Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 12
HEILBRIGÐISMÁI. / Eggert Pétursson / Helgi Guöbergsson Orsakir vöðvagigtar Grein eftir Helga Guðbergsson Fáir sjúkdómar valda jafn miklu fjárhagslegu tjóni og vöðvagigt, að ekki sé minnst á alla þá vanlíðan sem henni fylgir. Vöðvagigt eða vöðvabólga er með algengustu sjúkdómum og allir finna til gigt- verkja um lengri eða skemmri tíma, fyrr eða síðar á ævinni. Margir berj- ast sífellt við þennan sjúkdóm. Samt er ekki laust við að vöðvagigt skipi óæðri sess meðal sjúkdóma í huga margra lærðra og leikra og sumir líta jafnvel svo á, að fremur eigi að skoða vöðvagigt sem lífeðlis- fræðilegt ástand heldur en sjúk- dóm. Vegna langvinnra verkja, Til vinstri sést Imíld og slöknn sem krefst ekki vöðvavinnu. Vöðvinn parf lítið blóð en fær nóg. í miðju er vöðva- álag með hreyfingu. Pörffyrir blóðflæði um vöðvann er mikil og mikið blóð streymir til hans. Myndirnar til hægri skýra það sem gerist í vöðvaspennu án hreyfingar. Áreynsla krefst blóðflæðis en streymið mætir ekki þörfinni. sársauka við álag og hreyfingar, máttleysis, stirðleika, svima, þreytu og svefnleysis sem hrjáir fólk með vöðvagigt veldur hún vinnutapi, skertum afköstum, lak- ari gæðum vinnunnar, mistökum og sjúkrakostnaði. Lítil von er til að losna við vöðvagigt ef ekki er ráðist að orsökum hennar. Hér verður ekki fjölyrt um með- ferð vöðvagigtar heldur fjallað um orsakir hennar, en þær eru margar. Par koma til einstaklingsbundnir orsakaþættir annars vegar og um- hverfisþættir og álagsþættir hins vegar. Einstaklingsgerð Ekki fá allir vöðvagigt við sömu störf eða aðstæður. Einstaklings- eiginleikar'; sem stafa af erfðum og uppeldi, svo sem vöðvagerð, lík- amsbygging,! skapferli, hegðun og skólun og einnig aldur fólks hefur allt áhrif á hæfni til Iíkamlegrar áreynslu. Margir umhverfisþættir eru að verulegu leyti einstaklings- bundnir. Þannig eru til dæmis mat- aræði, klæðaburður, hreyfing, tómstundaiðja, ýmis ávani og notk- un ávanaefna allt bundið í hegðun- armynstur hvers manns, þótt sér- hver dragi vitanlega dám af öðrum og það ásamt svipuðum ytri að- stæðum valdi því að fjöldi manna sé eins að þessu leyti. Hreyfingarleysi og lélegt næring- arástand leiða til þrekleysis og hreyfi- og stoðkerfi líkamans stirðna og slappast. Þetta gerist einnig við veikindi og áhrif ýmissa sjúkdóma geta Ieitt til skertrar getu til að mæta álagi. Liðagigt og blóð- rásartruflanir eru augljós dæmi. Sum lyf draga úr hæfni til að mæta líkamsálagi og einstaka Iyf geta jafnvel valdið gigtverkjum. Því styrkari sem vöðvi er, þeim mun betur þolir hann áreynslu. Mestu máli skiptir að blóðflæði um vöðvana sé nægilegt miðað við áreynslu. Blóðið flytur vöðvum súrefni og næringu og úrangsefni brott. Talið er að skortur á hæfilegu ÞÖRF A BLOÐSTREYMI BLÖÐSTREYMI HVlLD: ALAG OG HREYFING: VÖÐVASPENNA: SLÖKUN DYNAMISKUR STATISKUR VÖÐVASAMDRATTUR VÖÐVASAMDRATTUR 12 HEILBRIGÐISMÁL 2/1987

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.