Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 23
HEILBRIGÐISMÁL / Ljósmyndarinn (Jóhannes Long)
ferskri sauðamjólk gefið allt að
hálfum til heilum ráðlögðum dag-
skammti." Jón Steffensen áætlaði
(Menning og meinsemdir) að sauða-
mjólkurneysla hefði verið um 0,7
lítrar á mann á ári á átjándu og
nítjándu öld. Hér er því hugsan-
lega komin skýringin á því hvernig
íslendingar fullnægðu C-vítamín-
þörfinni og hvers vegna skyrbjúg-
ur var þá miklu sjaldgæfari í sveit-
um en í þurrabúðum við sjóinn.
Nóg að borða?
Bæði Skúli V. Guðjónsson og
Jón Steffensen reyna að gera sér
grein fyrir því hversu vel hafi tek-
ist að fullnægja matarþörf manna á
fyrstu öldum byggðar í landinu.
Skúli setur skoðanir sínar á mat-
aræðinu þannig fram: „Ekki efast
ég um, að hið óbrotna norræna
mataræði hefur verið hollt. Líkam-
legt og andlegt atgervi Norður-
landabúa hefur aldrei staðið með
slíkum blóma sem á víkingaöld."
Jón Steffensen rannsakaði hæð
hinna fornu Pjórsdæla og komst að
eftirfarandi niðurstöðu: „Að dæma
eftir stærð og þroska fólksins, virð-
ist það að jafnaði hafa fengið
nægju sína, en matnum hefur ver-
ið áfátt, hvað snertir C-bætiefni."
Auk rannsókna á hæð Þjórsdæla
rannsakaði Jón hæð íslendinga á
ýmsum öldum með mælingum á
beinagrindum úr uppgreftri. Pær
mælingar sýndu að hæð manna
var að meðaltali tæpir 172 sm á tí-
undu og elleftu öld, nokkru lægri,
eða rúmlega 171 sm, á fimmtándu
og sextándu öld en ekki nema tæp-
ir 169 sm á sautjándu og átjándu
öld. Á nítjándu öld fór meðalhæð-
in að aukast og var orðin tæpir 173
sm árið 1912 og hefur aukist ört úr
því.
Þá sýndi Jón einnig fram á sam-
band milli meðalhæðar, mann-
fjölda og hungurfellisára sem var á
þá leið að þegar hungurfellisár á
öld voru mörg var minnstur fólks-
fjöldi og lægstur meðalvöxtur. Af
þessu dró hann þá ályktun að van-
eldi í uppvexti hafi verið meginor-
sök þess að dró úr líkamsvexti og
að gnótt matar hafi leitt til aukins
vaxtar á nítjándu og tuttugustu
öld.
Mataræði til sveita
Mataræði fyrr á tímum var mikl-
um mun fábreyttara heldur en ís-
lendingar nútímans gera sér al-
mennt í hugarlund.
Til sveita voru búfjárafurðir
meginuppistaðan í fæðinu. Pessar
afurðir voru mjólk, smjör, skyr og
ostar, kjöt og slátur ásamt öðrum
innmat. Mikill munur var að sjálf-
sögðu á mataræðinu eftir efnahag
manna. Á efnaheimilum höfðu
menn lengst af gott viðurværi en
fátæklingar löptu dauðann úr skel
um leið og eitthvað bar út af.
Mjólk úr ám og kúm var „gert
gott" á sumrin. Það var kallað að
gera mjólkinni gott að skilja rjóma
frá undanrennu, strokka rjómann í
smjör og hleypa skyr eða osta úr
undanrennunni. Þá var talað um
áð ungar stúlkur þyrftu að læra að
koma ull í fat og mjólk í mat.
Smjör var almennt mikils metið
til matar langt fram á þessa öld.
Undanrenna var einkum notuð í
skyr. Skyrið var sett í tunnur til
vetrarins og látið súrna þar. Osta-
gerð var nokkuð stunduð en hún
HEILBRIGÐISMÁL 1/1989 23