Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 21
ársins hring. Petta eru göngur viö allra hæfi. Ég var svo heppinn að detta inn í þennan hóp fyrir fjórtán árum og ég fer eins oft og ég get. Mér finnst illa farið með hverja þá helgi sem ég kemst ekki í góða göngu. Að lokum þetta. Gönguferðir einar leysa ekki allan vandann fremur en annað, en ég er ekki í nokkrum vafa um það að göngur, ásamt öðrum heilsubætandi að- gerðum svo sem hollari venjum í mat og drykk, hafa ómetanlegt gildi fyrir heilsu okkar og líf. Sjáumst í göngu með Ferðafélaginu eða Uti- vist! ísak G. Hallgrímsson er heimilis- læknir í Reykjavík. Hann er sérfræð- ingur í orku- og endurhæfingarlækn- ingurn. Höfuðborgarbúar purfa ekki að fara langt til að komast í skemmtilega gönguferð. Myndin er úr Öskjuhlíð í Reykjavík, en þar var áð í Útivistar- göngu í júní 1986. Eftir því sem á leið jökulgönguna dró úr þrekinu. Pó ég þættist nokkuö brattur í fyrstu fann ég að ég átti hvergi í tré við neinn í hópnum, en það voru bæði ungir og gaml- ir, allt frá fimmtán ára til sjötugs. Pó komst ég þá leið sem hópurinn fór, en sennilega hefur það orðið mér til lífs að yfir okkur skall dimm þoka sem lokaði allri útsýn. Farar- stjórinn tók þá ákvöröun, mér til mikils hugarléttis, að snúa við þar sem við vorum komin. Ég man varla eftir að hafa glaðst jafn mikið í annan tíma. Ég þarf ekki að geta þess aö á þennan lokastað á jöklinum var ég ekki aðeins síðastur, heldur langsíðastur. Eftir hvíld uppi á jökli var haldið niður og ég var furðu fljótur að jafna mig, gat nú fylgt öllum vel eftir og gaf mig hvergi! Við komum í Torfabæli eftir snarpa göngu niður, fengum hressingu og síðan var gengið til baka sömu leið yfir Hallmundarhraun með Strútnum og í tjaldstæði. Ég iagðist til svefns og vaknaði nánast í sörnu stellingum átta klukkustundum síðar. Öneitalega var ég mjög vonsvikinn með frammistööu mína og þó var alls ekki tilgangurinn að sýna fram á eitt eða neitt. Ég þóttist þó alls ekki hafa farið illa með mig, ég hafði til dæmis hætt reykingum þrem árum áður og tals- vert stundað léttar gönguferðir og sund, en það hafði greinilega ekki verið nóg til þess að skila mér sæmilega á þennan jökul. Ég hafði sofið á verðinum. Þessi ganga var upphaf reglulegrar þátttöku minnar í sunnudagsgöngum Ferðafélagsins og smám saman óx mér þrek. Á Jónsmessu árið 1974 gekk ég aftur á Eiríksjökul, spenntur og fullur eftirvæntingar. Þá var ekki aðeins að við kæmumst alla leið í Torfabæli til þess að tjalda í blíð- skaparveðri, heldur var skaflieiður himinn, snemma morguns, þegar fararstjóri ákvað uppgöngu og allt útlit fyrir gott veður. Við héldum sömu leið og árið áður og nú var ég í fararbroddi í þessum hópi, allt þar til efst á jökul- bungu og vorum við þar þrjú, sem nokkuð þurftum að bíða eftir hinum úr hópnum. Ó, hvílík útsýn! Ég sá til Vestmannaeyja, út á Faxaflóa, norður í Húnaflóa, austur á Vatnajökul, vestur á Snæfellsjökul og langt norður á Strandir, svo eitthvað sé nefnt. Þá varð mér að fullu ljóst gildi gönguferða. Í.G.H. HEILBRIGÐISMAL 2/1987 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.