Heilbrigðismál - 01.09.1988, Síða 31

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Síða 31
HEILSUVERNDARSTÖÐIN / Helgi Guðbergsson - HEILSUVERNDARSTÖÐIN / Ljósmyr Hanskar og exem Grein eftir Helga Guðbergsson Mikil notkun kemískra efna er eitt af því sem einkennir lífshætti manna nú. Þau koma oft í snert- ingu við húð, einkum á höndum. Ýmis rök hníga að því að hindra beri slíka snertingu. í fyrsta lagi geta efnin valdið beinum skaða á húðinni. í öðru lagi geta mörg þeirra síast eða frásogast frá snerti- stað í gegnum húðina inn í blóðrás og þannig haft áhrif fjarri upptöku- staðnum. Slík áhrif geta verið það lítil að þeirra verði ekki vart eða svo mikil að bráð eituráhrif komi fram. í sumum tilvikum geta áhrif- in komið fram löngu síðar, t.d. þegar efnin eru krabbameinsvald- andi. Sem betur fer er húðin góð vörn gegn mörgum utanaðkom- andi áreitum og þolir býsna mikið álag. Menn eru þó misjafnlega af guði gerðir í þessu eins og öðru. Ráða erfðir þar miklu. Vegna efnaálags getur orðið bilun í húð og komið fram bólga, exem. Þetta gerist oft á höndum. Ef exem er Þessi kona hefur ofnæmi fyrir hönskum. Útbrotin eru greinilega á því svæði sem hanskarnir þekja. annars staðar á líkamanum er al- gengara að það eigi sér aðrar or- sakir en beina snertingu við efni. Reynt er að hindra óæskileg áhrif með því að nota vettlinga og hanska. Viðleitni til að hindra smit er önnur mikilvæg ástæða hanska- notkunar. í heilbrigðisþjónustu notar fólk hanska bæði til að koma í veg fyrir að smitast og til að bera ekki sýkla í sjúklinga. Hanskanotk- un hefur aukist verulega í heil- brigðisþjónustunni eftir að eyðni kom til sögunnar enda þótt eyðni- veiran berist ekki í gegn um heil- brigða húð. í matvælaiðnaði og við meðferð matvæla þarf að hindra örverusmit, enda getur t.d. gerla- mengun matvæla bæði rýrt gæði þeirra og valdið sýkingum. Af sömu ástæðum eru efni sem hindra vöxt örvera og tortíma þeim mikið notuð í báðum þessum starfsgreinum. Snertiexem Exem á höndum er oftast snerti- exem og á sér aðallega tvær orsak- ir: ertingu eða ofnæmi. Mörg efni erta húð við snert- ingu. Glerull er þekkt dæmi. Við nógu mikið álag, langvarandi eða títt, geta flest efni valdið ertingu, þar á meðal vatn og sápa. Notkun vatnslausna ýmissa þvotta- og hreinsiefna er reyndar algengasta orsök snertiexems á höndum. Næst algengasta ástæðan er notk- un lífrænna leysiefna, þar á meðal eru bensín, olía, terpentína og önnur leysiefni sem notuð eru í olíumálningu (þynnir), spritt, aset- ón o.fl. Oftast er urn að ræða end- urtekna beina snertingu við efnin fremur en skamma snertingu með lengra millibili. Ertingin byggist á því að ystu lög húðarinnar leysast upp, fyrst örþunnt fitulag, síðan hornlagið og lipíðar í frumuhimn- um. Þetta kemur af stað bólguvið- brögðum í húðinni. Á útlendum málum er það kallað „kontakt dermatítis" (dregið af dermis sem þýðir húð og -ítis sem táknar bólgu). Latneska heitið á sjúk- dómnum er eczema. Fólk virðist Húðpróf. Með einfaldri rannsókn er oft hægt að greina orsakir ex- ems á höndum. HEILBRIGÐISMÁL 3/1988 31

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.