Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 34
HEILBRIGÐISMÁL / Teikniþjónustan sf. (S\
I
Tóbaksnotkun 15-20 ára nemenda
40%
30%
20%
10%
1984 1986 1989 1984 1986 1989
Mikið hefur dregið úr
tóbaksnotkun unglinga
tilvika hjá heimilislækni, en mun
sjaldnar hjá öðrum læknum. Tvö
af hverjum þrem börnum höfðu
áður farið til sama læknis. Lang
flestir töldu að læknirinn hefði not-
að nægan tíma til að skoða barnið.
Með nokkrum spurningum var
reynt að fá fram hvað talið var
mikilvægast, þegar leitað væri til
læknis vegna veikinda barns. Par
kom greinilega fram að það var tal-
ið mikilvægara að læknir væri sér-
fræðingur í viðkomandi sjúkdómi
en að hann væri barnalæknir eða
heimilislæknir. Einnig kom fram
að fólk leggur mikið upp úr því að
auðvelt sé að ná til læknisins.
Nokkrar spurningar vörðuðu
börn á sjúkrahúsi. Um 8,4% barn-
anna höfðu legið á sjúkrahúsi á
síðustu tólf mánuðum, þar af
fjórða hvert barn oftar en einu
sinni. Petta er athyglisvert því að
hér er að sjálfsögðu um að ræða
börn úr „heilbrigða" hópnum.
Einnig er mjög athyglisvert að að-
eins rúmur helmingur þeirra barna
sem lágu á sjúkrahúsi voru á
barnadeild. Þetta skýrist væntan-
lega af því að það eru aðeins þrjár
barnadeildir á landinu þ.e.a.s.
barnadeildir á Landspítala, Landa-
kotsspítala og Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri. Gera má ráð fyrir
því, að talsvert sé um að börn Iiggi
inni í stuttan tíma á sjúkrahúsum
víða um land en það sem vegur
þyngst í þessu er sennilega að mik-
ill fjöldi barna liggur á hverju ári á
Borgarspítalanum í Reykjavík, en
þar er engin sérstök barnadeild.
En er fólk ánægt með heilbrigð-
isþjónustuna hvað varðar börnin?
Svo virðist vera, því að 90% þeirra,
sem spurðir voru, sögðust vera
ánægðir með þá þjónustu, sem
þeir höfðu fengið fyrir börnin sín í
heilbrigðiskerfinu á síðustu tólf
mánuðum og 21% voru meira að
segja mjög ánægðir. Þetta er í sam-
ræmi við það sem áður hafði kom-
ið fram í könnun landlæknisemb-
ættisins árið 1985.
Sigurður Porgrímsson barnalæknir
starfar á Barnadeild Landspitalans og á
Kópavogshæli.
Sævar Berg Guðbergsson er yfirfe'-
lagsráðgjafi hjá Svæðisstjórn um mál-
efni fatlaðra á Suðurlandi.
í febrúarmánuði 1989 stóð
Landlæknisembættið að könn-
un á notkun áfengis, tóbaks og
annarra vímuefna meðal 15-20
ára nemenda. Hliðstæðar kann-
anir voru gerðar 1984 og 1986.
Nú voru í úrtaki um 2600 nem-
endur í 9. bekk grunnskóla (15-
16 ára, fæddir 1973), í 2. bekk
framhaldsskóla (17-18 ára,
fæddir 1971) og í 4. bekk fram-
haldsskóla (19-20 ára, fæddir
1969). Svörun var 80-90%.
Fyrstu niðurstöður gefa- til
kynna að mikið hafi dregið úr
tóbaksnotkun 15-20 ára nem-
enda, bæði pilta og stúlkna. í
könnuninni í febrúar sögðust
19% nemendanna nota tóbak
en þetta hlutfall var 24% árið
1986 og 30% árið 1984.
Flestir þeirra nemenda sem
nota tóbak reykja sígarettur, og
flestir virðast byrja á aldrinum
frá 12 til 14 ára.
Þá kom fram að dregið hefur
úr tóbaksnotkun systkina um
þriðjung frá 1984 og mun færri
feður nota tóbak nú en fyrir
fimm árum og nokkru færri
mæður.
Ólafur Ólafsson landlæknir
sagði í samtali við tímaritið
Heilbrigðismál að þessi þróun
væri mjög ánægjuleg og vékti
vonir um að með tímanum tæk-
ist að draga verulega úr reyk-
ingum hér á landi. Hann sagði
athyglisvert að mun meiri ár-
angur hefði náðst í tóbaksvörn-
um meðal nemenda í grunn-
skólum og framhaldsskólum
heldur en í eldri aldurshópum
og sé það að miklu leyti að
þakka öflugu fræðslustarfi
Krabbameinsfélagsins í skólum
landsins. - jr.
Tóbaksnotkun
eftir aldri og kyni
1984 1986 1989
15-16 ára
Piltar .......... 24% 20% 15%
Stúlkur........ 31% 24% 20%
17-18 ára
Piltar .......... 26% 16% 14%
Stúlkur........ 29% 26% 20%
19-20 ára
Piltar .......... 39% 29% 18%
Stúlkur........ 42% 28% 25%
34 HEILBRIGÐISMÁL 1/1989