Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 15
tíma. Skiptir það og miklu máli til að halda heilsu að öðru leyti. Heimilið Margir af þeim áhættuþáttum sem tengjast vinnu geta einnig komið fyrir heima hjá fólki. Pegar haldið er á börnuni spennast vöðv- ar í herðum og handlegg, einnig við eru. Pað er svo einstaklings- bundið hversu mikið álag af þessu tagi fólk þolir. • Of mikil áreynsla vegna of mikillar þyngdar eða vægis er al- geng orsök vöðvaverkja sem lag- ast oft. Þetta ástand verður að gigt ef vöðvarnir fá ekki að jafna sig á eðlilegan hátt. • Illa hönnuð verkfæri og rang- ar vinnustellingar leiða oft til álags á liði. Oftast verður úlnlið- urinn fyrir þessu, með álagi til annarrar hvorrar hliöar. Þetta leiðir svo til verkja í sinum og vöðvum. • Titrandi verkfæri eins og bor- vélar, sagiro. fl. geta verið þreyt- andi vegna spennu í vöðvum og æðasamdráttar. • Hávaði á vinnustað eykur vöðvaspennu hjá sumu fólki. það að prjóna eða sinna öðrum heimilisstörfum. Margvíslegt álag, andlegt og líkamlegt, fylgir því „að byggja". Stórar íbúðir þurfa mikla hirðingu og umhugsun. Húsgögn eru oft ekki nógu góð. Einnig þarf að huga að loftslagi og lýsingu á heimilum, og fólk verður fyrir ýms- um áverkum í tómstundum. • Kuldi, bleyta og dragsúgur geta aukið hættu á vöðvagigt, en þessa þætti er oft hægt að klæða af sér. • Of miklar andlegar kröfur valda vöðvaspennu hjá mörg- um, einkum ef aðriráhættuþætt- ir eru til staðar. • Of stutt vinnuhlé auka hættu á gigt. Bæði þarf stutt hlé oft á dag, án þess að beinlínis sé hætt að vinna, og svo kaffi- og matar- tíma, enda þurfa vöðvarnir nær- ingu. • Of langur vinnutími ereinnig algeng ástæða fyrir gigt, sem óþarft er að fjölyrða um. • Að lokum má nefna áverka sem menn verða fyrir í vinnu, en áverkar eru eitt af því sem hleypt getur af stað vítahring vöðva- spennu og verkja. H.G. Iðjufræði og starfsþjálfun Iðjufræði eða ergónómía fjallar um það hvernig laga má vinnu og vinnustað að manninum, þannig að hann njóti sín sem best og nái um leið sem bestum árangri í starfi. Hafa þarf i huga hversu misjafnir menn eru að vexti og byggingu. En það er fleira en líffærafræði manns- ins sem ráða verður ferðinni. Líf- eðlisfræðin, þ.e. hvernig manns- líkaminn starfar, er einnig ákaflega mikilvæg, en hefur viljað gleymast. Hægt er að gera borð, stóla, tölvur, vélar og tæki þannig úr garði að ekki leiði til óheppilegs álags á lík- amann. Sömuleiðis á að hanna verkfæri og hafa vinnuaðferðir í samræmi við líkamsbyggingu og starfsemi mannsins. Álagi þarf að stýra í samræmi við getu. Vinnu- staður, og búnaður á honum, þarf að vera öruggur svo að slys verði ekki. Iðjufræðin fjallar einnig um lýsingu o.fl. og getur gefið svör við ýmsum vandamálum sem upp koma á vinnustað. Það er athyglisvert hvað starfs- þjálfun hefur mikið að segja varð- andi vöðvagigt. Þeir sem eru óvanir tilteknu starfi fá yfirleitt harðsperr- ur í einhvern líkamshluta fyrst eftir að þeir byrja. Með aukinni þjálfun og reynslu minnkar hætta á gigt. Fagmenn hafa yfirleitt minni vöðvagigt en ófaglært fólk. Þessu hafa menn velt fyrir sér og bent á, að fagmennska felur í sér samflétt- un þekkingar og vinnubragða á öll- um stigum starfsins og hefur oftast mjög ákveðið markmið, sem aftur gefur starfinu innihald og gildi. Þar að auki nýtir fagmaðurinn tíma sinn betur, gerir hlutina á fljótvirk- ari og oftast Iéttari hátt. Þá er fag- maður fljótari að breyta um vinnu- aðferð ef þörf krefur. Að lokum má segja að til þess að koma í veg fyrir vöðvagigt er æski- legt að aðstaða á vinnustað sé góð, að fólk fái starfsþjálfun og að það hreyfi sig og styrki líkamsþrótt sinn til að mæta daglegu álagi, heima og heiman. Helgi Guðbergss'on læknir er sér- fræðingur í atvinnusjúkdómum. Hann er yfirlæknir atvinnusjúkdómadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. HEILBRIGÐISMÁL 2/1987 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.