Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 6
IRLIT RlKISINS O.FL. / Búi Bakverkur Lagast oft án meðferðar en er þjóðfélaginu dýr Talið er að um 80% fólks á Vest- urlöndum og í öðrum tæknivædd- um iðnríkjum heims fái bakverki einhvern tíma á lífsleiðinni. Al- gengast er að verkir þessir séu frá mjóbaki. Fæstir eru lengi óvinnu- færir en þó lætur nærri að tíundi hluti fjarvista frá vinnu vegna veik- inda sé vegna ýmiss konar bak- veiki. Pá mun fimmtungur allra heimsókna til heilsugæslulækna og heimilislækna vera vegna sjúk- dóma eða verkja í stoðkerfi og nærri helmingur þeirra stafar frá baki. í sumum tilvikum lagast bak- verkur á einni til tveim vikum og þrír af hverjum fjórum sem fá bak- verki eru orðnir góðir innan mán- aðar, með eða án meðferðar. Af þeim sem eftir eru lagast margir innan þriggja mánaða á sama hátt. Eftir standa þó 5-10% sem hafa viðvarandi bakverki. Algengt vandamál Nýlega lét Vinnueftirlit ríkisins gera athugun á einkennum frá hreyfi- og stoðkerfi meðal úrtaks íslendinga á aldrinum 16-65 ára. Grein eftir Gísla Einarsson Niðurstöður þessarar könnunar voru birtar í Læknablaðinu haustið 1988. Meðal annars kom þar fram að 56% karla í öllum aldursflokk- um höfðu haft mjóbaksverki ein- hvern tíma síðastliðna tólf mánuði áður en könnunin var gerð. Hjá konum var þessi tala 65%. Um 25% karla og 36% kvenna höfðu haft einkenni frá mjóbaki síðast- liðna sjö sólarhringa. Um 13% karla og 18% kvenna höfðu verið frá vinnu síðastliðna tólf mánuði vegna verkja í mjóbaki. Af þessum tölum má draga þá ályktun að óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi virðast vera mjög algeng hjá ís- lendingum og hafa veruleg áhrif á vinnufærni þeirra. Mjóbaksverkir eru minnst áber- andi í yngstu aldursflokkunum, Rétt líkamsbeiting er mikilvæg til að reyna að forðast óþarft álag á liði og vöðva. Þessar teikningar eru úr nýju fræðsluriti Vinnueftir- lits ríkisins og sýna hvemig hægt er að lyfta hlut án þess að reyna of mikið á bakið. þ.e. frá 16 ára aldri, tíðnin vex síð- an hratt fram til 40-44 ára aldurs þar sem hún er hæst. Hugsanlegar ástæður þess að mjóbaksverkir eru algengir hérlendis eru taldar lang- ur vinnudagur, slæmar vinnuað- stæður, streita og köld veðrátta. Dýr verknr Erlendar rannsóknir sýna hve gífurlegt þjóðfélagsvandamál er um að ræða. í kanadískri rannsókn kom fram að af heildarkostnaði vegna fjarveru frá vinnu vegna sjúkdóma voru 14% vegna bak- veiki. Mestur hluti þess var kostn- aður vegna tryggingabóta. Um 70% allra bakverkja í þessari rann- sókn voru mjóbaksverkir. Svíar hafa áætlað að heildar- kostnaður þjóðfélagsins vegna bakverkja nemi meira en 50 mill- jörðum sænskra króna árlega (sem gæti samsvarað 12 milljörðum ís- lenskra króna hér á landi). Munar hér mest um vinnu- og fram- leiðslutap vegna fjarveru bak- veikra. Lengi var talið að vandamál vegna bakverkja stöfuðu af sliti við 6 HEILBRIGÐISMAL 1/1989

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.