Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 13
Sigfus Eymundsson (Þjóöminjasafnið) Landlæknaþættir / Jón Hjaltalín 1855-1881 Fyrsti forstöðumaður Læknaskólans Grein eftir Þórarin Guðnason Árið 1855 andaðist Jón Thorsten- sen landlæknir sem hefur manna lengst haft það embætti á hendi eða hálfan fjórða áratug og eftirmaður hans varð Jón Jónsson Hjaltalín. Hann fæddist 1807 í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd en faðir hans var sóknarprestur þar (síðar á Breiða- bólstað á Skógarströnd) og afkasta- mikill ljóðasmiður, orti sálma og rímur og 56 tíðavísur (annál) fyrir árin 1779-1834. Prestssonurinn ungi fór í Bessastaðaskóla, síðan í lækn- isnám hjá Jóni Thorstensen 1830-34 og aflaði sér að því búnu fram- haldsmenntunar í Kaupmannahöfn og Þýskalandi en þar varði hann doktorsritgerð um holdsveiki. Hon- um dvaldist alllengi í Danmörku, var um hríð læknir við hersveit kóngsins og rak vatnslækninga- stofnun á austurströnd Sjálands í nokkur ár. Sumarið 1840 sigldi hann til ís- lands og gerði athuganir á holds- veikinni og ellefu árum síðar kom hann hingað á vegum stjórnarinnar til þess að rannsaka brennisteins- námur og bráðapest í sauðfé. Þá settist hann að á Eyrarbakka, átti þar heima í fjögur ár og ferðaðist um landið. Honum hafði lengi verið ljóst hverra breytinga í heilbrigðismál- um var brýnust þörf, enda hófst hann þegar handa á þeim vettvangi sem landlæknir og átti því láni að fagna að sjá ávöxt starfa sinna áður en lauk. Efst í huga var honum læknafæðin og um hana skrifaði hann skýrt og skorinort í „Ný fé- lagsrit" rúmum áratug áður en hann varð landlæknir. Um það leyti voru ekki nema tíu Iæknar á land- inu og stundum raunar færri. Upp frá því hamraði hann jafnt og þétt á þeirri skoðun sinni að læknarnir væru allt of fáir. Eina ráðið til að bæta úr því væri að koma á reglu- bundinni læknakennslu og stofna sjúkrahús þar sem sú kennsla færi fram. Árið 1860 hóf hann að kenna læknisefnum á eigin spýtur, eins og flestir forverar hans höfðu gert, og hélt því áfram uns honum og fleiri góðum mönnum tókst að fá Læknaskólann stofnaðan 1876. Hann var sjálfur forstöðumaður en fékk tvo lækna sér til aðstoðar við kennslu. Tíu árum áður hafði fyrsti spítali landsins tekið til starfa í gömlu húsi á horni Kirkjustrætis og Að- alstrætis í Reykjavík (Kirkjustræti 2) og í því var skólinn í átta ár en fluttist þá ásamt spítalanum í ný- reist Sjúkrahús Reykjavíkur við Þingholtsstræti númer 25. Sú bygg- ing stendur enn og hefur lengstum verið nýtt sem sjúkrastofnun af ein- hverju tagi; var um skeið nefnd Farsóttahúsið. Úr Þingholtsstræti fór Læknaskólinn í veglegt sjúkra- hús sem reis á Landakotstúni sum- Þessa mynd af Jóni Hjaltalín land- laekni tók Sigfús Eymundsson ljósmyndari. Síðar var gerð teikn- ing eftir myndinni og var hún fyrst birt með æviágripi Jóns í Andvara árið 1885. arið 1902 og hafði þar aðsetur í níu ár. Háskóli íslands var stofnaður 1911 og urðu þá skólar lækna, presta og lögfræðinga deildir í hon- um og áttu heima í Alþingishúsinu upp frá því og þar til háskólabygg- ingin á Melunum tók við þeim 1940. Meðan Háskólinn átti athvarf í þrengslunum í þinghúsinu og æ síðan hefur mikill hluti lækna- kennslunnar farið fram í sjúkrahús- um höfuðborgarinnar og öðrum heilbrigðisstofnunum, eins og eðli málsins krefst. Hjaltalín landlæknir var konung- kjörinn þingmaður í tvo áratugi og er líklegt að það hafi Iétt honum róðurinn í baráttunni fyrir bættri heilbrigðisskipan, en þegar hann lét af störfum 1881, einu ári áður en hann féll frá, voru yfir tuttugu læknar á landinu og hann hafði kennt nítján þeirra ýmist fyrir eða eftir stofnun Læknaskólans. Jón Hjaltalín hafði mörg járn í eldinum. Þeir Björn Gunnlaugsson leituðu að kalki í Esjunni og fundu nóg til að nýta sem steinlím þegar húsveggir voru hlaðnir úr grjóti. Jón var duglegur að semja bækur og ritgerðir til leiðbeiningar fyrir almenning um sjúkdóma manna og dýra og gaf út tímaritið Heilbrigð- istíðindi í nokkur ár. „Lækninga- bók um þá helstu kvilla á kvikfén- aði, samantekin fyrir Islendinga og löguð eftir þörfum þeirra," sem kom út í Kaupmannahöfn 1837, sýnir best áhuga hans á dýralækn- ingum. Er því síst að undra að hann dróst fljótlega inn í illvígar deilur sem upp komu þegar fjár- kláði herjaði á sauðpening bænda á fyrstu landlæknisárum hans. Þessi vágestur hafði reynst þjóðinni þungur í skauti tæpum hundrað ár- um áður, en taliö er að hann hafi þá flust til landsins með útlendum hrútum sem fengnir voru til kyn- bóta austur í Flóa. Kláðinn barst víða um land og tókst ekki að útrýma honum fyrr en yfirvöld HEILBRIGÐISMÁL 1/1993 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.