Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 16
Neyðarbíllmn er nauðsynlegur
allan sólarhringinn
Þjónustan var aukin um síðustu áramót
Grein eftir Friðrik Sigurbergsson
Fyrir rúmlega sex árum hófst
rekstur sjúkrabíls frá Slysadeild
Borgarspítalans í Reykjavík. í
áhöfn þessa sjúkrabíls, sem oftast
er kallaður neyðarbíll, eru tveir
sjúkraflutningamenn sem hafa
hlotið ítarlega þjálfun í flutningi og
meðferð bráðveikra og slasaðra,
einn reyndur læknir og einn
reyndur hjúkrunarfræðingur. Til-
gangurinn er að færa neyðarhjálp
til sjúklings og stytta þann tíma
sem líður frá slysi eða bráðum
veikindum þar til sérhæfð meðferð
hefst. Sýnt hefur verið fram á gildi
sambærilegrar þjónustu erlendis
og eftir fyrsta starfsár neyðarbíls-
ins frá Borgarspítalanum birtist
grein í Læknablaðinu um reynsl-
una. Þar kom mjög greinilega fram
hve gífurlega mikilvæg þessi starf-
semi er. Árangur endurlífgana
varð t.d. miklu betri en áður og
voru 20% endurlífgaðra útskrifaðir
af sjúkrahúsi í stað 9% fyrir til-
komu neyðarbílsins. Álit greinar-
höfunda var þó að endurlífganir
væru ekki aðalviðfangsefni áhafnar
neyðarbflsins heldur væri mögu-
legt að hindra áframhaldandi
skaða, draga úr fylgikvillum, Iina
þjáningar með verkjalyfjum og
tryggja öryggi við flutning bráð-
veikra og slasaðra á sjúkrahús.
Fyrst í stað var neyðarbfllinn að-
eins notaður að degi til (nema á
sunnudögum) en smám saman
hefur þjónustan verið aukin. í
október 1987 var ákveðið að gera
tilraun með að hafa neyðarbflinn
tiltækan aðfaranætur laugardaga
og sunnudaga og sumarið 1988 var
sunnudögum bætt við. Þessar
tvær nætur í viku hafði læknir að-
setur á slökkvistöðinni og fór með
bflnum þaðan ásamt tveim reynd-
um sjúkraflutningamönnum. Fyrsta
starfsári þessarar næturþjónustu
verður lýst hér á eftir og dregnar
ályktanir af reynslunni.
Ástæður útkalla
Um var að ræða 368 útköll á
þessu tímabili (108 nætur) eða að
meðaltali þrjú til fjögur útköll á
nóttu. Flest hafa útköllin orðið níu
á einni nóttu en tvisvar var ekkert
útkall alla nóttina.
Umferðarslys eru rúmur tíundi
hluti útkalla, eða 39 talsins, en af
þeim reyndust 9 mjög alvarlegs
eðlis og þar af var endurlífgun
nauðsynleg í tvö skipti. Ymis slys,
oftast fremur smávægileg, voru
um þriðjungur útkalla eða 113 alls.
í tíu tilfellum var návist læknisins
mjög mikilvæg þar af lífsnauðsyn-
leg í tvö skipti. Brjóstverkir, sem í
eðli sínu eru oft alvarlegir, voru í
54 tilvikum ástæða útkalls og
reyndist nærvera læknisins oftast
mjög mikilvæg og gat stundum
bjargað lífi. í átta tilvikum var um
hjarta- og/eða öndunarstöðvun að
ræða og þarf ekki að fjölyrða um
gagnsemi læknis í þeim tilvikum.
Fjórtán sinnum var útkallsástæðan
meðvitundarleysi, þar af sex sinn-
um vegna áfengiseitrunar, en í tvö
skipti var um hjarta- eða öndunar-
stöðvun að ræða og sjúklingur
endurlífgaður. í 17 skipti var út-
kallsástæðan lyfjaeitrun og í fimm
af þeim var ástand sjúklings mjög
alvarlegt og návist læknis mikil-
væg.
A tímabilinu voru 18 brunaútköll
en án nokkurra slysa á fólki. í 22
skipti voru sjúklingar fluttir milli
spítala, stundum mikið veikir eða
slasaðir. í 71 tilfelli var um ýmislegt
annað ástand að ræða svo sem
krampa, magablæðingar, blóðsyk-
urfall o.fl. Læknisaðstoð var talin
mikilvæg í 11 tilfellum og einu
sinni varð lífi bjargað á þann hátt.
Gagnsemi læknis
I samtals 86 tilvikum var nær-
vera læknis mikilvæg og bráðnauð-
synleg í 25 tilvikum, en þá varð
læknir að beita meðferð strax á staðn-
um til að bæta ástand sjúklings. Oft-
ast var um hefðbundna endurlífg-
un að ræða, eða í 11 tilfellum, en
einnig ýmislegt annað ástand svo
sem miklar blæðingar, svæsnar
Myndin sýnir áhöfn neyðarbíls-
ins, ásamt slökkviliðsmönnum, að
losa slasaðan mann úr bíl. Við
slys eða bráð veikindi getur skipt
sköpum að læknir komi sem fyrst
á vettvang og hefji strax með-
ferð.
16 HEILBRIGÐISMÁL 1/1989