Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 5
Tómas Jór Heilbrigðis- og tryggingamál á Alþingi: Mörg stór mál voru ekki afgreidd Á starfstíma Alþingis sem lauk 9. maí voru lögð fram nokkur þing- mál á sviði heilbrigðis- og trygg- ingamála, sum hlutu afgreiðslu en önnur ekki. Frumvörp. Samþykkt voru tvö frumvörp um veigamiklar breyt- ingar á lögum um atvinnuleysis- tryggingm og einnig tvö um «/- manmtryggingar (slysatryggingar o. fl.) svo og Norðurlandasamningur um almannatryggingar. Þá voru samþykktar minni háttar breyting- ar á Iögum um hollustuhætti- og heil- brigðiseftirlit (eftirlit á varnarsvæð- um) og um eiturefni og hættuleg ejrn (ósoneyðandi efni). Hins vegar voru mörg mál sem hlutu ekki af- greiðslu. Stærst var sennilega frum- varp til lyfjalaga og frumvarp um breytingar á rekstri Lyfjaverslunar ríkisins. Þá dagaði uppi breyting á lögum um heilbrigðisþjónustu sem fól það í sér að ýmis forvarnastarf- semi flyttist til Heilsuverndarstöðv- arinnar í Reykjavík. Frumvarp til sóttvarnalaga var ekki afgreitt og sömu örlög hlutu hugmyndir um einkavæðingu á þvottahúsi Ríkis- spítala svo og frumvarp um laga- breytingar á sviði heilbrigðis- og tryggingamála vegna EES. Enn eitt málið sem var óafgreitt í þinglok var frumvarp til laga um matvæli, en í því er fjallað um framleiðslu og dreifingu, umbúðir og merkingu þeirra, efnainnihald, eftirlit o. fl. Þingsályktanir. Meðal þess sem þingið samþykkti var ályktun um að efla rannsóknir á gigtsjúkdóm- um, stórauka forvarna- og fræðslu- starf og efla lækningar, hjúkrun og endurhæfingu fyrir gigtsjúka. Einn- ig var samþykkt ályktun um að skipa nefnd til að gera tillögur um bætta réttarstöðu barna með krabbamein svo og annarra sjúkra barna og aðstandenda þeirra, eink- um með tilliti til almannatrygginga. Fyrirspurnir. Svarað var ýmsum fyrirspurnum, þar á meðal um áfengis- og vímuefnameðferð, heilsutjón af völdum háspennu- virkja, heimahlynningu krabba- meinssjúkra, lyfjakistur um borð í skipum, sálræna heilsugæslu utan höfuðborgarsvæðisins, skólamáltíð- ir, skrifstofur heilbrigðismála í kjör- dæmum landsins og öryggi í óbyggðaferðum. -jr. Bílbeltaskylda í öllum sætum Alþingi fjallaði um ýmis mál sem hafa áhrif á líf og heilsu fólks án þess að teljast heil- brigðismál. Meðal annars var samþykkt frumvarp um endur- skoðun á umferðarlögum. Sam- kvæmt því er nú, frá 1. júní 1993, skylt að nota bílbelti í öll- um sætum bifreiðar sem búin eru beltum, en áður var undan- tekning um ökumenn og far- þega í aftursætum leigubifreiða. Þá hefur dómsmálaráðherra nú heimild til að setja reglur um æfingaakstur án löggilts öku- kennara og reglur um notkun hlífðarhjálms við hjólreiðar. Af öðrum samþykktum mál- um má nefna ný skaðabótalög, sem breyta m.a. upphæðum bóta eftir slys, breytingar á lög- um um ávana- og fíkniefni svo og stjórnsýslulög sem eiga að auðvelda samskipti borgaranna við opinbera aðila. Frumvörp fjármálaráðherra um afnám einkasölu á tóbaki komust ekki úr þingnefnd. Þing- mannatillaga um ólympíska hnefaleika komst heldur ekki úr nefnd og sama máli gegndi um tillögu um endurskoðun á slysa- bótum sjómanna. -jr. HEILBRIGÐISMÁL 1/1993 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.