Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 31
HEn.BRIGÐÍSMÁf. Jónas Ragnarsson
■
öldruðum áhyggjulaust ævikvöld
með mannlegri reisn. Vakin er at-
hygli á hugmyndum um sólseturs-
heimili. Öllum ellilífeyrisþegum
verði tryggður lífeyrir er nægi til
lífsframfæris.
Borgaraflokkurinn vill tryggja að
nægilegu fjármagni verði veitt til
málefna fatlaðra svo að hægt verði
að leysa félagsleg og fjárhagsleg
vandamál þeirra.
V
Kvennalistinn
Úr ritinu „Kvenmlistinn. Stefnuskrá í
landsmálum 1987":
Heilbrigði er dýrmæt auðiind
sem ber að varðveita. Afkoma
hverrar þjóðar er undir heilsu
manna komin. Góð heilsa felst í
andlegri, líkamlegri og félagslegri
vellíðan. Heilbrigðisþjónusta hefur
í of ríkum mæli þróast sem dýr við-
gerðarþjónusta. Draga má úr sívax-
andi rekstrarkostnaði hennar með
fyrirbyggjandi aðgerðum.
Marga sjúkdóma má rekja til lifn-
aðarhátta og umhverfis. Koma má í
veg fyrir þá með fræðslu og heilsu-
vernd þannig að einstaklingurinn
verði sjálfur sem virkastur í því að
viðhalda eigin heilbrigði.
Lág laun, langur vinnutími, fjar-
vistir foreldra frá heimili og skortur
á dagvistarrými veldur aukinni
streitu ogálagi á fjölskylduna. Heil-
brigði fjölskyldunnar ræðst því að
stærstum hluta af þeim aðstæðum
sem stjórnvöld búa henni.
Fólk á að geta valið sér lifnaðar-
hætti í samræmi við þá heilbrigðis-
fræðslu og hollustustefnu sem boð-
uð er, óháð efnahag og búsetu.
Heilbrigðisfræðslu er ábótavant
bæði í skólum og fyrir almenning.
Fræðslu hefur m.a. skort um kynlíf,
kynsjúkdóma, getnaðarvarnir og
barneignir. Tennur skemmast fyrr
og meira í íslenskum börnum én
jafnöldrum þeirra í nágrannalönd-
um okkar. Vaxandi vímuefna-
neysla rneðal unglinga gefur ærið
tilefni til skiplagðra varnaraðgerða.
Slys á börnum eru tíðari hér en
meðal nágrannaþjóðanna, bæði í
heimahúsum og í umferðinni.
Sama máli gegnir um íslenska sjó-
menn, þeim er hættara við slysum
en starfsbræðrum þeirra í ná-
grannalöndunum.
Heilbrigðisþjónustan byggist að
verulegu leyti á vinnukrafti
kvenna. Par eins og annars staðar
eru störf kvenna vanmetin og illa
launuð.
Kvennalistinn vill:
• leggja áherslu á fyrirbyggjandi
heilsugæslu,
• að kjör starfsstétta heilbrigðis-
þjónustunnar verði bætt í samræmi
við mikilvægi starfa þeirra,
• að heilbrigðisfræðsla verði aukin
meðal almennings og í skólum og
samþætt öðru námi,
• að fræðsla um kynlíf, barneignir
og varnir gegn kynsjúkdómum
verði aukin,
• að Iögð verði áhersla á tann-
vernd og aðgerðir til að draga úr
óhóflegu sykuráti,
• að unnið verði gegn neyslu
áfengis, tóbaks og annarra vímu-
efna með aukinni fræðslu og öðrum
fyribyggjandi aðgerðum,
• að tryggö verði bæði bráða- og
langtímameðferð þeirra unglinga
sem ánetjast hafa vímuefnum,
• að lögð verði áhersla á fræðslu
um varnir gegn slysum í heimahús-
um, í umferðinni og meðal sjó-
manna á hafi úti,
• að tryggingar komi til móts við
þarfir sjúkra barna og foreldra
þeirra sem þurfa að dvelja fjarri
heimabyggð,
• að allir einstaklingar fái heilsu-
farsbók sem fylgi þeim frá vöggu til
grafar þar sem skráðir eru sjúk-
dómar, lyf og önnur læknismeðferð
sem viðkomandi hefur fengið,
• að unnið verði að því að auka
framboð á fjölbrey ttri sérfræðiþjón-
ustu í heimabyggð,
• að heilbrigðisþjónusta sé öllum
aðgengileg óháð tekjum og sporn-
að verði við einkarekstri í heilbrigð-
isþjónustu sem leitt getur til mis-
mununar. □
HEILBRIGÐISMAL 2/1987 31