Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 30

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 30
fyrir aldraða og aukinni heimilis- þjónustu fyrir þá. 6. Sköpuð aðstaða fyrir aukna end- urhæfingarstarfsemi og hlúð að sjúkraþjálfun. 7. Byggð upp geðdeild Landspítal- ans og mörkuð stefna í geðheil- brigðismálum. 8. Sett lög um hollustuvernd, sem er heilstæðasta mengunarlöggjöf landsins. 9. Undirbúin lög um tóbaksvarnir. 10. Stuðlað að betri kjörum heil- brigðisstétta en verið hafa nú á undanförnum árum. En verkefnin sem bíða eru hróp- andi í himininn eftir sem áður og þessi helst: 1. Tryggja verður að allir eigi jafn- an aðgang að bestu heilbrigðisþjón- ustu sem völ er á hér á landi. Að undanförnu hafa komið fram þau sjónarmið að leggja eigi á sjúklinga- skatta. Því höfnum við. 2. Tryggja ber framkvæmd heilsu- gæslulaganna um land allt, en í Reykjavík hefur Sjálfstæðisflokkur- inn framlengt úrelt og gamalt kerfi allt til þessa dags með bráðabirgða- ákvæðum í lögum ár eftir ár. 3. Tryggja verður betur fram- kvæmd laga um málefni aldraðra. 4. Gera ber áætlun um fram- kvæmdir í heilbrigðismálum til aldamóta með sundurliðun fyrir svæði og einstaka þjónustuþætti. 5. Leggja ber áherslu á að auka verulega, margfalda, fjármuni til forvarnarstarfs. 6. Bæta verður aðstöðu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins til þess að hafa raunverulega yfir- stjórn á hendi, meðal annars að því er varðar rekstur sjúkrahúsa. Var- ast ber vaxandi tilhneigingu til þess að leggja fagráðuneytin undir fjár- málaráðuneytið í einu og öllu. 7. Þjóðnýta á Iyfjaverslunina og tengja hana heilsugæslustöðvun- um. Lyfjaverslun ríkisins verði undir heilbrigðisráðuneyti. 8. Tannlækningar verði teknar inn í tryggingakerfið og verði fyrsta skrefið 25% greiðsla allra tann- læknareikninga. Jafnframt verði haldið áfram þróun þeirrar tann- verndarstefnu sem mörkuð var í heilbrigðisráðuneytinu 1982 og 1983. 9. Lokið verði við K-byggingu Landspítalans eins hratt og mögu- legt er. 10. Unnið verðiskipulegaaðþvíað bæta kjör heilbrigðisstétta, það er þeirra starfshópa sem hafa lökust kjörin og búa við mest vinnuálag. s Borgaraflokkurinn Úr „Stefnuskrá Borgaraflokksins fyrir alþingiskosningar 25. apríl 1987": Ýtrasta áhersla verði Iögð á full- komna heilsugæslu og heilsu- vernd, m.a. með skipulögðum fyr- irbyggjandi aðgerðum. Gæta skal fyllstu hagsýni við byggingu sjúkrahúsa, heilsugæslu- eða endurhæfingarstöðva. Slíkum stofnunum verði gert kleift að starfa á sjálfstæðum grundvelli. Umhyggja fyrir mannlegu lífi, gagnstætt eyðingu þess, er æðsta markmið góðrar ríkisstjórnar. Því mun Borgaraflokkurinn beita sér fyrir því að sett verði ný Iöggjöf um fóstureyðingar og ófrjósemisað- gerðir og fræðsla þar að lútandi verði aukin. Borgaraflokkurinn mun leggja áherslu á að leysa fé- lagsleg vandamál vegna barneigna og stórauka aðstoð við einstæða foreldra. Löggjöf um fæðingarorlof verði í stöðugri endurskoðun. Borgaraflokkurinn vill tryggja V 30 HEILBRIGÐISMÁL 2/1987

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.