Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 24

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 24
i9f sfui91 Sex milljónir til krabbameinsrarmsókna í vor var úthlutað tólf styrkjum úr rannsóknasjóðum Krabbameins- félags íslands að heildarupphæð um sex milljónir króna. Annars vegar voru veittir fjórir styrkir sam- tals að upphæð ein milljón króna úr Rannsóknasjóði Krabbameinsfé- Iagsins, og var það í fimmta sinn sem veitt var úr þeim sjóði. Hins vegar var nú í þriðja sinn úthlutað úr Rannsókna- og tækjasjóði leitar- sviðs Krabbameinsfélagsins, alls átta styrkjum að fjárhæð rúmar fimm milljónir króna. Tilgangurinn með þessum styrkveitingum er að efla rannsóknir á krabbameini hér á landi, en oft hefur verið bent á það að hér sé að mörgu leyti kjörið að stunda slíkar rannsóknir. Guðmundur Vikar Einarsson læknir og Tómas Guðbjartsson læknir hlutu styrk til að rannsaka tíðni nýrnakrabbameins, en þetta krabbamein er hlutfallslega algeng- ara hér en víðast hvar í heiminum. Lögð verður áhersla á að kanna meingerð æxlanna og horfur sjúkl- inganna, ekki síst með hliðsjón af nýjum rannsóknaraðferðum og framförum í meðferð. Helgi Sigurðsson læknir hlaut styrk til að kanna hvort hægt sé að finna sameiginlega þætti hjá brjóstakrabbameinssjúklingum þar sem sjúkdómurinn hefur tekið sig upp án þess að dreifast út fyrir brjóstið, en horfur þessara sjúkl- inga eru allgóðar. Jórunn Erla Eyfjörð sameinda- erfðafræðingur, Sólveig Grétars- dóttir sameindaerfðafræðingur og Steinunn Thorlacius líffræðingur hlutu styrk til að greina stökkbreyt- ingar í erfðaefni sem einangrað er úr tíu ára gömlum brjóstakrabba- meinsæxlum. Niðurstöður fyrri rannsókna benda til þess að mjög sterk fylgni sé milli stökkbreytinga í svonefndu p53 bæligeni og slæmra lífshorfa. Stökkbreytt brjóstakrabbameinsgen Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á Rannsókna- stofu Krabbameinsfélagsins í sameinda- og frumulíffræði sýna að breytingar í bæligeni sem nefnt er p53 eru algengar í brjóstakrabbameinsæxlum. I’á hefur einnig verið sýnt fram á að fylgni er milli p53 stökk- breytinga og mögnunar á onkó- geninu erbB2. Það hefur vakið Jórunn Erla Eyfjörð, Sólveig Grétarsdóttir og Steinunn Thorlacius hafa verið að rann- saka tengsl ákveðins gens við hættu á brjóstakrabbameini. athygli að stökkbreytingar í geninu virðast hafa forspárgildi um framvindu sjúkdómsins. Rannsókn sem dr. Jórunn Erla Eyfjörð sameindalíffræðingur og Steinunn Thorlacius líffræð- ingur gerðu á æxlissýnum frá 110 brjóstakrabbameinssjúkling- um, sem greindir voru á árun- um 1987-1991, sýndu marktækan mun á lífshorfum sjúklinga sem voru með p53 breytingu í æxlis- frumum og þeirra sem ekki höfðu slíkar breytingar. Stökk- breyting, sem var í fimmta hverju æxli, reyndist sterkasti áhættuþáttur hjá þessum sjúkl- ingum. Nú vinnur dr. Sólveig Grét- arsdóttir sameindalíffræðingur, ásamt Steinunni og Jórunni, að því að einangra erfðaefni (DNA) úr æxlissýnum sem geymd eru í vaxkubbum (par- affin), en þetta er nú unnt að því er virðist óháð aldri sýn- anna. Er nú verið að vinna úr 200 brjóstaæxlum frá 1982 og 1983 í samvinnu við Rannsókna- stofu Háskólans í meinafræði til að kanna þetta nánar. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar víða erlendis og greinar hafa birst í vísindaritum um krabbameinsrannsóknir, m.a. Cancer Research. Rannsóknirn- ar hafa verið styrktar úr sjóðum Krabbameinsfélagsins og öðr- um sjóðum, íslenskum og nor- rænum. 24 heilbrigðismAl 1/1993

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.