Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 22
HEILBRIGÐISMÁL / Eggert Pétursson * Krabbamein í skjaldkirtli er algengara á íslandi en í flestum öðrum löndum Grein eftir Jón Hrafnkelsson Á tímabilinu frá 1955 til 1984 voru skráð 526 krabbamein í skjaldkirtli á íslandi. Af þeim fundust 98 (19%) fyrst við krufningu. Þeir sem greindust með skjaldkirtilskrabba- mein vegna einkenna eða við skoð- un á þessum þrjátíu árum voru því 428, og verður fjallað nánar um þá í þessari grein. Nýgengi krabbameins í skjald- kirtli á ári, miðað við hverja 100.000 íbúa, var 10,0 fyrir konur og 3,5 fyrir karla. Þetta er tvisvar til þrisvar sinnum hærri tíðni en er í ná- grannalöndum okkar og með því hæsta sem gerist í heiminum. Með- al innfæddra íbúa á Hawai er tíðnin talin hæst í heimi. Hér á landi var þetta sjöunda . algengasta krabba- meinið hjá konum og fimmtánda hjá körlum á árunum 1955—1984. Af þessum 428 sjúklingum voru 322 konur og 106 karlar, hlutfall milli kynja 3:1. Nýgengi og dánartíðni skjaldkirtilskrabbameins er sýnd á meðfylgjandi línuriti. Þar kemur fram að nýgengi jókst hjá konum fram undir miðjan áttunda áratug- inn en hefur síðan lækkað. Meðal karla hefur nýgengi hækkað ef litið erá tímabilið í heild. Hjá konum var dánartíðnin hæst fyrstu tíu árin en hefur síðan lækkað. Hjá körlum var breytingin milli ára minni en þó varð vart lækkunar. Þrátt fyrir fleiri greind tilfelli eftir miðjan sjöunda áratuginn hefur dauðsföllum af völdum sjúkdómsins fækkað. Aldur. Skjaldkirtilskrabbamein er hlutfallslega algengast í elstu aldurshópunum. Meðalaldur við greiningu var 54 ár hjá konum, en hjá körlum 57 ár. Um tíundi hver sjúklingur var innan við þrítugt þegar meinið fannst. Einkenni. Hnútar í skjaldkirtli eru algengir. Talið er að um 4% manna hafi hnútóttan skjaldkirtil. Aðeins lítill hluti þessara hnúta er fjarlægður. Í nýlegri grein Sigurðar Þorvaldssonar í Læknablaðinu, þar sem fjallað er um skurðaðgerðir vegna stakra hnúta í skjaldkirtli, kemur fram að krabbamein fannst hjá 19% sjúklinga sem fóru í aðgerð vegna hnúts í skjaldkirtli. Önnur einkenni, til dæmis hæsi, kynging- arörðugleikar eða verkir í hálsi, geta komið fram. Sjúklingum, sem fá þessi einkenni, fer þó fækkandi þar sem æxlin greinist nú fyrr og eru því minni. Greining. Finnist hnútur í skjaldkirtli er stuðst við ýmsar rannsóknir til að meta hvort um góðkynja eða illkynja breytingu sé að ræða. Skönnun kirtilsins með geislavirkum samsætum (ísótóp- um) er oft sú rannsókn sem fyrst er gerð. Hljóðbylgjurannsókn og tölvusneiðmyndir geta hjálpað við að meta útlit og útbreiðslu hnút- anna. Blóðrannsóknir gera lítið gagn við greiningu á skjaldkirtils- krabbameini. Fínnálarsýni úr hnút- um sem finnast við þreifingu eða með öðrum rannsóknaraðferðum greinir oft á milli góðkynja og ill- kynja æxla. Hjá ákveðnum hópi sjúklinga fæst þó ekki endanleg greining nema með skurðaðgerð og vefjarannsókn. Meingerð. Æxlum í skjaldkirtli má skipta eftir vefjagerð í fjóra höf- uðflokka: Totumein (carcinoma papilliferum), skjaldbúsmein (carcinoma follicularis), merggerð- armein (carcinoma medullaris) og villivaxtarmein (carcinoma ana- plasticum). Totumein er algengasta tegundin hér á landi, um 70% allra æxlanna. Næst algengasta tegund- in er skjaldbúsmein, rúm 15%, síðan villivaxtarmein, tæp 10% og minnsti hópurinn er merggerðar- mein, innan við 4% æxlanna. Sú aukning sem varð í nýgengi þessa sjúkdóms á sjöunda áratugnum á að verulegu leyti rætur að rekja til aukningará totumeinum. Nýgengi annarra vefjagerða hélst svipað á þessum þrjátíu árum. Afstaða skjaldkirtils til barkans, séð framan á hálsinn. Á skannmynd getur eyða í upptöku á geislavirkum samsæt- um gefið vísbendingu um krabbamein í kirtlinum (sjá ör). 22 HEILBRIGÐISMÁL 2/1987

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.