Heilbrigðismál - 01.06.1987, Síða 18

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Síða 18
Uirs Erik Björk Gildi gönguferða Grein eftir ísak G. Hallgrímsson Mikið hefur verið skrifað um lík- amsrækt á undanförnum árum, en lítið um gönguferðir sem eru meðal annars mjög góð líkamsrækt. Ég hef á undanförnum árum haft mik- ið gaman og gagn af gönguferðum og langar að miðla af reynslu minni. Með gönguferðum á ég við röska göngu í allt frá einni klukku- stund upp í sex til átta klukku- stundir eða lengur. Líkamsbygging flestra dýra virð- ist fyrst og fremst miðuð við að þau hreyfi sig og mannslíkaminn er engin undantekning. Baráttan fyrir tilverunni hefur alltaf krafist góðrar hreyfigetu. Til þess að starfa nægi- lega vel verða hjarta, æðar, vöðvar, bein og liðir stöðugt að vera í æf- ingu. Áður fengu menn nóga hreyfingu, bæði í leik og starfi, en nú hafa vélar leyst vöðvana af Göngufcrðir eru kjörnar til að kynnast náttúru landsins, auk þess sem þær efla þrek þátttakendanna. Myndin er af bökkum Jökulsár á Fjöllum, skammt fyrir norðan Dettifoss. hólmi. Mestum hluta tímans er var- ið í að sitja, liggja og aka. Hin nátt- úrulega hvatning sem vefjum og innri líffærum er svo nauðsynleg, er þar með úr sögunni. Líkamsrækt getur verið með ýmsu móti, en oftast mun átt við líkamlega hreyfingú af frjálsum vilja í þeim tilgangi að skapa vellíð- an, endurnæringu, hressingu og slökun. Venjulega fylgja samskipti við annað fólk skipulögðum göngu- ferðum og einnig aukin þekking á landinu og náttúru þess. Er þá ekki gildi gönguferða augljóst? Við get- um stundað gönguferðir út af fyrir okkur eða í hópi með öðrum og jafnvel ti! og frá vinnu. Lítum nú aðeins nánar á líkam- legt gildi gönguferðanna. Stoðkerfi styrkist, vöðvakraftur vex og hreyf- ing og jafnvægi verður betra. Þrek, afköst og úthald vaxa, þreyta minnkar og leiðir það allt til aukins bruna. Orkujafnvægi verður betra, en það hamlar gegn offitu og eykur einnig líkur á því að líkaminn fái lífsnauðsynleg næringarefni. Lækn- isfræðilega erum við betur búin undir óhöpp hins daglega lífs. Mót- stöðuafl okkar er meira og við erum fljótari að ná okkur eftir slys eða sjúkdóma. Okkur hættir síður við offitu og meðferð hennar er auð- veldari. Okkur hættir einnig síður við streitu og þörf fyrir lyf verður minni. Félagslega og andlega eru göng- urnar upplyfting og hvíld frá streitu. Samband okkar við sam- ferðafólkið veröur oftast meira og frítímum okkar er örugglega mun betur varið. Geta þá göngur komið í veg fyrir eða tafið æðakölkun, hindrað hjartasjúkdóma eða mildað þá, geta þær lækkað háþrýsting eða jafnvel lengt lífið? Ég er persónu- lega sannfærður um það, en svar við þessu verður þó ekki gefið með öruggri vissu. Hófleg líkamsrækt, til dæmis í formi gönguferða að staðaldri, virðist vissulega hafa góð áhrif á gang ýmissa sjúkdóma, en ekki hefur enn tekist að sanna að það lengi lífið. Kosrtirnir koma mest fram í betra lífi. Ekkert frístundagaman trúi ég að 18 HEILBRIGÐISMAL 2/1987

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.