Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 15
HEILBRIGÐISMÁL / Ljósmyndarinn (Jóhannes Long) - HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Raf
lnnlent
Flestir hlynntir
því að dregið
verði úr neyslu
áfengis
íslendingar eru mjög
hlynntir því að farið
verði að tilmælum Al-
þjóða heilbrigðisstofnun-
arinnar um að dregið
verði úr áfengisneyslu
um fjórðung fyrir næstu
aldamót. Petta kom fram
í könnun sem Gallup á
íslandi gerði í janúar fyr-
ir Nefnd um átak í
áfengisvörnum, en hún
starfar á vegum heil-
brigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins. Um
89% þeirra sem afstöðu
tóku í könnuninni voru
sammála þessari stefnu
að nokkru eða öllu leyti.
Þegar spurt var hvort
veita ætti áfengi í sam-
kvæmum hins opinbera
svöruðu 65% því neit-
andi. í framhaldi af þess-
um niðurstöðum hefur
verið lögð fram á Alþingi
tillaga til þingsályktunar
um að draga úr þessum
veitingum í áföngum og
hætta þeim alveg að
þrem árum liðnum.
Konum hættara
en körlum
í umferðinni
í könnun sem Hag-
vangur gerði fyrir Bind-
indisfélag ökumanna í
febrúar kom fram að
97% karla aka bíl en að-
eins 78% kvenna. Hlut-
fallið er mjög svipað í
öllum aldurshópum
karla en hjá konum fer
hlutfallið niður í 30% eft-
ir sextugt. Karlar aka að
meðaltali um 18.600 km
á ári en konur um 8.100
km.
Þrátt fyrir það að kon-
ur aki mun minna en
karlar lentu um 13%
þeirra í umferðaróhöpp-
um á síðasta ári sem
ökumenn, en það er
sama hlutfall og hjá körl-
um. Óhappatíðnin er
mun meiri á höfuðborg-
arsvæðinu en annars
staðar á landinu. Þegar
litið er á aldur þeirra
sem lentu í óhöppum í
umferðinni á síðasta ári
kemur greinilega í ljós
að yngstu og elstu öku-
mönnunum er hættast í
umferðinni. Meira en
annar hver undir tvítugu
lenti í óhappi, innan við
tíundi hver á miðjum
aldri og um fimmti hver
eldri en sextugur. Þrír af
hverjum fjórum 18 ára
ökumönnum lentu í um-
ferðaróhappi á síðasta
ári. (BFÖ-blaðið, 1/1989.)
Um 4660 börn
fæddust á
síðasta ári
Á síðasta ári fæddust
um 4660 börn hér á
landi. Það er um fimm
hundruð börnum fleira
en árið 1987 og um átta
hundruð fleira en næstu
tvö árin þar á undan. í
fjörutíu ára sögu
Kvennadeildar Landspít-
alans hafa aldrei fæðst
fleiri börn en á síðasta
ári, eða 2838.
Frjósemi var komin
niður í 1,9 lifandi fædd
börn á ævi hverrar konu
árin 1985 og 1986, hækk-
aði í 2,1 árið 1987 og í 2,3
árið 1988. Ef þessi frjó-
semi helst á að vera
tryggt að þjóðinni haldi
áfram að fjölga.
Á Kvennadeild Land-
spítalans, þar sem þessi
mynd var tekin í febrú-
ar, hefur fæðingum ekki
fækkað fyrstu mánuði
þessa árs samanborið
við sömu mánuði í
fyrra. Þaö bendir því
ekkert til að „fæðinga-
sprengingunni" sé að
linna.
'1 !l@ ;
8 í \ *
m
Aðgerðir
til verndar
ósonlaginu
Heilbrigðisráðherra
hefur sett „reglugerð um
bann við innflutningi og
sölu úðabrúsa sem inni-
halda tiltekin drifefni
(ósoneyðandi efni)".
Reglugerðin öðlast gildi
1. júní 1989 en til ársloka
1989 er þó heimilt að
flytja inn áðurnefnda
úðabrúsa og selja þá til
maíloka 1990 að því til-
skyldu að þeir séu með
álímdum miða eða á
annan hátt greinilega
merktir áletruninni:
„Eyðir ósonlaginu".
V erslunarskóla-
nemar velja
hreint loft
Aðeins 3% pilta í
þriðja bekk Verslunar-
skólans reykja, en 16%
stúlknanna. Þetta kom í
Ijós í könnun sem
Sveinn Magnússon
læknir gerði í vetur í ell-
efu bekkjardeildum í
þriðja bekk skólans. Af
135 stúlkum reyktu 22 en
aðeins 4 af 123 piltum.
Flestir nemendanna eru
16-17 ára.
Þessar tölur eru mjög
lágar miðað við það sem
áður tíðkaðist og reyk-
ingavenjur fullorðinna
nú (um 34% reykja).
Hins vegar vekur það at-
hygli hve mikill munur
er á kynjum.
-/>•
HEILBRIGÐISMÁL 1/1989 15