Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 8
HEILBRIGÐISMAL / Ljósm\-ndarinn (Jóhannes Long) vandamála hefur ekki tekist að sýna fram á samband milli slits er fram kemur á röntgenmynd og þeirra einkenna sem til staðar eru. Erlendar athuganir sýna að í nán- ast öllum tilfellum er hægt að fá ör- ugga greiningu með því að taka nákvæma sjúkrasögu svo og með venjulegri bakskoðun án röntgen- myndatöku eða annarra flóknari rannsókna. Er hvíldin best? Meðferð bakverks hefur byggst á því að hvíla þá vefi sem taldir eru undir of miklu álagi, að minnka krampa í vöðvum svo og bólgu, t.d. með heitum bakstri eða baði, og síðast en ekki síst að draga úr verkjum. Síðar í meðferðinni er reynt að auka styrk og hreyfigetu bakvöðva og einnig að fjarlægja skemmda vefi svo sem með skurð- aðgerð vegna brjóskloss. Síðast en ekki síst kemur að breytingu á vinnuaðstæðum eða álagi svo og athugun á umhverfi sjúklingsins með tilliti til líkamlegra og and- legra þátta. Mjög margvíslegum aðferðum er beitt til að ná þessum markmiðum. í bráðatilvikum eru þær aðferðir helstar að segja sjúkl- ingi að hætta að vinna og hvíla sig og þá helst að liggja í rúminu. Einnig er beitt lyfjameðferð vegna bráðaverkja og bólgu. En er hvíldin eins góð og ætla mætti? Hún er eitt algengasta úr- ræði sem gripið er til við mjóbaks- verki og því mætti ætla að vísinda- legar sannanir lægju að baki. Svo er þó ekki. Raunar hafa mjög fáar rannsóknir verið gerðar á gagn- semi þess að liggja í rúminu þegar fólk fær bakverki og í einungis einni þeirra var talin vera bót að rúmlegu. Margt bendir hins vegar til þess að hæfileg hreyfing sé mik- ilvægur þáttur í meðferð. Sársauki eöa þjáning Sársauki þeirra sem fá bráða- sjúkdóm í mjóbak stafar af tauga- boðum frá sködduðum vef. Ef sjúkdómurinn er langvinnur er sársauki af margvíslegum toga, meðal annars eru ýmsar andlegar og félagslegar ástæður þungar á metunum. Petta hefur valdið því að sársauki langvarandi bakveikra hefur verið skilgreindur sem þján- ing til aðgreiningar frá sársauka þeim sem upp kemur við bráða- sjúkdóm. Helstu þættir þessarar þjáningar eru áhyggjur vegna at- vinnu og tekjumissis og þar með áhyggjur vegna ýmissa félagslegra þátta. Lengst af hefur sömu með- ferð verið beitt við þennan hóp baksjúkra og hina sem sjúkir eru í skamman tíma og sem oftast batn- ar með eða án meðferðar. Við nán- ari athugun hefur komið í ljós að þessar aðferðir duga lítt við lang- varandi bakverk, einfaldlega vegna þess að vandamálið er ekki rétt skilgreint og er mun margþættara en áður var talið. Sambýli líkama og sálar Til að skilja betur hvers vegna við höfum lent í þessari blindgötu í nútímalæknisfræði er nauðsynlegt að líta til baka og skoða skilgrein- ingar læknislistarinar gegnum tíð- ina. Hippókrates lagði sérstaka áherslu á að læknirinn gæti ekki aðskilið lækningu sjúkdóms og það hlutverk að lina þjáningu. Með tímanum stjórnaðist læknis- listin í æ ríkara mæli af trúarbrögð- um og kenningunni um að líkami og sál væru eitt. Þetta varð í raun læknislistinni fjötur um fót. Heimspekingurinn Descartes, einn hinn fremsti meðal upplýs- ingamanna, skipti mannlegri tilvist í líkama og sál og leit svo á að sárs- auki væri í öllum tilvikum hin and- lega upplifun sjúkdóms af ein- hverju tagi. Þetta varð raunar til þess að leysa læknavísindin, eins og við nú þekkjum, þau, úr þeim viðjum sem þau höfðu verið í um aldir. Segja má með góðum rökum að hinar gífurlegu framfarir síð- ustu tveggja alda í læknisfræði megi þakka þessari nýju hug- myndafræði og rannsóknaaðferð- um byggðum á henni. Skilningur á sársauka Þar til fyrir rúmlega tíu árum hafði hugtakið sársauki í læknis- fræði mjög einhlíta skilgreiningu út frá lögmálum taugalífeðlisfræði. Sú skilgreining var í raun ekki svo mjög frábrugðin hinni heimspeki- legu skilgreiningu Descartes. Með nýjum rannsóknaaðferðum tókst að finna ný efni sem flytja skilaboð milli fruma í miðtaugakerfinu. Kom í ljós að þessi efni eru mun fjölbreyttari en áður var talið og mörg þeirra falla undir skilgrein- ingu á hormónum. Ymis þessara efna reyndust lík eða hin sömu og þau efni sem flytja boð um gleði, sorg, þjáningu, sársauka eða aðra andlega upplifun. Þar með var lagður grunnur að nýrri skilgrein- ingu á sársauka sem ekki lengur var einungis svörun við einni teg- 8 HEILBRIGÐISMÁL 1/1989

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.