fel- ast annars vegar í fræðslu og al- mennum upplýsingum, og hins vegar í beinum aðgerðum til efling- ar heilbrigðara lífi, t.d. herferð gegn reykingum. Einnig eru hin óbeinu áhrif, áhrifin á undirmeðvit- undina, ekki síður afdrifarík. Þjóðfélagið hlýtur að krefjast þess af fjölmiðlum, einkum þeim ríkisreknu, að þeir uppfylli þær skyldur, sem áhrifamáttur þeirra leggur þeim á herðar. Gæta þarf þess, að auglýsendur beiti ekki fjár- hagslegum þrýstingi til að hafa áhrif á hvernig fjallað er um fram- leiðslu þeirra. Jafnframt er vert að benda á að við heilbrigðisfræðslu ætti að beita þeirri tækni, sem mest er notuð við gerð auglýsinga í fjöl- miðlum, einkum sjónvarpi, með já- kvæðum árangri. Arðbærar aðgerðir Hjarta- og æðasjúkdómar og krabbamein eru þeir sjúkdómar Breytt aldurs- skiptíng Samkvæmt mannfjöldaspám sem nýlega voru gerðar, er búist við að árið 2020 verði álíka mörg börn og aldrað fólk (annars vegar yngri en 15 ára, hins vegar 65 ára og eldri), en árið 1950 voru bömin fjórum sinnum fleiri en hinir öldr- uðu. Þetta er dæmi um þær miklu breytingar á aldurskiptingu þjóðar- inar sem meðfylgjandi línurit sýna. Fæðingum fækkar verulega og eldri íbúamir verða hlutfallslega | fleiri en áður. Þessi þróun á því ~ eftir að leiða til breytinga á mörg- js um sviðum þjóðfélagsins, til dæm- g is mun þörf fyrir bamaheimili og | skóla minnka, en bæta þarf við að- = stöðu fyrir aldrað fólk. -jr. 12 HEILBRIGÐISMÁL 4/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.