Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 28

Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 28
HEILBRIGÐISMÁL / Ljósmyndarinn (Jóhannes Long) Æfingar fyrir alla, 5. hluti: Axlateygjur og armsveiflur Leiðbeiningar eftir Valdimar Örnólfsson í nokkrum fyrri greinum hafa verið sýndar axlaæfingar og nú verður bætt við axlaæfingum með axlateygjum við stólbak og arm- sveiflum yfir höfuð. Einnig gerum við tvær æfingar til þess að styrkja fóta- og kviðvöðva. Satt að segja fannst mér arm- sveiflur vera svo einföld æfing að ekki þyrfti að sýna þær með mynd- um. Skoðun mín á þessu breyttist af ákveðnu tilefni. Pannig er, að í háskólanum hef ég nemendur allt frá tvítugum stúdentum upp í sjö- tuga samkennara. Pað var einmitt einn á mínum aldri, nýbyrjaður í kennaraleikfiminni, sem kom mér í skilning um að armsveiflur væru hreint ekki eitthvað sem allir kynnu. Pað var sama hvernig hann reyndi, vinstri höndin fór alltaf í baklás, festist í aftursveiflunni en komst aldrei hringinn. Úr þessu varð eiginlega . eins konar arm- sveifla fram og aftur. Pessi ágæti maður, sem er bæði skýr og skemmtilegur, var orðinn svo stirður að mér hreinlega brá. Hann sagðist hafa ákveðið að koma í leikfimina þegar hann fann að 38. Myndir 38-41 sýna armsveiflur í hringi með báðum höndum sam- tímis. Á þessari mynd sést byrjun sveiflunnar. Hægri hönd og hægri öxl fram, vinstri hönd og vinstri öxl aftur. hann treysti sér varla til að fara yfir götu, því að hann átti svo bágt með að horfa til vinstri og hægri. Er ég innti hann nánar eftir þessu kom í ljós að hann hafði aldrei fengið neina leikfimi, hvorki í barnaskóla né unglingaskóla, ein- mitt á þeim aldri sem líkaminn er í mótun og mest er hægt að hafa áhrif á líkamsþroskann. Þegar ég bar líkamsástand þessa manns saman við líkamsfærni hinna samkennaranna sem alist hafa upp við íþróttir frá bernsku og eru ennþá margir hverjir „katt- liðugir" og sterkir, þótt komnir séu vel á sextugsaldur og sumir meira, opnuðust augu mín betur en nokkru sinni fyrr fyrir því hversu íþróttir eru mikilvægur þáttur í uppeldi barna og unglinga. Sem betur fer er hægt að hjálpa mönnum heilmikið með markviss- um æfingum, þótt stirðir séu orðn- ir. Þannig er það einnig með þenn- an ágæta mann. Honum hefur far- ið mikið fram á þessum fáu mánuðum sem hann hefur verið í leikfiminni. Hann sagði mér nú 39. Hægri hönd á leið fram og nið- ur en sú vinstri á leið fram yfir höfuð. 35. Axlateygjur með báðum hönd- um samtímis. Grípið með hönd- um í stólbak (eða á borðbrún). Stígið nógu langt aftur á bak til þess að armar og bak myndi rétt horn við fætur. Standið með fætur í sundur. Horfið fram og þrýstið öxlum niður eins langt og unnt er og haldið þannig á meðan talið er hægt upp að tíu. Slakið á augna- blik og endurtakið æfinguna tvisvar, þrisvar sinnum. fyrir skömmu að hann væri þó far- inn að þora yfir götu. Við skulum nú snúa okkur að æfingunum og byrja á axlateygjun- 40. Hægri hönd komin aftur á leið upp yfir höfuð og sú vinstri kom- in fram og yfir höfuð á leið niður. Til þess að ná góðri armsveiflu yf- ir höfuð þarf að hreyfa bol og axlir með armhreyfingunum eins og vel sést á myndunum. Einnig er gott að halla bolnum fram eins og sýnt er á mynd 41. 28 HEILBRIGÐISMÁL 1/1989

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.