Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 11
þjónusta sem tryggir sanngjarna hlutdeild manna í lífstækifærum viðheldur líka sjálfsvirðingu þegn- anna. Samfélagið er ekki af gæsku sinni að aumka sig yfir þá sem standa höllum fæti heldur eru menn sameiginlega og með reisn að reisa sér réttláta skipan sem allir geta þurft á að halda. Félagslegt heilbrigðiskerfi er hvorki velgjörð né ölmusa sem einn hópur þiggur af öðrum. Það er sameiginleg trygging þegnanna gegn áföllum og óréttlæti. Lengi hefur ríkt eins konar þjóð- nrsátt um íslenskt heilbrigðiskerfi. Það er hins vegar mikilvægt að líta ekki einungis á slíka sátt sem sögu- lega staðreynd heldur getur hún jafnframt þjónað sem gagnrýnið leiðarmerki samfélagslegrar um- ræðu um heilbrigðisþjónustu. Markmiðið er ekki síst að greina á milli þess sem er viðtekið og sam- þykkt þegjandi og þess sem yrði samþykkt í opinni og óþvingaðri umræðu þegnanna. Þar með er greint á milli þess sem þjónar þröngum sérhagsmunum tiltekinn- ar stéttar eða valdakerfis og þess sem stuðlar að almannaheill. I stað þess að skera stefnulaust niður heil- brigðisþjónustu væri í Ijósi þessa réttlætismál að skera upp heilbrigð- iskerfið í því skyni að afnerna starf- semi sem þjónar fremur sérhags- munum heilbrigðisstétta en al- mannahag. Slík gagnrýnin og endurskoðuð þjóðarsátt gæti gert heilbrigðisþjón- ustu bæði árangursríkari, hag- kvæmari og réttlátari en hún er nú. Menn eiga ekki að þurfa að velja á milli þjóðarsáttar um óbreytt ástand og einhliða niðurskurðar. Heilbrigðisþjónusta á einkum að sinna þörfurn sem eru öllum mönn- um nauðsynlegar til að þrífast og Skilaboð í skoðanakönnun: Ekki meiri niðursknrð í heilbrigðismálum Ríkisstjórnin hefur verið að skera niður útgjöld síðustu tvö árin og enn þarf að skera meira eftir gerð kjarasamninganna í maí og vegna minni þorskafla. En hvar á að skera og hvar á ekki að skera? Til að kanna viðhorf al- mennings til niðurskurðar var lögð spurning fyrir 1060 þátttak- endur í spurningavagni Hag- vangs 13.-18. maí 1993. Spuningin var þannig orðuð: A undanförnum árum hefur verið reynt að draga lír ríkistítgjöldum. Hvaða málaflokkur telur þú að þoli síst frekari niður- skurð? Þeir sem þátt tóku í könn- uninni áttu síðan að tilgreina ein- hvern málaflokk sem spyrlarnir skráðu. Niðurstaðan var ótvíræð: Nær þrír af hverjum fjórum sem af- stöðu tóku töldu að heilbrigðis- og tryggingamál þyldu síst frek- ari niðurskurð. Yfirburðir þessa málaflokks voru mjög miklir, um 71% tilgreindu hann, næst komu menntamál, 15%, og félagsmál voru í þriðja sæti, 6% nefndu þau. Heilbrigðis- og trygginga- málin voru efst í huga fólks í öll- um aldurshópum og ekki var mikill munur á afstöðu fólks eftir kynjum. Menntamálin höfðu þó heldur meiri hljómgrunn meðal yngri en eldri og landbúnaðar- mál voru landsbyggðafólki hug- Ieiknari en þeim sem búa á höf- uðborgarsvæðinu. Þegar ráðherrar ríkisstjórnar- innar og ráðgjafar þeirra fara að huga að frekari niðurskurði ættu þeir að hlífa heilbrigðis- og tryggingamálunum - ef þeir ætla að taka mark á vilja almennings. 'F- Hvar á ekki að skera niður? Könnun ITagvangs fyrir Heilbrigðismál í maí 1993 meðal 1060 karla og kvenna, 15-89 ára. Niðurstöðurnar sýna hlutfall meðal þeirra sem tóku afstöðu. Spurningin var svohljóðandi: Á undanförnum árum hefur verið reynt að draga úr ríkisútgjöldum. Hvaða málaflokkur telur þú að þoli síst frekari niðurskurð? Karlar Heilbrigðis- og tryggingamál 71% 69% Menntamál 15% 15% Félagsmál 6% 7% Dómsmál 2% 3% Landbúnaðarmál 2% 2% Samgöngumál 1% 1% Umhverfismál 1% 1% Annað 2% 2% Konttr 15-29 30-44 45-59 60 ára ára ára ára og eldri 74% 61% 72% 78% 80% 16% 25% 16% 9% 6% 5% 7% 5% 6% 7% 1% 2% 1% 1% 3% 1% 1% 1% 2% 3% 1% 2% 1% 1% 1% 1% 1% 2% 1% 3% 2% 1% HEILBRIGÐISMÁL 1/1993 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.