Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 14
Tómas Jónasson Nokkrir gripir úr eigu Jóns Hjalta- lín landlæknis eru í Þjóðminja- safni, meðal annars þessi hlust- pípa. ákváðu almennan niðurskurð í sýktum héruðum, en þá hafði far- aldurinn geisað í hartnær tvo ára- tugi. Síðara fjárkláðatímabilið, 1855- 1877, hófst með svipuðum hætti og hið fyrra. Enskir hrútar voru fluttir inn og tók þá kláðinn að flæða yfir sveitir. Ýmsir vildu bregðast við líkt og áður og voru þeir nefndir niðurskurðarmenn. Landlæknir áleit slíkt allt of mikla blóðtöku fyr- ir sveitabúskapinn og fyllti því flokk þeirra sem kölluðust lækn- ingamenn. Meðal þeirra voru Jón Sigurðsson forseti og Halldór Kr. Friðriksson kennari við Latínuskól- ann. Þeir Hjaltalín og Halldór gáfu út tímaritið „Hirðir" í nokkur ár og var það málgagn þeirra í fjárkláða- deilunni. Víða var skorið niður en annars staðar fengu lækningamenn því afstýrt og enda þótt engar alls- herjar ráðstafanir næðu fram að ganga dó sjúkdómurinn smám saman út. Annað vandamál sem olli Iand- lækni hugarangri og áhyggjum voru smáskammtalækningar eða hómópatía sem mikið kvað að á embættistíma hans og reyndar bæði fyrr og síðar. Eftirfarandi klausa úr Heilbrigðistíðindum lýsir vel skoðunum hans og eldmóði í þessu máli: „Hér getur hver heimskinginn, sem ekkert kann og ekkert hefur lært, gefið sig út fyrir homöopathiskan lækni þegar hon- um þóknast. Nokkrir af prestum vorum gjöra sig að sjálfsmíðuðum homöopathiskum lærimeisturum og út unga lærisveinum sínum á víð og dreif um landið. Svona er allur almenningur narraður og hafður að gabbi, og þótt honum sé raunar mátulega í koll rekið fyrir heimsku sína og hjátrú þá sýnir þetta þó ljóslega hvílíkt stjórnleysi og samviskuleysi alltaf er að færast í vöxt á landi þessu. Það er ómetan- legt hvílíkan skaða þetta gjörir í landinu og hversu mjög það kann að standa hinni reglulegu lækna- hjálp fyrir þrifum og framgangi, enda má svo með sanni segja, að aldrei hafi argari hjátrú átt sér stað á landi hér en þessi." Á læknisævi Jóns Hjaltalín gerð- ust þau undur og stórmerki sem mest hafa orðið í sögu skurðlækn- inga: Fyrsti eterblundurinn 1846 og smitvörn Listers á sjöunda áratugn- um. Þegar öld svæfinganna rann upp var Jón í vatnslækningastússi í Klampenborg en fluttist svo bráð- Úr Heilbrigðistíðindum Jón Hjaltalín gaf út „Heilbrigðis- tíðindi" í nokkur ár frá 1870. Hér verða birt sýnishorn úr þessu merka tímariti. Orsakir til sjúkdóma geta verið ýmislegar, og undirrótin til þeirra getur legið í lifnaðarhættinum og í ýmsum ástæðum í mannlegu lífi. Þær geta legið í andrúmsloftinu, sem vér öndum að oss, í fæðunni, sem vér neytum, í öllu því er vér drekkum, í híbýlunum, í klæönað- inum, í óhreinlæti á hörundinu; í vinnunni; í svefninum og í geðs- hræringum og sálarlíðunum, í sóttnæmi og öllum eiturkynjuðum efnum. Andrúmsloftið, er vér öndum að oss, samanstendur af fleirum loft- tegundum sem eru í nokkurs konar samblandi, en þær eru þessar: Holdgjafi, lífsloft, kolasýra og vatnsgufa. Þegar menn anda að sér andrúmsloftinu þá sameinar lífs- loftið, sem í því er, sig við blóðið í lungunum og gjörir það fagurrautt, og þannig færist það um lungna- æðarnar inn í hið vinstra hvolf hjartans, en þaðan færist blóðið aft- ur um hina stóru slagæð hjartans er síðan greinist í ótal greinir út urn allan líkamann, endurlífgað af lífs- loftinu. Allur reykur og öll svæla er fjarskaóholl fyrir menn og skepnur, og þykist ég af reynslunni fullkom- Iega sannfærður um að það gjöri mikinn skaða á heilsu manna hér á landi. Eldhúsin eru, eins og þau nú tíðkast, til mikils heilsuspillis og verða án efa mörgum börnum að bana, þótt fáir hugsi út í það. Niðurgangur. Þegar einhver fær uppköst og niðurgang allt í einu þá er sjúklingnum best að ganga til sængur og halda kyrru fyrir, drekka seyði af blóðbergi og rjúpnalaufum og nærast á hafur- seyði eða flóaðri undanrenningu. Smjör. Vér Islendingar höfum lengi fengið orð fyrir það hve rnikl- 14 HEILBRIGÐISMÁL 1/1993

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.