Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 13
HEff.BRIGÐÍSMÁJ. / Eggert Pétursson / Helgi Guðbergsson blóðrennsli um vöðva sé ein af grundvallarorsökum vöðvagigtar. Nefna má að þungur og þröngur fatnaður getur truflað blóðrennsli. Önnur orsök verkja eru ýmiss kon- ar áverkar eftir högg, tognanir og örlitlar rifur eða slit í vöðvavef vegna ofreynslu. Eftir skemmd á vöðva hefst viðgerð, en hún tekur nokkurn tíma. Á meðan minnkar kraftur vöðvans og þar með geta til áreynslu. Eftir áreynslu þurfa vöðvafrumurnar eða þræðirnir að ná efnajafnvægi að nýju. Vöðvarnir þurfa hvíld. Vöðvaspetma knýr vítahring vöðva- gigtar. Hringinn þarf venjulega að rjúfa á mörgum stöðum með hitameð- ferð, slökun, æfingum, lyfjum og fleiru. Svo á að hindra að hjólið byrji aftur að snúast. Álag og áverkar Álagsþættir eru gjarnan bundnir atvinnu, heimavinnu sem annarri vinnu, en einnig íþróttum. Tíðni, stefna og lengd hreyfinga og kraft- urinn sem beitt er hverju sinni skipta máli. Mikilvæg atriði eru hvíldarmynstur og það hve lengi vöðvi er hafður samandreginn án slökunar, hvort sem áreynslan er mikil eða lítil, sérstaklega þegar engin hreyfing á sér stað um leið. Vöðvaspenna fylgir mjög mörg- um störfum í nútímaþjóðfélagi vél- væðingar og kyrrsetu. Oft er bein- línis um rangar vinnustellingar að ræða, en ekki er alltaf hægt að lýsa vinnustellingunum sem röngum þótt starfinu fylgi vöðvaspenna og hreyfing sé lítil. Titringur verkfæra og kuldi eða kæling vegna dragsúgs valda oft vöðvaspennu og einnig samdrætti í æðum, og þar með minnkuðu blóð- flæði. Ef tíðar, langar eða áreynslu- frekar hreyfingar eru gerðar á sama tíma verður blóðflæði til vöðvans minna en ella og afleiðingin er verk- ur. Stöðug vöðvaspenna er verst. Hún hefur í för með sér minna blóð- streymi um æðar vöðvans þrátt fyr- ir aukna þörf fyrir súrefni og nær- ingu svo og brottflutning úrgangs- efna. Áverkar flokkast vitanlega undir álag og þótt vissir einstaklingseig- inleikar finnist fremur meðal þeirra sem verða fyrir slysum en hinna sem sleppa, er þó ekki hægt að kalla slys einstaklingsbundin. Umhverf- ið ræður oft miklu um áverka: Manni skrikar fótur á hálu gólfi með byrði í fangi og fær hnykk á bakið. Hnykkur kemur á háls bíl- stjóra og farþega við aftanákeyrslu. Menn reka sig á o.s.frv. V ítahringur Áverkar geta oft verið upphaf gigtverkja. Lítill áverki sem fólk Af meðfylgjandi súluriti sést hvernig 10% af mismunandi'heildarstyrkgefur mismunandi „þöskuldsvöðvastyrk". A og B geta verið vöðvar tveggja manna eða tveir vöðvar eða tvö vöðvakerfi hjá sama manni. Lárétta brotalínan táknar afl sem nota þarf að staðaldri við til- tekna vinnu. A þreytist ekki en B þreyt- ist og verður aumur. VÖÐVASTYRKUR A B VÍTAHRINGUR VÖÐVAGIGTAR SJÚKDÖMUR AVERKI \ VERKUR STlFNI STIRÐLEIKI MINNKAÐ BLÖD— FLÆÐI VÖDVA— SLAPPLEIKI tl V SJÚKDÖMAR ^VÖÐVASPENNÁ t REYK'NOAR STRESS TAUGASPENNA KVlÐI SVEFNTRUFLUN \\ ÞREYTA ÞUNGLYNDI MARGVlSLEGT ALAG HEILBRIGÐISMÁL 2/1987 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.