Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 25

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 25
BORGARLÆK.N7SE.VÍBÆTTIÐ Ljósmvndarinn (/óhannes Long) ' Alþjóðlegi heilbrigðisdagurinn 1987: Bólusetning handa hverju barni Hinn 7. apríl er heilbrigðisdagur Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar. í ár var dagurinn helgaður bólusetningum til að minna á rnikil- vægi þess að gefa hverju manns- barni kost á vörn gegn sjúkdómum sem unnt er að koma í veg fyrir. Bólusetning er eitt skýrasta dæmi um mátt forvarnarstarfs í heilbrigð- ismálum. Bóluefni er annað hvort úr dauðum sýklum eða notaðir eru veiklaðir lifandi sýklar. Mislinga- bóluefni, til dæmis, veldur mynd- un mótefna sem vernda gegn misl- ingum síðar. Bóluefni eru vernd- andi og því ólík lyfjum sem notuð eru til að lækna sjúkdóma sem þeg- ar hafa búið um sig. Nú eru til bóluefni gegn ýmsum smitsjúkdómum, meðal annars mænuveiki, barnaveiki, stíf- krampa, kíghósta, mislingum, rauðhundum, hettusótt og bólu- sótt. Lítill vafi leikur á því að til þess að útrýma tilteknum sjúkdómi með öllu eru bólusetning og nákvæm skráning á útbreiðslu sjúkdómsins veigamestu vopnin. Á þann hátt tókst að útrýma bólusótt úr heimin- um á einungis tíu árum. Þaö dæmi bendir til þess að eina raunhæfa leiðin til útrýmingar eyðni úr heim- inum verði einnig bólusetning. Virks bólefnis gegn þeim sjúkdómi þarf þó að bíða í nokkur ár enn. Evrópudeild Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar hefur sett sér það markmið að útrýma mislingum, mænusótt, stífkrampa í nýburum, barnaveiki og meðfæddum rauðhund- um í Evrópu fyrir 1996. Um 80% barna í Evrópu eru nú bólusett gegn þessum sjúkdómum. Til þess að ofangreint markmið náist þarf þetta hlutfall að hækka verulega eða í 95% árið 1990. Ástand þessara mála er nú einna best á Norður- löndum og í löndum Austur- Evrópu. Á íslandi getum við vel unað okkar hlut hvað snertir ofan- greinda sjúkdóma með 96—99% bólusetningarhlutfall. Hér á landi snúast umræður í bólusetningarmálum helst um bólusetningu gegn öðrum sjúk- dómum en þeim sem hér um ræðir. Ber þar hettusótt hæst. Sá sjúkdóm- ur gengur í faröldrum hér og veldur miklum óþægindum (munn- vatnskirtilsbólgu, briskirtilsbólgu, heilahimnubólgu, eistnabólgu) þó dauðsföll séu nær óþekkt. Til er virkt bóluefni gegn hettusótt og notkun þess í öðrum löndum hefur fækkað tilfellum verulega miðað við tíðni sjúkdómsins hér. Vandamál okkar í þessum efnum eru þó hjóm eitt miðað við þann vanda sem þróunarlöndin eiga við að stríða. Arið 1974 hóf Alþjóða heilbrigðismálastofnunin bólusetn- ingarherferð um heiminn gegn berklum, mænusótt, kíghósta, sfíf- krampa, barnaveiki og mislingum. Á þeim tíma fengu innan við 5% barna í þróunariöndunum þessar bólusetningar. Vegna þessa átaks er nær helmingur barna í þessum löndum nú bólusettur. Þrátt fyrir að enn sé langt í land að ná æski- legu bólusetningarhlutfalli, t.d. í líkingu við það sem hérlendis hefur náðst, er talið að lífi milljón barna sé bjargað árlega nú þegar. Enn deyja þó 3,5 milljónir barna á hverju ári í þróunarlöndunum úr sjúkdómum sem unnt væri að koma í veg fyrir. Þessi mál snerta okkur ekki ein- ungis óbeint, heldur er ljóst að end- anleg útrýming þessara sjúkdóma hérlendis er háð því hvernig til tekst annars staðar. ísland er ekki lengur einangraður útkjálki og hingað berast flestar sóttir fyrr eða síðar. Útrýming umræddra sjúk- dóma í þróunarlöndum er því for- senda þess að þeim verði útrýmt hér, og öfugt. Samstillt átak er því nauðsynlegt og þátttaka okkar mik- ilvæg í því efni. Úr frétt frá Landlæknisembættinu. HEILBRIGÐISMAU 2/1987 25

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.