Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 6
Ljósmyndarinn í Mjódd (Manneldisráð)
Hvað borða bömin?
Könnun á mataræði skólabama
Grein eftir Laufeyju Steingrímsdóttur
Frá því elstu menn muna hafa
neysluvenjur barna og unglinga
verið fullorðnum áhyggjuefni og
jafnvel hneykslunarhella. Svo mik-
ið er víst að það teldist til tíðinda ef
niðurstöður nýrrar neyslukönnun-
ar sýndu að mataræði æskufólks
væri eins og best yrði á kosið. Hitt
verður að segjast eins og er að full-
yrðingar um lélegt viðurværi barna
og unglinga á Islandi hafa oftar en
ekki byggst á getgátum eða ein-
hvers konar tilfinningu fyrir
ástandinu. Fram til ársins 1992
höfðu aðeins tvær skipulagðar
rannsóknir verið gerðar á mataræði
skólafólks hér á landi, sú fyrri á
Vestfjörðum árið 1939, hin síðari í
Reykjavík árið 1977 en Baldur John-
sen læknir stóð fyrir þeim báðum.
Síðastliðinn vetur gekkst Mann-
eldisráð Íslands loks fyrir ítarlegri
könnun meðal skólabarna sem var
meðal annars ætlað að svara þeirri
grundvallarspurningu hvort börnin
okkar fái nægilega holla og næring-
arríka fæðu. Könnunin fór þannig
fram að þjálfaðir spyrlar heimsóttu
22 skóla víðs vegar á landinu og
tóku viðtöl við nemendur úr 5., 7.
og 9. bekkjum grunnskóla, samtals
1166 börn og unglinga.
Niðurstöður könnunarinnar sýna
að skortur á nauðsynlegum nær-
ingarefnum telst varla almennt
vandamál meðal íslenskra skóla-
barna þótt því sé ekki að neita að
einstaka börn sýni merki um ófull-
nægjandi viðurværi. Vöxtur og
þroski barnanna ber þessari niður-
stöðu ekki síður vitni, því óvíða
verða börn hávaxnari en einmitt
hér á landi og hefur meðalhæð far-
ið hækkandi undanfarna áratugi.
Þótt börn og unglingar líði ekki
skort er samt sem áður hægt að
benda á nokkur atriði í mataræði
þeirra sem brýnt er að færa til betri
vegar. Til dæmis er áberandi að
sykurneyslan er mun meiri en
þekkist meðal nágrannaþjóða.
Hvert barn borðar að jafnaði hvorki
meira né minna en 167 grömm af
sykri á dag og samsvarar það tveim
desilítrum. Þegar dreginn er frá sá
sykur sem er í fæðutegundum frá
náttúrunnar hendi, til dæmis í
ávöxtum, mjólk og ávaxtasafa
verða enn eftir 96 grömm af hrein-
um strásykri sem hvert barn inn-
byrðir á dag. Svo mikil sykurneysla
hefur vart verið skráð í nokkurri
neyslukönnun meðal nágranna-
þjóða. Gosdrykkir og aðrir sykraðir
svaladrykkir eiga drjúgan þátt í
þessari miklu neyslu og lætur
nærri að helmingur sykursins sé
innbyrtur á þann hátt.
Svo vikið sé að öðrum fæðuteg-
undum sem eru áberandi í fæði
ungs fólks þá er neysla mjólkur og
mjólkurvara yfirleitt rífleg bæði
meðal stráka og flestra yngri
stelpna. Hægt er að fullyrða að
mjólk og mjólkurmatur séu veiga-
meiri þáttur í fæði íslenskra barna
en víðast hvar annars staðar. Þegar
stúlkur komast á unglingsár
minnkar mjókurneyslan oft veru-
lega, jafnvel svo að kalkþörfinni er
ekki fullnægt sem skyldi. Fjórða
hver stúlka á þessum aldri fær
minna en ráðlagðan skammt af
kalki daglega. Þessi þróun er sér-
staklega bagaleg þar sem stúlkur
hafa einmitt þörf fyrir kalkríka
fæðu á unglingsárum þegar bein
þeirra þéttast hvað mest og örast.
Kalklítil fæða á þessum árum getur
því haft afdrifaríkar afleiðingar fyr-
ir beinstyrk síðar á ævinni og er
ástæða til að óttast að bein brotni
frekar eða falli saman þegar komið
er á efri ár ef kalk skortir á ungl-
ingsárum.
Þegar á heildina er litið breytist
mataræði stúlkna heldur á verri
veg þegar kemur á unglingsár. Sér-
staklega er áberandi hve margar 14
ára stúlkur sleppa morgunmat.
Rúmlega 40 af hundraði þeirra
borða engan morgunmat að
minnsta kosti þrisvar í viku eða oft-
ar. Meðal tíu ára telpna telst slíkt til
algjörrar undantekningar og flestir
tíu ára krakkar, bæði strákar og
stelpur, borða morgunmat á hverj-
um degi.
En hversu mikilvægt er að borða
morgunmat? Kennarar gera sér ef-
laust manna best grein fyrir gildi
þess að nemendur komi ekki mat-
arlausir í skólann. Svangir krakkar
Hvert barn fær 96 grömm af hrein-
um strásykri á dag og er helming-
urinn úr sykruðum drykkjum.
6 HEILBRIGÐISMÁL 1/1993