Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 17
hjartabilanir, slæma höfuðáverka og fleira. Gagnsemi Iæknis var tal- in lítil í 185 tilvikum þó alltaf sé erf- itt að meta það. Þó að af ofangreindu megi vera ljóst að þessi starfsemi sé mjög gagnleg er einnig fróðlegt að at- huga aldursdreifingu sjúklinga og þá sérstaklega með tilliti til gagn- semi Iæknis í hverjum aldurshóp. í aldurshópnum 11-20 ára þörfn- uðust fjórir einstaklingar strax læknishjálpar, þar af tveir sem höfðu lent í slæmu umferðarslysi. Aldurshópurinn 21-30 ára þurfti mest á sjúkraflutningi að halda. Fjórir einstaklingar í þessum hópi þurftu á tafarlausri endurlífgun að halda, þar af voru þrír í hjarta- og öndunarstöðvun og einn með hættulegan höfuðáverka. Að auki þurfti læknir að grípa til ýmissa annarra læknisaðgerða strax á staðnum í 15 tilfellum til viðbótar. í næsta aldurshópi, 31-40 ára, þurftu þrír á tafarlausum aðgerð- um að halda og voru tveir í hjarta- og öndunarstöðvun. Tíu að auki voru hættulega veikir. Þrír ein- staklingar á aldursbilinu 41-50 ára þurftu nauðsynlega á læknisaðstoð að halda og einnig þrír á aldrinum 51-60 ára þar af einn í hjarta- og öndunarstoppi. Þrír einstaklingar 61-70 ára voru í hjarta- og öndun- arstöðvun og þurftu endurlífgun, og tveir eldri en 70 ára. Áberandi er að læknir var hlut- fallslega oftar mikilvægur eða nauðsynlegur hjá þeim sem voru eldri en 50 ára eða í vel ríflega helmingi tilfella. Á þessum tíma var ekki um alvarleg veikindi hjá börnum að ræða. Áhöfn neyðarbílsins þurfti níu sinnum að framkvæma barkaþræð- ingu til að tryggja öndunarvegi. í þriðjungi tilfella var settur upp æðaleggur og lyf gefin í 42 tilfell- um og vökvagjöf í 19 tilfellum. Meirihluti sjúklinganna var flutt- ur á Borgarspítalann ýmist til inn- lagnar eða athugunar á1 Slysadeild. Trúlegt er að hluti þeirra sjúklinga, sem er í fyrstu fluttur á Slysadeild til athugunar, lendi síðan á þeim spítala sem hefur bráðavakt hverju sinni. í 34 tilfellum nægði athugun læknis á vitjunarstað ein sér. Nauðsynleg pjónusta Reynslan af þessurn rekstri sýndi að full þörf var á að halda áfram á sömu braut og reyndar bráðnauðsynlegt að auka þessa starf- semi þannig að læknir fari með bflnum allar nætur. Að jafnaði var það rúmlega einu sinni á nóttu að nærvera læknis var mjög mikilvæg eða lífsnauð- synleg fyrir sjúkling. Þó hægt sé að hugsa sér að þetta gildi aðeins um helgar vegna þess að margir séu ölvaðir, þá er það ekki raunin því langflestir þeirra sem lentu í mestu veikindunum voru ekki ölv- aðir. Þeir sem voru ölvaðir þurftu nær alltaf takmarkaða læknisað- stoð þó að nokkrar undantekning- ar séu frá því. Með samanburði við fyrsta starfsár neyðarbílsins að degi til sést að ekki er ýkja mikill munur á gagnsemi læknis eftir því hvort er að nóttu eða degi og út frá því sjónarmiði er hann því jafngagn- legur allan sólarhringinn. Reynslan sýnir að 25 einstakling- ar þurftu bráðnáuðsynlega á lækn- ismeðferð að halda þær 108 nætur sem hafa verið skoðaðar hér og er þá átt við að með starfi neyðarbíls- ins hafi verið bjargað lífi. Miðað við það má réikna með að um 85 ein- staklingar á ári þurfi á þessari þjónustu að halda að nóttu til. Þegar auk þess sem sagt er hér að ofan, er haft í huga að mikill hluti sjúklinganna eru ungir að ár- um er ekki annað réttlætanlegt en að auka þjónustu neyðarbílsins þannig að hann sé starfræktur all- an sólarhringinn, allt árið. Því ber að fagna þeirri ákvörðun borgaryf- irvalda og Sjukrasamlags Reykja- víkur að frá og með ársbyrjun 1989 er neyðarbíllinn rekinn allan sólar- hringinn, alla daga vikunnar. Slíkt er lífsnauðsynlegt. Heimildir: Friðrik Sigurbergsson: Reynsla af notkun neyðarbíls að nóttu. Greinargerð samin í nóv- ember 1988. Fjölrit. Finnbogi Jakobsson, Helgi Sigurðsson, Gunnar Sigurðsson: Rekstur neyðarbíls frá Borgarspítalanum. Læknablaðið 1985, 71(2), 41-9. Friðrik Sigurbergsson læknir hefur starfað á lyflækningadeild Borgar- spítalans og verið í hópi lækna á neyð- arbílnum sfðan 1987. HEILBRIGÐISMÁL 1/1989 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.