Heilbrigðismál - 01.03.1989, Blaðsíða 7
HEILBRJGÐISMÁL / Ljósmyndarinn (Jóhannes Long)
erfiðisvinnu en hins vegar hefur
komið í Ijós að þrátt fyrir mikla
fækkun líkamlega erfiðra starfa í
öllum iðnaðarþjóðfélögum hafa
bakvandamál aukist. Pví er tæpast
einungis um slitvandamál að ræða.
Þar sem tryggingakerfið hefur ver-
ið hvað fullkomnast er vandinn
meiri en víðast annars staðar. Svo
er t.d. um Svíþjóð en þar sjá menn
fram á gjaldþrot sjúkratrygginga-
kerfisins innan tuttugu ára ef svo
fer fram sem horfir.
O/ mikiö álag
Hverjir eru þeir baksjúkdómar
sem valda slíkum vaxandi vanda? í
stórum dráttum má skipta þeim í
fjóra flokka.
1. Sköddun á vöðvum, vöðvafestum
og sinutn. Þetta er langstærsti
flokkur baksjúkdóma og einnig
hinn erfiðasti í greiningu og með-
ferð. Venjuleg röntgengreining
kemur ekki að gagni og oft er mjög
erfitt að segja nákvæmlega til um
hvaða vöðvafesta er sködduð. Ein-
kenni þessa kvilla eru stirðleiki,
þreyta og eymsli sem oftast eru
vegna of mikils eða rangs álags á
vöðva. Allt eru þetta almenn ein-
kenni sem geta stafað af ýmsum
öðrum ástæðum svo sem svefn-
leysi eða streitu. Yfirleitt er ástand-
ið orðið gott innan sex vikna.
2. Sköddun eða slit milli hiyggjar-
liða (þvertinda). Sumir telja að
þessi sköddun sé allt að fimmtung-
ur baksjúkdóma, aðrar rannsóknir
sýna mun lægri tölur. Það veldur
erfiðleikum við greiningu að sárs-
auki eða verkur getur fundist langt
frá þeim lið sem um er að ræða, og
þá oftast mun neðar í mjóbaki eða
á mjaðmasvæði.
3. Brjósklos. Einungis mjög lítill
hluti mjóbaksverkja sem valda
óvinnufærni stafa af brjósklosi.
Segja má að það sé nokkur „kost-
ur" við að fá þessa tegund bak-
sjúkdóms að oft má ná góðum ár-
angri með skurðaðgerð. Til þess að
tryggja það er hins vegar mjög
mikilvægt að staðfesta og staðsetja
brjósklosið fyrir aðgerð.
4. Gigtsjúkdómar. í þessum
flokki er einnig aðeins um fáa ein-
staklinga að ræða miðað við þann
fjölda fólks sem fær mjóbaksverki
af öðrum ástæðum.
Getur leitt niður í fætur
Eins og áður er sagt er oft erfitt
að finna hvað nákvæmlega bjátar á
hjá þeim sem fá mjóbaksverki.
Þrátt fyrir margar rannsóknarað-
ferðir er nákvæm greining á bak-
verkjum vandasöm og þar með
einnig meðferð sjúkdómsins.
Skipta má helstu einkennum (og
þar með einnig ástæðum þeirra) í
þrjá höfuðflokka:
1. Mjóbaksverkur án leiðniverks
neðan mjóbaks.
2. Sársauki eða verkur sem leiðir
niður í fætur.
3. Sársauki með leiðniverk og auk
þess taugaeinkenni.
í síðastnefnda tilvikinu er um að
ræða aðþrengda taug sem veldur
breytingu á vöðvasvörun, skyn-
skerðingu, brenglun á þvaglátum
eða jafnvel enn alvarlegri einkenn-
um.
Þrátt fyrir að venjuleg röntgen-
myndataka sé mikið notuð til að-
stoðar við greiningu mjóbaks-
HEILBRIGÐISMÁL 1/1989 7