Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 24

Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 24
HEILBRIGÐISMÁL / Ljósmvndarinn (Jóhannes Long) var hvergi nærri eins algeng og skyrgerð. Mysan undan skyrinu var látin súrna og var mikils metin. Hún var talin því betri sem hún varð eldri. Kjöt, blóð og innmatur úr slátur- gripum var allt nýtt til hins ítrasta. Kjötið var vindþurrkað, reykt eða saltað. Saltgerð var þekkt hér frá fornu fari og allt fram á átjándu öld en eftir það varð að treysta á inn- flutt salt. Pegar siglingar voru stopular vantaði salt og þá var kjötið geymt þurrkað eða reykt. Blóð, mör, lifur og nýru var allt notað í slátur, ásamt hæfilegu magni af mjöli. Söxuð fjallagrös voru stundum notuð til að drýgja mjöl við sláturgerð. Slátrið var sett í súr að hausti og geymt á köldum stað. Mör var í miklu uppáhaldi vegna þess hve staðgott feitmeti þótti. Það af mörnum sem ekki þurfti í slátur var brætt í tólg og hún geymd í skjöldum. Þá var mör líka oft soðinn með mögru kjöti og bú- in til kæfa. Mataræði við sjávarsíðnna Við sjávarsíðuna var fiskmeti al- gengasti maturinn. Var fiskurinn þá ýmist etinn nýr, siginn eða hertur. Talið er að ekki hafi verið farið að salta fisk að ráði fyrr en á átjándu öld. Harðfiskur var mikil uppistaða í mataræði um allt land. Var hann oft fluttur langar leiðir frá sjó. Harðfiskurinn var barinn og etinn með feitmeti til viðbitis ef til var, aðallega súru smjöri. Eins og sést af framansögðu var fólki við sjávarsíðuna lífsnauðsyn að hafa einhverjar mjólkurafurðir með fiskmetinu til að halda hreysti og kröftum. Enn mikilvægara var að hafa búfjárafurðir í heimili þeg- ar fiskur brást. Nýting hlunninda Fjallagrös voru mikið notuð til matar þar sem þau var að hafa. Fjórar grasatunnur voru metnar til jafns við mjöltunnu. Skarfakál, hvannaleggir, hvannarót, söl, ber og smárarenglur var allt notað til matar og hefur bæði verið viðbót við matinn og vítamíngjafi. Kræklingar og kuðungakrabbar voru sums staðar hafðir til matar. Laxveiði, silungsveiði, selveiði, eggja- og fuglataka, hákarlaveiði og hvalveiði var allt stundað eftir föngum en nýttist misjafnlega. Kornmeti og sykur Kornmatur var mjög af skornum skammti á íslandi allt fram á nítj- ándu öld og var því sparað svo sem kostur var. Aðallega var mjöl- ið haft í grauta en brauð varla haft nema á tyllidögum. Sykur fluttist mjög Iítið til lands- ins fyrr en undir lok síðustu aldar. Sykurneysla var hins vegar orðin mjög mikil hér á landi um 1940, en þá fékk'þjóðin um 15% orku í fæð- inu úr sykri. Þetta hlutfall hefur hækkað enn á síðari árum og var tæp 19% í neyslukönnun Manneld- isráðs 1979-1980. Um orku og fitu Jón Steffensen, prófessor, tók saman mikinn fróðleik um matar- æði á íslandi frá því á átjándu öld og fram á þá tuttugustu. Sam- kvæmt þessari samantekt virðast 75-80% orku í fæði hafa komið úr búfjárafurðum upp úr 1700 og um 1850 er hliðstæð tala um 67%. Um 1940 er þetta hlutfall komið niður í 42%. Þegar athugað er hvernig fita úr búfjárafurðum breytist sem hlutfall af orku í fæði kernur í ljós að hún er nálægt 46% um 1700, 41% um 1850 og 24% um 1940. Heildarorka úr dýraríkinu samkvæmt sömu heimild er rúm 90% um 1700, rúm 80% um 1850 og undir 50% árið 1940. Það er athyglisvert að nærri helmingur fæðuorku á átjándu öld virðist kominn úr fitu af búfé en ekki nema fjórðungur um 1940. Ef við trúum því að frummaður- inn hafi verið lítt aðlagaður að feit- um mjólkurmat þá hefðu afkom- endur hans átt að eiga erfiða ævi við íslenskt mataræði. Það er þekkt að dýrastofnar geta með náttúru- vali lagað sig að aðstæðum á nægi- lega löngum tíma. Því hlýtur sú spurning að koma upp í hugann hvort átt hafi sér stað náttúruval meðal norrænna þjóða sem hafi gert þær hæfari til að lifa á feitmeti úr dýraríkinu heldur en fyrstu af- komendur frummannsins. For- sendur fyrir slíku náttúruvali hafa verið fyrir hendi hér á landi. Hér 24 HEILBRIGÐISMÁL 1/1989

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.