Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 25
HEILBRIGÐISMÁL / Ljósmj-ndarinn (Jóhannes Long)
voru barnsfæðingar tíðar og dánar-
tíðni há, sérstaklega meðal ung-
barna. Ef menn hafa haft mismikið
arfgengt þol til að lifa af við þetta
mataræði hefði því fólki sem best
þoldi það átt að fjölga.
Ályktanir
Af því sem saman hefur verið
dregið hér að framan má álykta að
íslendingar hafi kunnað býsna vel
að lifa af landinu á umliðnum öld-
um. Þeir treystu á búféð og afurðir
þess sér til framfæris. Meðan búféð
dafnaði lifði fólkið góðu lífi. Þegar
búféð féll í harðindum eða af völd-
um eldgosa féll fólkið líka.
íslendingar höfðu auk þessa öll
spjót úti til að afla fleiri matfanga
heldur en búfjárafurða, bæði á láði
og legi. Mest munaði þar um fisk-
inn. Hann var mikilvæg viðbót við
búfjárafurðir til neyslu en auk þess
var hann eftirsótt verslunarvara,
bæði hérlendis og erlendis.
Nútíð og framtíð
Við umfjöllun um manneldi á ís-
landi í framtíðinni verður að hafa í
huga að þjóðin er orðin vön mikilli
fjölbreytni í mat og gerir sér ekki
að góðu þá fábreytni sem forfeður
okkar bjuggu við.
Þá verður einnig að hafa í huga
hver skilyrði við höfum til að sjá
okkur farborða með mat ef að
kreppir. Við getum þurft á því að
halda að vera sjálfum okkur nógir
um matvæli um lengri eða
skemmri tíma ef áföll verða í að-
dráttum til landsins.
Ellefu hundruð ára reynsla af
mataræði þjóðarinnar gefur til
kynna að það hafi verið henni hollt
meðan nógan mat var að hafa.
Sjúkdómar af efnaskorti hafa kom-
ið fyrir en sennilega ekki skipt
miklu máli meðan menn höfðu að-
gang að þeirri fjölbreytni í mat sem
stóð til boða þegar ekki var beinn
matarskortur.
Menningarsjúkdómar nútímans
gerðu lítinn usla meðan við bjugg-
um að okkar eigin framleiðslu í
sem mestum mæli. Þar má t.d.
nefna tannheilsu sem best verður
lýst með orðum Skúla V. Guðjóns-
sonar: „Veðurbarin bein þeirra og
sterklegar tannraðir, svo mjallhvít-
ar, að þær voru kallaðar „tann-
skafl", tala glöggu máli úr gröfinni,
þúsundi ára síðar, meðan bein-
kramarlaus bein þeirra veðrast og
vopnin ryðga sundur f jörðinni."
Undanfarið hefur mikið verið
fjallað um neyslu búfjárafurða og
tengsl þessara afurða við hjarta- og
æðasjúkdóma. Hér verður ekki
reynt að leggja dóm á það hvers
eðlis þessi tengsl eru. Hinu er
ástæða til að velta fyrir sér hvort
ekki hefði átt að bera meira á þess-
um sjúkdómum hér á landi áður
fyrr, meðan neysla búfjárafurða
var hlutfallslega mun meiri en það
sem varð um 1940.
Þessari spurningu er gjarnan
svarað á þann veg að svo margt
hafi breyst frá því sem áður var að
nú komi fram neikvæð áhrif af
neyslu búfjárafurða sem ekki hafi
komið fram meðan menn hreyfðu
sig meira, reyktu minna, borðuðu
minni sykur, bjuggu við meira erf-
iði, meiri kulda og öll lífsskilyrði
önnur. Erfitt verður að skera úr
um hvað er rétt í því efni. Hins
vegar vakna enn áléitnari spurn-
ingar í beinu framhaldi af þessum
vangaveltum.
* Hvaða þættir eru það í mataræði
okkar sem helst þarf að breyta til
að draga úr þessum skæðu sjúk-
dómum?
* Höfum við einhverja von um að
breytt mataræði eitt sér geti ráðið
niðurlögum þeirra?
* Gætu það verið breyttar lífsvenj-
ur sem fyrst og fremst valda auk-
inni tíðni ofangreindra sjúkdóma?
* Ef svo væri, ætti þá ekki að ráðast
í að breyta lífsvenjum nútímans í
það horf sem ætla mætti að yrði til
batnaðar?
Ekki verður reynt að finna svör
við þessum spurningum hér. Hins
vegar er ástæða til að velta því
rækilega fyrir sér hvað má læra um
hollt mataræði af okkar eigin sögu,
samtímis því sem við nýtum okkur
alla góða reynslu annarra þjóða.
Stefdn Aöalsteinsson, Ph. D., bú-
fjárerfðafræðingur, er deildarstjóri hjá
Rannsóknastöfnun landbúnaðarins.
Grein pessi er byggð á greinargerð sem
lögð var fram með þingsályktunartil-
lögu Um manneldisstefnu íslendinga.
Par er að finna heimildaskrá.
Áður hefur birst grein eftir Stefán í
Heilbrigðismálum (2/1986): Eru ís-
I lendingar norrænir eða írskir?
HEILBRIGÐISMÁL 1/1989 25