Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 8
HETl.BRIGÐISMÁL / I.jósmyndarinn (Jóhannes I.ong) Hvernig verða slysin? Algenguslu orsakir slysa. Fjöldi þeirra sew komu á slysadeild Borgarsyítalans árið 1986. Fall og hras............11.521 Högg af hlut............ 8.563 íþróttaiðkun............ 2.954 Ölvun....................2.288 Umferðarslys.............1.682 Áverki frá öðrum........ 1.360 Bruni, hiti og kuldi.......... 766 Vélar..................... 671 Bit....................... 301 Hestar.................... 235 Eitur..................... 209 vegna alvarlegra slysa. Áhöfn bíls- ins kann vel til verka við hvers kon- ar skyndihjálp og er því vel treyst- andi til að veita hana jafnt slösuð- um sem sjúkum. Oft hefurverið kvartað um langa bið í endurkomudeildinni. Er það óumflýj- anlegt? í byrjun síðasta árs var mikið gert til að stytta biðtímann. Bætt var skipulag á tímaröðun sjúklinga og pöntun á röntgenmyndatöku, og er biðin nú styttri en áður. Þegar þarf að skipta á umbúðum, taka rönt- genmyndir og ræða við lækni má búast við að í heild taki þetta allt að einni eða tveim klukkustundum, en fólk á ekki að þurfa að bíða lengi eftir að komast að. Nú er það greinilegt að hér á slysa- deildinni er safnað miklum upplýsing- um meðal annars um orsakir og líðni slysa. Er unnið skipulega úr þessum gögnum? Læknar deildarinnar hafa unnið úr gögnunum á margvíslegan hátt og birtar hafa verið margar greinar í læknatímaritum meðal annars um umferðarslys, vinnuslys, íþrótta- slys og algengustu beinbrot svo sem á úlnlið, framhandlegg og lær- leggshálsi. En vissulega væri æski- legt að geta unnið meira úr gögnun- um. Til þess verkefnis þyrftu lækn- ar deildarinnar að fá rýmkaðan tíma, bætta aðstöðu og aukna að- stoð frá tölfræðimenntuðu og tölvumenntuðu fólki. Hvernig er reynt að koma niður- stöðunum til borgaranna og vara þá við slysagildrum? Það má segja að við höfum ekki gefið okkur nægan tíma til almenn- ingsfræðslu. Fækkun eitrana og umferðarslysa, sem áður var minnst á, tengist þó að einhverju leyti fræðslustarfi deildarinnar. Mikilvægt er að forsendur fræðslunnar séu réttar og að dregn- ar séu réttar ályktanir af niður- stöðum og þeim komið á framfæri. Rannsókn Bjarna Torfasonar læknis leiddi í Ijós að á slysadeildina kæmu þrefalt fleiri eftir umferðarslys heldur Hve oft slasast sama fólkið? Fjöldi þeirra sem komu á slysadeild Borgarspítalans árið 1986 við nýkomur). (miðað Einu sinni 27.662 Tvisvar . 4.870 Þrisvar 1.039 Fjórum sinnum . 323 Fimm sinnum eða oftar . 170 (þar af 3 tíu sinnum eða oftar) en skýrslur lögreglu og umferðarráðs sýndu. Hvað hefur veriðgert til að sam- ræma slysaskráninguna? Haldnir hafa verið fundir með landlækni, dómsmálaráðherra, þingmönnum og fleirum um þetta mál. Rætt hefur verið um að allar slysamóttökudeildir á landinu sendu upplýsingar hingað og þær yrðu tölvuunnar hér. Upplýsing- um frá lögreglu yrði síðan bætt við og Umferðarráð fengi niður- stöðurnar til að koma þeim á fram- færi. Heilbrigðisráðherra hefur ný- lega skipað nefnd sem meðal ann- ars mun vinna að bættri skráningu og úrvinnslu gagna varðandi slys. Ég vonast til að sérstakri slysaskrá verði komið á fót við slysadeildina á þessu eða næsta ári. í byrjun þessa árs tókum við í notkun nýtt eyðublað sem getur auðveldað samræmingu á slysa- skráningu. Stefnt er að því að birta reglulega tölur um fjölda þeirra sem slasast í umferðinni og meðal annars hvort hinir slösuðu notuðu bílbelti eða ekki. Að lokum, Gunnar, hvaða breyting- ar vildir þú sjá á næstu árum á verkefn- um slysadeildarinnar? Ég hef enga drauma um að við getum lifað í slysalausu þjóðfélagi, en það ætti að keppa að því að fækka sem mest stórum slysum. Ég vonast eftir betri aðstöðu til auk- inna rannsókna á orsökum og af- leiðingum slysa, þannig að deildin geti stuðlað að markvissum slysa- vörnum. - jr. Svipmyndir frá aðgcrð á andliti. 8 HEILBRIGÐISMÁL 2/1987

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.