Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 27
Erlent Góðir siðir og slaemir Fjórði hver Banda- ríkjamaður borðar aldrei morgunverð, sem sumir næringarfræðingar telja þó að sé mikilvægasta máltíð dagsins. Um 40% borða hins vegar snakk á hverjum degi og um 22% sofa í sex tíma eða skemur. Petta kom fram í nýlegri könnun vestra. I sérstakri könnun meðal aldraðra (65-84 ára) sögðust 95% nota gleraugu og 8% nota heyrnartæki. U.S. Statistics 1988. Ræðum um heilbrigði Alþjóða heilbrigðis- stofnunin helgar þetta ár umræðum um heilbrigði. Slagorð alþjóða heil- brigðisdagsins, 7. apríl, var: Ræðum um heil- brigði. í ávarpi í tilefni dagsins sagði Hiroshi Nakajima, hinn nýi framkvæmdastjóri stofn- unarinnar, að allir eigi að geta valið sér heil- brigða lífshætti, en til þess verður fólk að fá að vita hvað er því fyrir bestu. Þeir sem hafa þekkinguna verða að miðla henni til annarra. Starfsfólk heilbrigðis- þjónustunnar svo og blaðamenn, kennarar, foreldrar og aðrir verða að nota þau tækifæri sem bjóðast til að fræða og veita upplýsingar. „Ræðum um heilbrigði fremur en sjúkdóma," sagði Nakajima. VJorld Health, janúar-febrúar 1989. Barist við blóðfituna Bandarísku læknasam- tökin (AMA) hafa hrint af stað herferð gegn kól- esteróli. Fyrst verður áhersla lögð á að fræða fólk um þátt þessarar blóðfitu í hjarta- og æða- sjúkdómum, hvetja það til að láta mæla kólester- ól í blóði og reyna að draga úr því hjá þeim sem eru yfir hættumörk- um. Átak þetta hófst í febrúar 1989. Fræðsluefni Pessi teikning, sem ein- kennir átak bandarísku læknasamtakanna gegn kólesteróli, sýnir hvern- ig blóðfita safnast innan á æðavegginn (opið er eins og Bandaríkin í lögun). mun birtast í dagblöð- um, h'maritum, útvarpi og sjónvarpi. Ár hvert deyr um hálf milljón Bandaríkjamanna úr hjarta- og æðasjúk- dómum, en það er meira en mannfall þeirra í öll- um styrjöldum á þessari öld. Of mikið kólesteról í blóði er einn af helstu áhættuþáttum þessara sjúkdóma (ásamt reyk- ingum, háþrýstingi, of- fitu, hreyfingarleysi, streitu o. fl.). Hjá um helmingi fullorðinna Bandaríkjamanna mælist kólesterólið 200 mg eða meira í hverjum desilítra blóðs. Hjá um helmingi þessa fólks fer kólester- ólið yfir 240 mg, en það tvöfaldar hættuna á hjartaáfalli. Hægt er að draga úr kólesteróli í blóði með því að minnka neyslu á mettaðri fitu, borða meira af vatnsleysanleg- um trefjaefnum og halda líkamsþyngdinni í skefj- um. Ef á þarf að halda er beitt lyfjameðferð. Árangur þessarar her- ferðar byggist á því að hægt verði að ná til þeirra sem eru í mestri hættu og hvetja þá til að leita ráða og breyta lífs- háttum sínum. American Medical News, 2. desember 1988. Norðmenn stefna að útrýmingu reykinga Fyrir átta árum beindi norska læknafélagið • þeim tilmælum H1 ríkis- stjórnarinnar að unnið yrði að því að gera Nor- eg reyklausan fyrir næstu aldamót. Tvær síðustu ríkisstjórnir hafa samþykkt þessa stefnu. Hins vegar hefur lítið dregið úr reykingum (nú reykja um 40% karla og 32% kvenna). Þess vegna hafa nokkur öflug félög tekið sig saman og gert áætlun um útrým- ingu reykinga. Meðal þess sem að er stefnt fyrir 1995 er að banna reykingar alveg í opinberum stofnunum og í öllum flugsamgöng- um innanlands sem ut- an, hækka aldursmark til tóbakskaupa í 18 ár, taka tóbak út úr verðlags- vísitölu, hækka tóbaks- verð um meira en 20% á ári, stöðva sölu á reyklausu tóbaki og hætta að selja tollfrjálst tóbak. Handlingsplan for röykfritt Norge ár 2000. Meira en nóg af tjöru Evrópubandalagið hef- ur ákveðið að setja há- mark á tjöru í sígarett- um. Frá árslokum 1992 verða sígarettur með meira en 15 mg af tjöru í reyk hverrar sígarettu ekki leyfðar í löndum bandalagsins og frá árs- lokum 1995 verður mark- ið sett við 12 mg. Official Journal of Ihc Europcan Communities 20. 2. 1988. HEILBRIGÐISMAL 1/1989 27

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.