Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 34

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 34
LJÖSMYNDASAFNIÐ / Magnús ólafsson Mislingafaraldur á fyrsta áratug aldarinnar Nú, þegarfarið er að bólusetja við mislingum ög beita lyfjum gegn þeim, er fróðlegt að lesa lýsingu á mislingafaraldri sem gekk hér á landi fyrir um átta- tíu árum, 1907-1908. Talið er að á þessum árum liafi á fjórða liundrað manns látist úr mislingum, en þeir liöfðu þá ekki gengið um allt land síðan 1882 er þeir lögðu að velli á sautjánda hundrað manns (landsmenn voru um sjötíu þúsund). Eftirfarandi frásögn Guðmundar Björnssonar landlæknis er úr „Skýrslum um heilsufar og heilbrigðismálefni á íslandi 1907 og 1908". „Mislingar. Þeir bárust hingað snemma sumars 1907 og fyrst til Reykjavíkur á skipi sem kom frá Kaupmannahöfn. Þeir sem sjúk- ir voru á skipinu voru settir í sóttvarnarhús, þeir einangraðir sem ekki höfðu haft mislinga, en hinum öllum sleppt, sem heil- brigðir reyndust, og lýstu yfir því upp á æru og samvisku, að þeir hefðu áður haft mislinga. Meðal þessara, sem síðast voru nefndir, var ungur maður, sem fór til Stykkishóims. Skömmu síðar kom sú fregn að þar væru mislingar og reyndist sönn. Vitnaðist þá að þessi mað- ur, sem þangað hafði farið, hafði fengið veikina og aðrir sýkst af honum. Stykkishólmur var nú settur í sóttkví og aðkomufólk í kaup- Frá fyrri tíð túninu einangrað á heimilum þar sem enginn var á mislingaaldri, og því síðan sleppt út úr kaup- staðnum eftir hálfan mánuð, því að það var þá heilbrigt. Þar á meðal var ung stúlka úr Reykja- vík. Hún fór svo hingað heim til sín, með einangrunarvottorð frá héraðslækni í Stykkishólmi. Þetta var um konungskomuleyt- ið og bærinn fullur af fólki. Nú kom það upp, að þessi unga stúlka fékk mislinga, en væga, og hafði hún verið út á götum áður en það vitnaðist að hún hefði veikina. Síðar kom í ljós, að meðan hún var einangruð í Stykkishólmi, hafði roskin kona komið á heimilið þar sem hún var á vist, en allir talið það hættu- laust aldurs vegna. Rétt eftir að unga stúlkan var farin til Reykja- víkur, vitnaðist það vestra að þessi roskna kona var með misl- inga, hafði aldrei fengið þá áður. Um það voru engin boð send suður. Sóttin gaus nú upp á svo mörgum stöðum í Reykjavík, að það var bráðlega auðsætt, að hún mundi ekki verða stöðvuð og strangar sóttvarnir gagnslausar, og var þeim því hætt. Mislingarnir bárust nú óðfluga út um allt land og voru í fyllstum gangi 3 síðustu mánuði ársins 1907 og fram í febrúar 1908. Svo fór sóttinni óðum að létta og síð- ast varð hennar vart í ágústmán- uði 1908, rúmu ári eftir að hún byrjaði. í flestum héruðum landsins leituðust menn við að einhverju leyti að verja sig veikinni, ýmist einstakir bæir eða heilar sveitir, og tókst þetta víðast hvar mjög vel." / meðfylgjandi frásögn af mislinga- faraldrinum 1907—1908 segir að sóttin liafi gosið upp á mörgum stöð- um í Reykjavík „um konungskomu- leytið". Myndin erfrá komu Friðriks áttunda Danakonungs til Reykjavík- ur í ágústmánuði 1907. 34 HEILBRIGÐISMAL 2/1987

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.