Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 21
Tómas Jónasson Hætta íslenskar konur að verða allra kerlinga elstar? Norræn könnun á lífskjörum og högum gamalla kvenna Grein eftir Sigríði Jónsdóttur Hvernig hefur elli kerling leikið þær konur sem fæddust um alda- mótin og hvernig leikur hún þær konur sem fæddust á árunum 1920- 1930? Hver er munurinn á gömlum konum dagsins í dag og gömlum konum morgundagsins? Nýlega er lokið fyrri hluta rannsóknarverk- efnis um lífskjör og hagi gamalla kvenna á Norðurlöndunum. Verk- efnið er unnið á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar til að afla al- mennra upplýsinga um gamlar konur sem þjóðfélagshóp, þannig að eldri konur væru einnig hafðar í huga í umfjöllun og aðgerðum sem stuðla eiga að jafnri stöðu kynj- anna. Það er oft talað um ellina eins og stéttlaust og kynlaust fyrirbæri, en auðvitað komum við til hennar með allt sem lífið hefur fært okkur til góðs og ills, ólíkan bakgrunn, þar með talið ólíka stöðu, stétt, lífs- reynslu og síðast en ekki síst sitt hvort kynið, sem hefur ekki minnsta þýðingu. A öllum Norðurlöndunum eru konur meirihluti aldraðra. Konur sem komnar eru yfir áttrætt eru helmingi fleiri en karlar á sama aldri. Kynjaskipting 80 ára og eldri er þó mismunandi eftir löndum. Hvergi er hún eins ójöfn og í Finn- landi og hvergi eins jöfn og á Is- landi. Af heildarfjölda aldraðra yfir áttrætt á íslandi eru 61,6% konur en reiknað er með að það dragi saman með kynjunum í framtíðinni, ólíkt því sem gerist á hinum Norður- löndunum. Um aldamótin fæddust stórir ár- gangar á öllum Norðurlöndunum. Á þriðja og fjórða áratugnum voru fæðingarárgangar hins vegar litlir. Ungt fólk þess tíma treysti sér ekki til að stofna fjölskyldu. Þeir sem voru ungir á þriðja og fjórða ára- tugnum eru nú komnir yfir áttrætt. Um fimmtungur allra gamalla kvenna á Norðurlöndunum sem komnar eru yfir áttrætt eiga ekki fjölskyldu sem styður við bakið á þeim. Þetta á jafnt við íslenskar konur sem aðrar norrænar konur. Af öldruðum konum morgundags- ins (næstu kynslóð aldraðra) verð- ur aðeins um tíunda hver í þeirri stöðu. Barnseignarmynstrið hefur breyst milli kynslóða. Konur sem nú eru komnar yfir áttrætt byrjuðu barn- eignir seint og dreifðu þeim yfir Iangan tíma en garnlar konur morgundagsins voru yngri þegar þær eignuðust börnin sín tvö eða þrjú og vörðu styttri tíma af lífi sínu í barneignir. Börn þeirra verða komin mjög nálægt ellilífeyrisaldri þegar móðirin verður orðin gömul og hjálparþurfi. íslenskar konur eiga frekar vísan stuðning fjöl- skyldunnar þegar elli kerling ber að dyrum, því að þær eiga flest börn af jafnöldrum sínum á Norð- urlöndunum og hafa einnig mest samskipti við þau. Aldraðir Islend- ingar eiga einnig flest systkini og hafa mest samskipti við þau af jafn- öldrum sínum á Norðurlöndunum. Ef skoðuð er aldurs- og kynskipt- ing íbúa Norðurlandanna eftir svæðum kemur í ljós mikill munur eftir byggðarlögum. Gamlar konur á öllum Norðurlöndunum eru hlut- fallslega fleiri en karlkynsjafnaldrar þeirra á þéttbýlisstöðum og í borg- urn. Á Islandi eru konur 65% allra sem komnir eru yfir áttrætt á höf- uðborgarsvæðinu, en sambærilegt HEILBRIGÐISMÁL 1/1993 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.