Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 15
Fyrsti spítalinn í Reykjavík var í Kirkjustræti (þar sem nú er hús Hjálpræðishersins). Þar var Læknaskólinn fyrstu árin. lega heim og þar biðu hans verk- efni sem flest áttu lítið skylt við | svæfingar og uppskurði. Þegar 1 hann tók við embætti landlæknis | var engu sjúkrahúsi til að dreifa. | Honum var því nauðugur einn | kostur að gera fyrsta keisaraskurð á P íslandi, 24. júní 1865, á heimili | dvergvaxinnar konu sem gat ekki æ fætt vegna grindarþrengsla. Þá var hann svo heppinn að í Reykjavík voru staddir tveir franskir skips- læknar sem áttu í fórum sínum klóróform og svæfðu sjúklinginn. Einnig kallaði Jón sér til fulltingis Gísla Hjálmarsson, sem hafði verið fjórðungslæknir á Austfjörðum en var hættur störfum og fíuttur suð- ur. Eftir samtímaheimild í Þjóðólfi að dæma hefur það verið Gísli sem framkvæmdi vandasamasta hluta aðgerðarinnar, enda mun Hjaltalín aldrei hafa fengist mikið við skurð- lækningar, og þeim var reyndar enn óvíða og lítið beitt á þessum árum. Það stendur í bókum að Hjaltalín hafi farið á fund Listers og þá auð- vitað fyrsti og væntanlega eini ís- lenski Iæknirinn sem það gerði. En í Heilbrigðistíðindum segir hann sjálfur orðrétt: „Prófessor Lister í Glasgow var sá fyrsti, er innfærði þennan máta þar, og sá ég ýmsar af hans lækningum, þegar ég var á Skotlandi árið 1867." Hvort þeir læknarnir hittust að máli er ekki ljóst og skiptir út af fyrir sig ekki miklu máli, en Hjaltalín skynjaði greinilega ekki hvað þarna var á ferð og er ekki ástæða til að dæma hann hart fyrir það. Hugmyndir og aðferðir Listers um smitvörn áttu erfitt uppdráttar og það vafðist fyr- ir meiri skurðlæknum en Jóni Hjaltalín að þekkja þann vitjunar- tíma sem þeir lifðu á. Jóni var svo lýst að hann hafi verið hár maður vexti, fríður sýn- um og hinn tígulegasti, fremur létt- lyndur, hjartagóður og velviljaður. Þeir séra Matthías voru góðir vinir og í endurminningum sínum ber skáldið lækninum harla vel sög- una. Við fráfall hans orti Matthías erfiljóð og segir þar: Landið þitt var allt þitt yndi: ungur og gamall hönd og tungu líf og fjör og langa gæfu léstu goldið móðurfoldu. Þórarinn Guðnason læknir er sér- fræðingur ( skurðlækningum en hefur fengist við ritstörf hin síðari ár. ar smjörætur vér værum, og hafa sumir lagt oss það út til minnkunar, en menn gá eigi að því að bæði er- um vér í köldu landi, þar sem and- ardráttarfæðan þarf að vera feitis- mikil ef hún á að geta við haldið hitanum í líkamanum, enda borð- um vér mikið af hörðu feitarlausu fiskmeti, sem eigi er auðið að halda sér heitum við nema það sé feiti blandið. Óson. Þegar rafurmagnsspenn- ing andrúmsloftsins er mikill, t.a.m. eins og þegar skruggur ganga, þá er eins og lífsloftið verði langtum áhrifameira á allt líf en ella; það er eins og það komi nýtt efni í andrúmsloftið og þetta efni hafa menn kallað „ozone". Það er nokkurs konar samanþrýst lífsloft eða lífsloft í annarlegu ástandi, er menn svo kalla. Daun sá er menn almennt kalla útidaun, og sem set- ur sig í föt manna og í skinn ýmissa kvikinda, einkum kattanna, er þeir hafa lengi verið úti í andrúmsloft- inu, er ozonloft; þegar það er sem mest þá er rafurmagn andrúms- loftsins í hinni mestu spennu, enda er andrúmsloftið þá hvervetna heil- næmt og sóttvarnandi. Unglingar þurfa að hafa gott við- urværi ef þeir eiga að geta náð full- um þroska og líffæri þeirra geta orðið svo sterk og varanleg, sem framast má verða. Kaffiskolp? Vilji menn draga all- an kjark úr Islendingum, og gjöra þá að heilsuleysis-aumingjum, þá er ekkert vissara meðal til en ala þá á sprittblöndu og ónýtu kraftlausu kaffiskolpi. Læknisjurtir. A fyrri öldum leit- uðust menn við að lækna mein- semdir manna með innlendum lyfj- um, þeim er í landinu finnast, svo sem jurtum, mosum og öðrum nátt- úruefnum, og hefði þeirri stefnu á vorum tímum verið haldið áfram gat varla hjá því farið að hún hefði orðið til hinna mestu nota. Margar af hinum einföldustu jurtum vor- um eru ágæt lyf, ef réttilega væri að farið. HEILBRIGÐISMÁL 1/1993 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.