Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 28

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 28
og á öörum sviðum þjóðlífsins. Fundurinn telur að hver einstakl- ingur skuli án tillits til búsetu eða efnahags eiga kost á bestu fáanlegu heilbrigðisþjónustu og frelsi til að velja það form þjónustunnar sem hentar honum best. Fundurinn fagnar þeim árangri sem náðst hef- ur á undanförnum árum enda njóta íslendingar nú aðbúnaðar í heil- brigðismálum sem er með því besta sem gerist. Mannfjöldaþróun mun leiða af sér auknar kröfur á hendur heilbrigðisþjónustunni og því er brýnt að nýta vel þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru. Þessu markmiði á að ná með valddreifingu þar sem fjárhagsleg og stjórnunarleg ábyrgð fer saman. Forðast ber mið- stýringu sem fyrr eða síðar hlýtur að leiða til verri og dýrari þjónustu. Fagleg valddreifing er ekki síður nauðsynleg hér en annars staðar. í samræmi við ofanritað telur fundurinn varhugavert að sameina spítala landsins undir eina stjórn. Með því eykst hætta á miðstýringu verulega og of mikið faglegt vald kynnni að vera lagt í hendur fárra aðila. Ekki hefur verið sýnt fram á að með því náist sú hagkvæmni í rekstri sem að er stefnt. Hag- kvæmni getur jafn vel náðst með minni rekstrareiningum, eðlilegu samstarfi og verkaskiptingu sem þróast hefur undanfarin ár. Hæfi- leg samkeppni og metnaður fyrir hönd hverrar stofnunar tryggir einnig nauðsynlegan samanburð. Landsfundur ítrekar að nauðsyn- legt er að raunhæfur samanburður sé gerður á sambærilegri þjónustu sjúkrahúsa og annarra heilbrigðis- stofnana, bæði hvað varðar kostn- að og gæði þjónustunnar. Leitað verði leiða til að efla verðskyn neyt- enda og starfsfólks í heilbrigðis- þjónustunni. Nauðsynlegt er að sett verði á stofn hagdeild sem safni saman og vinni úr upplýsingum fyrir þá sem um heilbrigðismál fjalla, þannig að ákvarðanir séu teknar á traustari forsendum en nú er. Ekki er nauðsynlegt að ríkið sjálft reki þjónustuna þótt greitt sé fyrir hana úr sameiginlegum sjóð- um, en eftirlit með öllum rekstri er nauðsyn. Gera þarf langtímaáætlanir í heilbrigðisþjónustunni með það markmið í huga að sem bestur árangur náist með því fjármagni sem ætlað er til fjárfestinga. Fram- fylgja þarf ákvörðunum um upp- byggingu fullkominna deilda- skiptra sjúkrahúsa í hverjum lands- fjórðungi og eðlilegur fram- kvæmdamáti tryggður. Með tilliti til verulegrar fjölgunar aldraðra á næstu árum leggur landsfundurinn áherslu á mikil- vægi aukinnar þjónustu við aldraða í heilbrigðiskerfinu. Leita verður allra leiða sem tryggt geta öryggi og hag hinna öldruðu svo sem með að- stoð í heimahúsum, dagdeildum, dvalarheimilum og hjúkrunar- heimilum, þannig að aldraðir eigi jafnan kost á þeirri þjónustu sem best hentar. Með fjölbreyttum úr- ræðum þarf að virkja framtak ein- staklinga og félaga við uppbygg- ingu og rekstur þessara stofnana. Fagnað er auknum framlögum í framkvæmdasjóð aldraðra. Hvatt er til aukinna aðgerða í þágu fatlaðra, m.a. með auknum upplýsingum um réttindi þeirra, uppbyggingu framkvæmdasjóðs, stofnun sambýla, ráðstöfunum til endurhæfingar og atvinnuþátttöku án þess að réttindi glatist meðan á aðlögunartíma stendur. Hugað verði sérstaklega að lífeyrisréttind- um öryrkja. Fundurinn lýsir yfir áhyggjum 28 HEILBRIGÐISMÁL 2/1987

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.