Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 27
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnarsson stjórnun heilbrigðisþjónustu. Aug- ljóst er að fyrirbyggjandi starf leiðir til mikils sparnaðar í heilbrigðis- kerfinu. Flokksþingið telur að tryggja beri landsmönnum rétt til fullkomnustu heilbrigðisþjónustu. Hornsteinn- inn í þeirri þjónustu eru heilsu- gæslustöðvar um Iand allt. Við uppbyggingu í heilbrigðis- þjónustunni verði lögð megin- áhersla á eftirfarandi: A höfuðborgarsvæðinu verði mjög fullkomin sérfræðiþjónusta. í stærri þéttbýliskjörnum verði al- menn sérfræðiþjónusta. í smærri þéttbýliskjörnum og í hin- um dreifðu byggðum verði almenn heilsugæsluþjónusta. Tryggð verði örugg neyðarþjón- usta við alla landsbyggðina. Leggja ber áherslu á góðar samgöngur og fólksflutninga innan viðkomandi heilsugæsluumdæma og traust sjúkraflutningakerfi. Við byggingu heilsugæslu- stöðva, sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana sé þess gætt að samnýta eftir föngum húsnæði og tækjabúnað. Leggja ber áherslu á aukna samvinnu og verkaskiptingu stærri sjúkrahúsanna í Reykjavík. Slík samnýting má þó aldrei verða á kostnað þjónustunnar. Þingið Ieggur áherslu á að stór- auka almenna heilbrigðisfræðslu og bendir á hlutverk heilsugæslu- stöðva á því sviði. Þingið telur að fjölmiðlar geti á áhrifaríkan hátt vakið athygli al- mennings á ýmiss konar fyrirbyggj- B andi aðgerðum og heilsuvernd og hvetur þingið til samvinnu starfs- fólks heilbrigðisþjónustunnar við íþróttahreyfinguna og fjölmiðla. Þingið leggur áherslu á að gert verði sérstakt átak í fræðslu um sjúkdóminn eyðni (AIDS) í skólum og heilsugæslustöðvum til þess að hamla gegn útbreiðslu hans svo sem kostur er. Jafnframt varar þingið við hleypidómum í garð fórnarlamba þessa sjúkdóms. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á gagngera endurskoðun og gerð heildaráætlunar um upp- byggingu heilbrigðisþjónustunnar um land allt. Jafnframt verði hlut- verk og langtímamarkmið þjónust- unnar nánar skilgreind til þess að fjármagn til þeirrar uppbyggingár nýtist sem best og fyrir sem flesta. Stjórnvöldum ber að stuðla að samræmingu á launakjörum starfs- fólks sjúkrahúsanna um land allt og viðurkenna erfiða samkeppnisað- stöðu dreifbýlisins um faglegt starfsfólk í þessari þjónustu. Vara ber við ofnotkun lyfja og stuðla ber að fræðslu um þau efni. Stuðla ber að lækkun á verði lyfja svo sem kostur er, innlendra sem innfluttra. Stjórnvöld eru hvött til þess að stuðla að því að sjúkrahúsin í land- inu verði sem fyrst öll í sama fjár- mögnunarkerfinu, hvort sem um er að ræða daggjaldakerfi eða svoköll- uð föst fjárlög. Áríðandi er að koma upp sérstakri sjúkrahúsmáladeild í heilbrigðismálaráðuneyti sem ann- ist eftirlit og ráðgjöf með þessari starfsemi, bæði er varðar uppbygg- ingu og með fjárfrekum og um- fangsmiklum reksri. D Sjálfstædisflokkurinn Úr ályktun um heilbrigðis- og trygg- ingamál sem samþykkt var á 27. lands- fundi Sjálfstæbisfiokksins í mars 1987: í samræmi við stefnu Sjálfstæðis- flokksins telur landsfundur að grundvallarsjónarmið í heilbrigðis- þjónustu hljóti að vera þau sömu HEILBRIGÐISMAL 2/1987 27

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.