Heilbrigðismál - 01.03.1993, Side 4

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Side 4
Líkams- þjálfun og lífdagar Enn hefur ekki verið sannað óyggjandi að veruleg Iíkamsþjálfun ein saman lengi ævi fólks eða geti komið í veg fyrir einn mesta heilsu- farslega vágest okkar tíma, krans- æðasjúkdóm. Margar hóprann- sóknir hafa verið gerðar og niður- stöður hafa bent til að hægt sé að lengja ævi fólks með því að það stundi reglulega líkamsrækt og við- haldi þreki á þann hátt. Alltaf hafa verið efasemdamenn sem reynt hafa að sýna fram á hæpnar rann- sóknaraðferðir á þessu efni og einhliða ályktanir af niðurstöðum. I nýlegum leiðara eins af virtustu læknatímaritum heimsins, New England Journal of Medicine, er fjallað um niðurstöður tveggja hóprannsókna á körlum, annarrar frá Bandaríkjunum og hinnar frá Noregi. Niðurstöður beggja voru í svipuðum anda. Þeir sem stunda reglulegar líkamsæfingar lifa leng- ur en aðrir og sérstaklega er þeim síður hætt til að fá kransæðasjúk- dóm. Þeir sem hafa meira líkams- þrek til að byrja með eru líklegri til að lifa lengur en smanburðarhópur með minna líkamsþrek. Efasemdamenn benda á galla í fyrri niðurstöðunni, sem eru þeir að annars vegar gæti það hafa villt rannsakendum sýn að einhverjir þeirra sem ekki stunduðu líkams- rækt hafi þegar haft sjúkdóma sem hindruðu þá frá líkamlegu álagi og leiddu síðan til ótímabærs dauða og að hins vegar gætu þeir sem stunduðu líkamsrækt einnig hafa lagt rækt við sig á annan hátt eins og til dæmis með æskilegu fæðu- vali og öðrum hollum lifnaðarhátt- um. Galli á niðurstöðu síðari rann- sóknarinnar kann að vera sá að þrekmeiri karlar eru í sjálfu sér lík- legri til lifa lengur en þeir þrek- minni og hafi í upphafi verið hraustbyggðari og það því ekki á neinn hátt tengt líkamsþjálfun heldur frekar meðfæddu bygging- arlagi. Því miður hefur samband ævi- lengdar og líkamsræktar meðal kvenna lítið verið kannað. Þótt efasemdir séu um að ævi- lengd sem slík verði meiri hjá þeim sem þjálfa sig líkamlega er enginn vafi á að þeir hinir sömu telja sig eiga betri ævi. A svipaðan hátt geta þeir sem ekki aðhyllast líkamsþjálf- un talið sig eiga betri ævi með því að komast hjá því að leggja á sig allt þetta aukastrit í frístundum. Sú skoðun á rétt á sér. Fólk ætti að fá að ráða þessu sjálft en oft þegar um þessi mál er skrifað hljómar ein- hver niðrandi tónn um þá sem vilja njóta líkamlegrar hvíldar í frístund- um og telja sig ef til vill fá meira út úr andlegum iðkunum. Trúlega er hæfileg blanda af þessu best fyrir meðalmanninn og þar með stærsta hópinn en litlir hópar öfgamanna sitja síðan til hvorrar hliðar. Þeir sem þegar hafa fengið kransæðasjúkdóm eru taldir hafa gagn af líkamsþjálfun en með ströngu eftirliti að minnsta kosti til að byrja með. I áðurnefndum leið- ara er haft eftir einum fremsta lækni Breta á 18. öld, William Heberden, að einn sjúklinga hans sem hafði hjartaöng við áreynslu hafi tekið sér það til þjálfunar að saga timbur í hálfa klukkustund daglega og hafi það læknað hjarta- verki hans að mestu. Þótt fyrir hendi sé einhver hætta á hjartaáfalli vegna álags samfara líkamsþjálfun hjá þeim sem hafa kransæðasjúk- dóm eru kostir þjálfunar taldir um- talsvert meiri og hún því ráðlögð í samræmi við þrek hvers og eins. Oft verður svo að almennt þrek hjartasjúklinga vex jafnt og þétt með þjálfun og sérstaklega álagsþol hjartans. Mikilsvert er að leggja hægt af stað, forðast ofreynslu og leita læknis jafnskjótt og einhver óþægindi finnast. Kapp er best með forsjá í líkamsþjálfun sem öðru. Jónas Hallgrúnsson, prófessor. 4 HEILBRIGÐISMÁL 1/1993

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.