Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 34

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 34
Illustrated London News (Gamlar þjóðlífsmyndir) Gamalt Samneyti við sjúka Fjölmargir eru þjakaðir ýmiss konar vesöld auk örbirgðarinnar svo sem blindir, lamaðir, heyrnar- lausir, holdsveikir og þeir er útsteyptir eru blöðrum og graftarkýlum. Grefur smitun þessara sjúkdóma smám saman meira og meira um sig vegna þess að heilbrigðir menn hér um slóðir forðast ekki samneyti við hina sjúku. Því þó þeir noti að vísu ekki ábreiður og rekkjur ásamt þessum smitberum þá eru samgangur, sam- býli og samseta nálega að öllu leyti sameiginleg. Og hvetji einhver menn til að varast og halda sér frá slíku samneyti og kumpánaskap er hann óðara kallaður hjátrúar- fullur og lítillar trúar, þar eð hann trúi ekki að guð muni með umhyggju sinni og forsjón varðveita þá sem hann vill við góða heilsu og eins lengi og hann vill. Má raunar segja að sjúkdómar þess- ir kvelji yfirleitt alla þá sem þeir ná tökum á, allt til dauða á löngu árabili, vegna þess að þeir eiga enga völ handlækna né annarra lækna. Og satt að segja er varla til einn eða neinn handlæknir á allri eyjunni. Þó væri auðvelt að ráða bót á smitunarbölinu ef ein- hvers staðar væri komið á laggirnar almennum spítala, og gætu þá góð- gerðarsamir menn og guðhræddir komið þang- að ölmusum sínum, svo að hægt væri um vik að sjá fyrir hinum sjúku og fá að samviskusama og áreiðanlega handlækna og greiða þeim sóma- samleg laun, enda treyst- um vér því að svo muni á sínum tíma verða ákveðið. íslandslýsing Odds Exnarssonar biskups, sattiiti utn 1590 á latínu, útgefin á íslensku 1971. Að bera höfuðið hátt Islendingar hafa alla jafna verið töluvert upp með sér yfir því að þeir væru af góðu fólki komnir og „konungborn- ir" langt fram í ættum, en þessi skoðun hefur aftur verið mestmegnis byggð á fornsögum vor- um og ef til vill að nokkru sprottin af þjóð- ardrambi. Meðalhæð fslendinga nú á dögum er nálægt 173 cm. Vér erum fylli- lega eins háir og Norð- menn og Svíar, ef ekki hærri. Ef nú er spurt hvaðan vér höfum þessa miklu hæð þá er aðallega tvennu til að dreifa: Góð lífskjör, fæði og húsa- Úr sölubúð í Reykjavík, 1876. kynni auka hæðina nokk- uð, en vissulega hafa lífs- kjör íslendinga verið mun verri en annarra Norðurlandabúa alla tíð, svo ekki getur orsökin verið þessi. Að öðru leyti er hæðin arfgeng, eins og margt annað, og það liggur því næst að halda að vér höfum erft hæðina frá forfeðrum vorum. Meiri hluti landnáms- manna ætti eftir því að hafa verið tiltölulega hár vexti. Nú komu flestir Iand- námsmenn úr héruðum vestanfjalls í Noregi og sjávarsveitunum, en ein- mitt í þessum héruðum er fólkið nú á dögum til- tölulega lágvaxið, og svo hefir það verið um lang- an aldur, ef ekki frá land- námstíð. íslendingar eru eigi eingöngu að hæð heldur ýmsu öðru frá- brugðnir norska fólkinu vestanfjalls. Ef til vill er þetta sprottið af því að görnlu landnámsmenn- irnir, flestir hverjir, hafi verið úrvalsfólkið, eins og sögurnar segja, enda höfðu margir þeirra verið höfðingjar í Noregi og höfðingslund þeirra olli því að þeir þoldu ekki yfirgang Haraldar hár- fagra. Það er aftur al- kunna að höfðingjar eru alla jafna hærri að vexti en allur almenningur. Væri þessi tilgáta rétt þá mætti segja að ekki væru gömlu ættareinkennin al- dauða enn hjá oss Islend- ingum. Hvernig svo sem í þessu liggur þá er það víst að öll þau erfiðu lífs- kjör sem vér höfum átt við að búa frá land- námstíð hafa ekki megn- að að lækka oss í lofti. Eftir þúsund ára kröm og kúldur, í kulda og rnyrkri norður undir heimskauti, ber norræna kynið höfuðið hátt á ís- landi og sver sig í ættina við Austmennina hinum megin hafsins. Guðmundur Hannesson: Hxð íslcndinga. Almanak 1925. Kröftugt læknismeðal Hvernig sem fjallagrös eru brúkuð eru þau margreynd að vera hið hollasta og kröftugasta læknismeðal og fæði í nregrusótt og brjóstveiki, Iangvarandi innantökum og magaveiki, halda við jöfnum og góðum hægð- um og matarmeltingu, en eru þar hjá yfrið vel nær- andi. Söl eru almenn fæða fjölda manna í nokkrum héruðum. Um kraft og næringu sölva til mann- eldis er margra þjóða reynsla, og vorrar eigin fullnóg um fleiri undan- farnar aldir, og öllum ber saman þar um að þau gefi eitthvert hið hollasta og mest nærandi fæði fyrir menn og fénað und- ir eins og ljúffengt að smekk. Magtuís Stephensen: Hugvckja til góðra innbúa á íslandi, 1808. 34 HEILBRIGÐISMÁl 1/1993

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.